Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
– sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturg@mbl.is
„Flest lönd myndu gefa hvað sem er
til þess að búa yfir slíkri auðlind,“
sagði Rick Perry, orkumálaráðherra
Bandaríkjanna, við blaðamenn þeg-
ar hann heimsótti jarðvarmaorkuver
HS Orku í Svartsengi í gær.
Perry er staddur hér á landi eink-
um til þess að sækja ráðstefnuna
Arctic Circle sem hefst í dag hvar
hann er á meðal ræðumanna.
Ráðherrann kom beint frá Kefla-
víkurflugvelli að Svartsengi og var
upphaflega gert ráð fyrir að heim-
sóknin þangað tæki í kringum hálf-
tíma. Hins vegar teygðist talsvert á
henni og virðist ástæða þess fyrst og
fremst hafa verið mikill áhugi
Perrys á starfsemi jarðvarmaorku-
versins.
Möguleikar að nýta tækni sem
notuð er í nýtingu jarðvarma
Finnur Beck, forstjóri HS Orku,
tók á móti ráðherranum ásamt
starfsfólki og fræddi hann um starf-
semina. Síðan var farið í skoðunar-
ferð um orkuverið.
Perry sagði við blaðamenn að
hann hefði sagt við Finn að það væri
mikil blessun að búa í landi sem
byggi yfir slíkum auðlindum, sem
hægt væri að nýta til þess að fram-
leiða rafmagn, hita heimili lands-
manna og knýja efnahagslífið, sem
væru í raun Guðs gjöf.
Sagðist ráðherrann sjá ákveðna
hliðstæðu í þeirri tækni sem notuð
hefði verið hér á landi til að virkja
jarðvarma og þeirri tækni sem
Bandaríkjamenn notuðu við vinnslu
á gasi. Bandaríkjastjórn væri að
kanna möguleika á að nýta þá tækni
sem notuð væri við gasvinnslu til
þess að nýta jarðvarma til að mynda
í Utah-ríki.
Perry sagði ljóst að jarðvarmi
væri ein af þeim auðlindum sem
Bandaríkjamenn væru áhugasamir
um að nýta frekar og fyrir vikið væri
frábært ef hægt yrði að koma á sam-
starfi við Íslendinga um nýtingu
þeirrar tækni sem notuð hefði verið
í þeim efnum hér á landi.
Spurður um norðurslóðir, sem
ráðstefnan Arctic Circle fjallar um,
sagði Perry ljóst að aukinn áhugi
hefði vaknað á svæðinu eftir að auð-
veldara varð að ferðast um það. Ríki
eins og Kína, Rússland og Bandarík-
in, auk Evrópusambandsins, hefðu
mikinn áhuga á því.
Perry var einnig inntur eftir við-
brögðum við áformum demókrata á
Bandaríkjaþingi um að reyna að
kæra Donald Trump Bandaríkja-
forseta fyrir brot í embætti vegna
símtals hans við Volodimír Zelenskí,
forseta Úkraínu. Sagðist ráð-
herrann ekkert skilja í þeim fyrir-
ætlunum. Þær væru algerlega út í
hött.
„Ég verð ekki olíu-
málaráðherra að eilífu“
Ráðherrann var einnig spurður
um fréttir í fjölmiðlum vestanhafs
þess efnis að hann væri á útleið úr
embætti. „Þeir hafa verið að skrifa
fréttir um það í einhverja níu mán-
uði að ég sé á leið út. Einn daginn, ef
þeir halda áfram að segja það, verð-
ur það rétt. Ég verð ekki olíumála-
ráðherra að eilífu,“ svaraði Perry.
„Flest lönd myndu gefa hvað sem
er til þess að búa yfir slíkri auðlind“
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti jarðvarmaorkuver HS Orku í Svartsengi
Morgunblaðið/Eggert
Heimsókn Finnur Beck, forstjóri HS Orku (t.v.), sýnir Rick Perry, orkuráðherra Bandaríkjanna, starfsemina.