Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 14
Vinkonur Sigga og Vala loka augum og slaka á þegar þeim finnst þess þurfa. Stelpurnar í Hljómsveitinni Evu, þær Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir, þekkja af eigin raun hvernig það er að brenna út, lenda í kulnun. Þær ætla í dag, fimmtudag, í tilefni af Alþjóðageð- heilbrigðisdeginum að vera með fyrirlestur í tali og tónum undir yfir- skriftinni: Það er allt í lagi að leggja sig á daginn. Þær koma fram í Borgarbókasafninu Sólheimum kl. 17.30. „Í fyrra lenti Sigga, helmingur hljómsveitarinnar, í því að brenna út, kulna. Hún vann yfir sig, gerði of margt, tók að sér of mikið og endaði í kulnun, sem hún vissi varla hvað var á þeim tíma. Við gripum tækifærið og fórum að rannsaka þetta samfélags- mein og hvernig það kemur til og komumst að því að Sigga er ekki ein. Af hverju erum við svona yfirkeyrð? Er ekki passlegt að vinna fulla vinnu, sjá um heimilið, fara í ræktina og stunda núvitund, kaupa inn og fara með bílinn í skoðun? Er þetta nokkurt mál? Afraksturinn er þessi fyrirlestur í tali og tónum sem við vonum að sé um leið afslappandi og uppfræðandi og kannski að þið brosið út í annað,“ segja þær stöllur. Hljómsveitin Eva ku vera þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áheyrendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugar og snertir hjörtun um leið. Heitt verður á könnunni í dag og allir velkomnir. Stelpurnar í hljómsveitinni Evu rannsökuðu kulnun Sigga og Vala minna á að það er allt í lagi að leggja sig á daginn Hljómsveitin Eva Þær Sigga og Vala kitla hláturtaugar og snerta hjörtu. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Það eru engin ný sannindi að geð- heilsan skiptir meginmáli þegar kemur að vellíð- an og hvernig við þrífumst í umhverfi okkar. Flest vitum við hvernig við eig- um að hlúa að geðheilsunni en það er stundum erfitt að finna tíma fyrir allt sem gerir okkur gott. Miklu máli skiptir að finna sér athafnir sem næra og draga úr streitu og álagi. Það eru oft ein- földu hlutirnir sem kosta ekkert og eru næst okkur sem færa okk- ur hugarró og andlega næringu. En streita, álag, kvíði og þung- lyndi hafa margar birtingar- myndir. Rannsóknir sýna að ríflega þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar á fyrst og fremst við geðheilsuvanda að stríða. Vert er að muna að mörg líkam- leg einkenni geta stafað af and- legri vanlíðan eða streitu ein- göngu. Má þar nefna hjartsláttar- truflanir, höfuðverk, meltingar- ónot og aðra algenga verki. Er þá gjarnan talað um sállíkamleg ein- kenni, sem eru býsna algeng. Hvert á að leita? En þegar við þurfum að leita til heilbrigðisþjónustunnar vegna andlegrar vanlíðanar er kannski ekki augljóst hvar hjálp er að fá. Þá er gott að leita til heilsugæsl- unnar sem greinir og veitir viðeig- andi þjónustu eða vísar áfram ef þörf er á. Hér eru útskýrð í stórum drátt- um hin ólíku þjónustustig og hvert leita megi innan heilsugæslunnar. Þjónustustigin þrjú Heilbrigðisþjónustan á Íslandi er oft skilgreind með eftirfarandi hætti: 1. stigs þjónusta: Heilsuvernd, fyrsta greining og meðferð heilsu- farsvanda, almenn þjónusta. 2. stigs þjónusta: Sérhæfðari þjónusta án innlagnar á sjúkrahús. 3. stigs þjónusta: Meðferð og að- hlynning á sjúkrahúsum. Þjónustustigin vinna saman að velferð einstaklingsins þar sem metið er hvaða meðferðar er þörf hverju sinni. 1. stigs þjónusta: Heilsugæslan Heilsugæslan ætti að jafnaði að vera fyrsti viðkomustaðurinn í upphafi hvers heilsuvanda. Upplýsingar um þjónustu heilsugæslustöðvanna má auðveld- lega fá:  Í þjónustuvefsjá á Heilsu- vera.is  Á vef Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. heilsugaeslan.is  Með símtali við heilsugæslu- stöðina þína.  Í vaktsímanum 1700 sem er opinn allan sólarhringinn.  Með viðtali við hjúkrunar- fræðing samdægurs, sem metur vanda og veitir fræðslu.  Á síðdegisvakt stöðvarinnar.  Í bókuðum tíma hjá þínum heimilislækni. Fagfólk heilsugæslunnar hefur þekkingu og reynslu til að greina andlega vanlíðan og meðhöndla al- gengustu geðraskanir, eins og kvíða og þunglyndi. Sálfræðiþjón- usta er í boði á öllum heilsugæslu- stöðvum. Heimilislæknar og annað fagfólk á heilsugæslustöðvum getur vísað einstaklingum til starfandi sál- fræðinga á heilsugæslustöðvum, svo og í önnur viðeigandi meðferð- arúrræði, eins og til sérfræðinga á stofum eða geðheilsuteymi HH. 2. stigs þjónusta: Sérhæfðari þjónusta án innlagnar á sjúkrahús Heilsugæslan nær að mæta þörfum meirihluta einstaklinga með geðraskanir. Þar sem frekari aðstoðar er þörf kemur til þjón- ustu geðheilsuteyma. Geðheilsuteymi HH eru nýjung og sinna 2. stigs þjónustu. Ekki er hægt að leita beint til þeirra án til- vísunar, sem getur komið frá fag- fólki, bæði frá 1. og 3. stigs heil- brigðisþjónustu. Einnig getur fagfólk félagsþjónustu sent tilvís- anir. Þegar geðheilsan bregst býður heilsugæslan þannig upp á fjöl- mörg úrræði. Velkomin í heilsu- gæsluna – hér fyrir þig! Geðheilsa: Heilbrigð sál í hraustum líkama Heilsuráð Hrönn Harðardóttir, geðhjúkrunar- fræðingur og teymisstjóri í Geðheilsu- teymi HH vestur í Reykjavík ThinkStock Geðheilsa Hún skiptir miklu máli í lífinu og því þarf að huga að henni. Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Þjónustustig í heilbrigðisþjónustunni Heilsuvernd, fyrsta greining og meðferð heilsu- farsvanda, almenn þjónusta Sérhæfðari þjónusta án innlagnar á sjúkrahús 1. stigs þjónusta 2. stigs þjónusta Meðferð og aðhlynning á sjúkra- húsum 3. stigs þjónusta Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hrönn Harðardóttir KORRIDOR steypudýr fleiri tegundir til Verð frá 6.990,- Kringlunni | ROSENDAHL GRAND CRU Krukka 0.5L fleiri stærðir Verð 2.490,- KARTELL BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- RITZENHOFF ASPERGO Verð 4.900,- 6 stk. í pakka HOLMEGAARD Kertalukt grey Verð frá 9.990,- stk. COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða Verð frá18.900,- SPECKTRUM ROARING Vasi - fleiri litir Verð 4.890,- SPECKTRUM SHADOW Kertastjaki - fleiri litir Verð frá 7.290,- stk.STELTON Ferðamál fleiri litir Verð 0,4L 5.990,- Verð 0,2L 4.590,- Kringlunni | Sími 588 0640 20% afsláttur af gjafavöru á Kringlukasti 10.-14. október KARTELL BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 21.900,- KAY BOJESEN Söngfugl –fleiri litir Verð frá10.990,- SPECKTRUM SQUARE Kertastjaki - fleiri litir Verð frá 7.290,- stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.