Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÍTÖLSK HÖNNUN Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég get ekki sagt að ég sémjög handgenginn kind-um en mér finnst gamanað sögum af þeim. Ég kynntist kindum vel í minni bernsku því foreldrar mínir voru með sauð- fjárbúskap í Kaldaðarnesi í Flóa, þar sem ég ólst upp. Kindur voru því hluti af hversdagslífi mínu en ég hafði litla hæfileika sem fjárbóndi. Mér hélst mjög illa á þeim kindum sem ég átti sem krakki, ég var ein- staklega óheppinn með mína fjár- eign. Systur mínar þekktu allar kind- ur á bænum en ég hafði ekki roð við þeim, mínar þurftu að vera flekkóttar ef ég átti að geta þekkt þær á færi,“ segir Aðalsteinn Eyþórsson, annar höfunda bókarinnar Kindasögur, sem nýlega kom út hjá bókaútgáf- unni Sæmundi á Selfossi. „Að segja sögur af kindum er alveg sérstök grein í sagna- skemmtun. Fólk þekkir líka sögur af hestum og tófum en okkur lang- aði til að hefja þessa grein sagna- skemmtunar til vegs og virðingar og koma með nýja persónulega hlið. Við erum ekki að segja sögur af sauðfé sem mælt er í fjölda eða kíló- um af kjöti heldur af kindum með sterkan persónuleika, en þær geta verið skapharðar eða blíðar, rétt eins og fólk,“ segir Aðalsteinn og bætir við að margt í bókinni sé vissulega ekki nýmæli en vert sé að rifja upp og minna fólk á gáfur kinda, klókindi og útsjónarsemi. „Endurútgáfa á bókinni For- ystufé, sem Guðjón átti þátt að, gekk miklu betur en nokkurn óraði fyrir og þá sáum við að þarna var meiri áhugi en við höfðum áttað okkur á. Við ákváðum því að safna saman þessum sögum, en fáir þekkja nú orðið kindur persónulega og á stórum svæðum landsins sjást varla kindur á sumrin. Fyrir vikið verða þessar sögur forvitnilegar. Kindur eru orðnar framandi verur.“ Flekka var jökulfari Brennandi heimþrá er eitt af því sem getur gert kindur óstöðvandi og í bókinni segir af nokkrum frægum flökkukindum. „Það er stórmerkilegt hversu miklar hindranir, stórfljót, jökla og varnargirðingar kind kemst yfir ef hún er ákveðin. Það er ótrúleg yfirferð sem þessi lágfætta og skref- stutta skepna sauðkindin getur skil- að og hún getur verið óskaplega fylgin sér. Þær leggja mikið á sig. Flekka frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð er dæmi um slíka kind, en hún kom fram að hausti í Austur-Húnavatns- sýlu. Það er mikil vegalengd og tálm- uð fyrir kind að fara þannig þvert yf- ir landið, enda var Flekka með klaufarnar gengnar upp í kviku þegar hún fannst. Hún var talin jöklafari eftir þessa frægðarför, sennilega fór hún yfir Hofsjökul.“ Aðalsteinn og Guðjón leituðu ekki aðeins heimilda í bókum og skjölum, heldur spjölluðu þeir líka við fjölda fólks og fóru m.a. í sér- stakan leiðangur vestur í Tálknafjörð til að fræðast um villiféð í fjallinu Tálkna. „Villiféð í Tálkna er talið hafa verið þar frá því um 1960 þegar Kristján bóndi á Lambeyri lét fé sitt ganga úti. Kindur Kristjáns voru af gömlum vestfirskum stofni, háfættar og stórbeinóttar en ekki holdmiklar, sem hefur komið sér vel í brattlend- inu. Að öllum líkindum er enn villifé í Tálkna. Það er talað um að síðastlið- inn vetur hafi líklega verið tíu villtar kindur í fjallinu. Ef ekki verður smal- að núna í haust þá fjölgar því hratt. Tálkni er manndrápsfjall, alveg þver- hnípt og ekki auðvelt að smala þar. Villt fé hegðar sér allt öðruvísi en þær kindur sem eru húsvanar og það þarf að vera harðgert og nægjusamt til að komast af, en þetta eru einmitt eiginleikar sem bændur sóttust eftir fyrir 120 árum þegar beitarbúskapur var og hét,“ segir Aðalsteinn og bæt- ir við að einnig hafi verið villifé í Núpsstaðaskógum í Vestur- Skaftafellssýslu. „Það fé var hvorki markað né rúið og kom aldrei á hús en það var nytjað af bændum á Núpsstað, rétt eins og önnur hlunn- indi. Villiféð var þarna fram undir 1900, en það féll að mestu í harðind- unum um 1880.“ Þekkti hvert mark í sex sýslum Kindur eru ekki eina viðfangs- efni bókarinnar, heldur einnig ýmis- legt sem tengist þeim, til dæmis segir af nokkrum sauðamönnum og smöl- um sem og fjárglöggu fólki. Á einum stað er sagt frá Ásmundi Eysteins- syni sem þurfti ekki að sjá skepnu nema einu sinni til að þekkja hana aftur. Sagan segir að hann hafi þekkt hvert fjármark í sex sýslum landsins. „Þó nokkuð var um sérlega fjár- glöggt fólk, einn þeirra var Marka- Leifi fæddur 1872, hét Hjörleifur Sigfússon og bjó í Skagafirði. Slíkt fólk var ómetanlegt í skilaréttum, því það gat greitt úr öllum vafamálum. Að vera fjárglöggur er sérhæfileiki, rétt eins og fólk er misjafnlega mannglöggt.“ Athygli vekur að í bók- inni segir m.a. frá því að Guðmundur Arason Hólabiskup hafi bannfært tófu sem beit fé bónda nokkurs. „Þetta er mjög sérstakt og stór- merkilegt, en ég komst að því að það var vel þekkt í Evrópu á þessum tíma að bannfæra skepnur, skaðvalda og meindýr eins og skordýr og mýs sem spilltu uppskeru bænda. Þetta gæti komið sér vel í nútímanum ef hægt væri að leita til prests um að bann- færa til dæmis myglu í húsum,“ segir Aðalsteinn og hlær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalsteinn Hann vill minna á gáfur kinda, klókindi og útsjónarsemi. Kindur orðnar framandi fyrirbæri Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Jónasson eru áhugamenn um sögur og sauðfé og í bókinni sinni Kindasögum rifja þeir m.a. upp sögur af frækn- um og ævintýragjörnum kindum, villifé og kapps- fullum smölum. Sveitin Aðalsteinn á árum áður við æskuheimili sitt Kaldaðarnes í Flóa ásamt hundi og nokkrum kindum. Ljósmynd/Birkir Fanndal Haraldsson Kind Allar hafa þær sinn persónuleika. Fjalla-Bensi, eða Benedikt Sigurjónsson, var fæddur í Mývatnssveit 1876. Hann varð snemma kunn- ur fyrir þrautseigju og þol í eftirleitarferðum sínum inn á Mývatnsöræfi. Frægust er ferð hans inn í Grafarlönd norðan við Herðubreið í desember 1925, þegar hann, hund- urinn Leó og forystusauð- urinn Eitill fóru víða um öræfin þrátt fyrir hregg og hríðir og gisti hann ýmist í gangnamannakofum eða gróf sig í fönn. Alls fann Bensi 10 kindur en það var ekki áhlaupaverk að þoka þeim í átt til byggða á móti grenjandi stórhríðinni. Þar kom mjög til kasta Eitils, hann fór á und- an og ruddi slóð eða gætti hópsins á meðan Bensi og Leó fóru að sækja fleiri kindur. Að kvöldi annars í jólum náði Bensi niður í Reykja- hlíð, ókalinn en hrakinn og hungr- aður. Eitill gætti kindanna við Krók- mel en var hann þá orðinn svo sárfættur að honum voru gerðir skór úr leðri svo hann ætti hægara með gang. Aðventa Gunnars Gunn- arssonar er byggð á þessari fræknu eftirleit Fjalla-Bensa. Fjalla-Bensi, Eitill og Leó SVAÐILFÖR Í DESEMBER 1925, BROT ÚR BÓKINNI KINDASÖGUR Ljósmynd/Bárður Sigurðsson/Minjasafnið á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.