Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 18

Morgunblaðið - 10.10.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. EyeSight er staðalbúnaður í öllum Subaru Forester. www.subaru.is Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum Subaru Forester Subaru Forester Gerður til að kanna ætlaður til að ferðast E N N E M M / S ÍA / N M 9 6 1 4 9 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undanfarin misseri hafa verið gerð- ar miklar endurbætur á Dettifoss- vegi. Ekki veitti af því þetta var niðurgrafinn og illfær vegur og oft ófær að vetrarlagi. Lokaáfangi Dettifossvegar var boðinn út í vor og ætlunin er að hon- um verði lokið 2021. Á Dettifossvegi skal leggja burð- arlag og klæðingu á um 7,2 kíló- metra kafla ofan Vesturdals og byggja nýjan 4,2 km langan veg neð- an Vesturdals. Byggja skal frá Dettifossvegi 2,7 km langan veg nið- ur í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningarstaði. Tilboð í Dettifossveg voru opnuð 12. júní. Aðeins tvö tilboð bárust í verkið og ákveðið var að semja við G. Hjálmarsson hf. á Akureyri sem átti lægra tilboðið upp á 901,6 milljónir króna. Ákvörðunin var kærð af ÞS verktökum ehf. á Egilsstöðum, sem buðu 987,4 milljónir. Niðurstaða kærunefndar útboðsmála var að heimila samning við G. Hjálmarsson hf. og var samningur undirritaður 25. júlí. Áætlaður verktakakostn- aður var 850,2 milljónir. Framkvæmdir fóru af stað fyrri hlutann í ágúst og er nú unnið af full- um krafti við kaflann Vesturdalur- Ásheiði og einnig er verið að byrja á veginum niður í Vesturdal. Unnið verður svo lengi sem veður leyfir, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Haukur Jónsson, deildarstjóri umsjónardeildar á norðursvæði Vegagerðarinnar, segir fram- kvæmdir ganga nokkuð vel og verk- taki hafi verið að auka afköstin með því að bæta við tækjum. Einnig er hann kominn með undirverktaka til að vinna í veginum niður í Vesturdal, sem sé heppilegt því svæðinu þar var lokað ferðamönnum á þessum tíma. Ljósmynd/Vegagerðin Vegavinna Það verður mikill munur fyrir vegfarendur þegar búið verður að byggja Dettifossveg upp og leggja bundið slitlag á hann allan. Unnið er á fullu við Dettifossveg Fjörustígurinn, fjögurra kílómetra langur göngu- og hjóla- stígur sem liggur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, var formlega tekinn í notkun í gær. Meðal viðstaddra voru Ey- þór Laxdal Arnalds sem var í forystu bæjarstjórnar þegar vinna við gerð stígsins hófst og Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Samkvæmt upplýsingum Tómasar Ellerts var lögð mikil áhersla á gerð göngustígs á milli Eyrarbakka og Stokks- eyrar við sameiningu fjögurra sveitarfélaga undir nafni Ár- borgar árið 1998. Eyrarbakki og Stokkseyri voru meðal sveitarfélaganna sem mynduðu Árborg auk Selfoss og Sandvíkurhrepps. Geta notið útsýnisins Framkvæmdir hófust á árinu 2012 og er nú lokið. Stígur- inn er malbikaður þessa fjóra kílómetra á milli þorpanna. Stígurinn er ætlaður gangandi og hjólandi umferð og er samkvæmt upplýsingum Tómasar mikil bót á samgöngum á milli þorpanna ásamt því að vera góður útivistarkostur því hægt er að njóta náttúrunnar og góðs útsýnis við ströndina. Fjörustígurinn í notkun Ljósmynd/Gunnar Páll Pálsson Ný leið Börn og fleiri heimamenn fögnuðu áfanganum með Tómasi Ellert Tómassyni bæjarfulltrúa, Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra og Eyþóri Laxdal Arnalds, fyrrverandi bæjarfulltrúa í Árborg.  Göngu- og hjólastígur á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.