Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Beltone Trust ™ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturg@mbl.is „Flest lönd myndu gefa hvað sem er til þess að búa yfir slíkri auðlind,“ sagði Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, við blaðamenn þeg- ar hann heimsótti jarðvarmaorkuver HS Orku í Svartsengi í gær. Perry er staddur hér á landi eink- um til þess að sækja ráðstefnuna Arctic Circle sem hefst í dag hvar hann er á meðal ræðumanna. Ráðherrann kom beint frá Kefla- víkurflugvelli að Svartsengi og var upphaflega gert ráð fyrir að heim- sóknin þangað tæki í kringum hálf- tíma. Hins vegar teygðist talsvert á henni og virðist ástæða þess fyrst og fremst hafa verið mikill áhugi Perrys á starfsemi jarðvarmaorku- versins. Möguleikar að nýta tækni sem notuð er í nýtingu jarðvarma Finnur Beck, forstjóri HS Orku, tók á móti ráðherranum ásamt starfsfólki og fræddi hann um starf- semina. Síðan var farið í skoðunar- ferð um orkuverið. Perry sagði við blaðamenn að hann hefði sagt við Finn að það væri mikil blessun að búa í landi sem byggi yfir slíkum auðlindum, sem hægt væri að nýta til þess að fram- leiða rafmagn, hita heimili lands- manna og knýja efnahagslífið, sem væru í raun Guðs gjöf. Sagðist ráðherrann sjá ákveðna hliðstæðu í þeirri tækni sem notuð hefði verið hér á landi til að virkja jarðvarma og þeirri tækni sem Bandaríkjamenn notuðu við vinnslu á gasi. Bandaríkjastjórn væri að kanna möguleika á að nýta þá tækni sem notuð væri við gasvinnslu til þess að nýta jarðvarma til að mynda í Utah-ríki. Perry sagði ljóst að jarðvarmi væri ein af þeim auðlindum sem Bandaríkjamenn væru áhugasamir um að nýta frekar og fyrir vikið væri frábært ef hægt yrði að koma á sam- starfi við Íslendinga um nýtingu þeirrar tækni sem notuð hefði verið í þeim efnum hér á landi. Spurður um norðurslóðir, sem ráðstefnan Arctic Circle fjallar um, sagði Perry ljóst að aukinn áhugi hefði vaknað á svæðinu eftir að auð- veldara varð að ferðast um það. Ríki eins og Kína, Rússland og Bandarík- in, auk Evrópusambandsins, hefðu mikinn áhuga á því. Perry var einnig inntur eftir við- brögðum við áformum demókrata á Bandaríkjaþingi um að reyna að kæra Donald Trump Bandaríkja- forseta fyrir brot í embætti vegna símtals hans við Volodimír Zelenskí, forseta Úkraínu. Sagðist ráð- herrann ekkert skilja í þeim fyrir- ætlunum. Þær væru algerlega út í hött. „Ég verð ekki olíu- málaráðherra að eilífu“ Ráðherrann var einnig spurður um fréttir í fjölmiðlum vestanhafs þess efnis að hann væri á útleið úr embætti. „Þeir hafa verið að skrifa fréttir um það í einhverja níu mán- uði að ég sé á leið út. Einn daginn, ef þeir halda áfram að segja það, verð- ur það rétt. Ég verð ekki olíumála- ráðherra að eilífu,“ svaraði Perry. „Flest lönd myndu gefa hvað sem er til þess að búa yfir slíkri auðlind“  Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti jarðvarmaorkuver HS Orku í Svartsengi Morgunblaðið/Eggert Heimsókn Finnur Beck, forstjóri HS Orku (t.v.), sýnir Rick Perry, orkuráðherra Bandaríkjanna, starfsemina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.