Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 30

Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 greiðslu til vegahaldara? Þetta er spurning sem mögulega kemur til skoðunar.  Skoða þarf hve mikla umferð Sæbrautin getur borið miðað við þann umferðarþunga sem er á brautinni í dag. Nú þegar er mikil umferð um Sæbrautina og langar bílaraðir myndast á álagstímum. Þolir Sæbrautin að taka við tugum þúsunda bifreiða á hverjum degi af Sundabraut, hvort sem hún kemur af lágbrú ofan Sundahafnar eða úr jarðgöngum í Laugarnesinu? Í þessu sambandi er rétt að minna á orð Jóns Þorvaldssonar, að- stoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna, sem hann setti fram í minnisblaði í september í fyrra. Efast megi um það að Sæbrautin hafi afkastagetu til að taka við umferð frá Sunda- braut verði ráðist í þá framkvæmd. Þess sjáist merki á álagstíma um- ferðar. Þetta segir Jón m.a. í minnisblaðinu. Hann segir ýmis uppbyggingaráform á nálægum svæðum vera í farvatninu. Þeim fylgi óhjákvæmilega aukið um- ferðarálag á stofnbrautina, Sæ- braut. Fyrir Sundahöfn, sem megin- gátt vöruflutninga til höfuðborgar- innar og Íslands alls, sé það lykil- atriði að vegatengingar við Sæ- brautina verði góðar. Í skýrslu starfshópsins frá í sum- ar kemur fram að bæði skipafélögin reikna með mjög auknum umsvifum í framtíðinni og nefndu fulltrúar Eimskips allt að þreföldun í Sunda- höfn miðað við það sem nú er og Samskip reikna með tvöföldun á næstu 10 árum.  Eftir birtingu fréttaskýringar í síðustu viku fékk höfundur ábend- ingu um hvort til greina kæmi að hafa lágbrú með lyftubúnaði yfir Kleppsvíkina. Hleypa mætti skipum Samskipa inn fyrir að nóttu til, þeg- ar umferð er í lágmarki. Við yfir- lestur á skýrslum er ekki að sjá að þetta hafi verið kannað. Það mætti gera með tilliti til kostnaðar.  Loks má nefna að gera þarf umferðarspár fyrir næstu áratugi. Í þeim þarf að gera ráð fyrir fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu og öðr- um þáttum, m.a. áhrifum aukinna almenningssamgangna, sem stefnt er að. Í nýútkominni skýrslu er birt umferðarspá sem VSÓ ráðgjöf gerði. Í þeirri spá er ekki gert ráð fyrir veggjöldum á Sundabraut. „Eðlilegt er að álykta að ef veggjald yrði sett á hefði það áhrif á þann fjölda sem velur Sundabraut, sérstaklega í ljósi þess að tíma- sparnaður við að fara Sundabraut samanborið við að fara Vesturlands- veg er í mörgum tilfellum mjög lítill,“ segir VSÓ ráðgjöf m.a. Í þessu sambandi þarf að huga að ýmsu. Setjum okkur í spor öku- manns sem kemur eftir Vestur- landsvegi og ætlar að fara í Kópa- vog, Garðabæ, Hafnarfjörð eða þá út á Keflavíkurflugvöll. Er ekki lík- legra að hann velji að fara gömlu leiðina um Mosfellsbæ í staðinn fyr- ir að borga vegatoll og koma upp í Laugarnesi? Það er alveg úr leið fyrir hann. Hins vegar myndu jarð- göngin henta ef þessi sami öku- maður ætlaði niður í miðbæ. Hér eru tínd til nokkur atriði, leikmannsþankar, og örugglega má finna fleiri atriði sem nauðsynlegt er að svara áður en ákvörðun verð- ur tekin um Sundabraut. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rými fyrir fleiri bíla? Sæbrautin er ein umferðarþyngsta gata Reykjavíkur og þar myndast stíflur á álagstímum. Getur Sæbrautin tekið við umferð af Sundabraut? Þeirri spurningu þarf að svara. Mörgum spurningum ósvarað  Nú virðist meiri alvara búa að baki yfirlýsingum ráðamanna um Sundabraut en oft áður  Þegar nýjustu skýrslur eru lesnar sést að í mörgum atriðum er byggt á eldri skýrslum og útreikningum Innri leiðin Besta og ódýrasta leið Sundabrautar hefði verið úr Gufunesi inn á Gelgjutanga. Þetta var óskaleið Vegagerðarinnar. En borgaryfirvöld höfnuðu þessari leið og kusu að skipuleggja þarna íbúðahverfi, Vogabyggð. FRÉTTSKÝRING Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ekki leikur vafi á því að Sunda- brautin, milli Sundahafnar og Kjalarness, yrði mikil samgöngubót. En þetta verður mjög dýrt mann- virki og mörgum spurningum þarf að svara áður en hægt verður að taka ákvörðun um það hvort Sunda- braut muni standa undir kostnaði. Í marga áratugi hafa verið uppi áform um að ráðast í þessa miklu framkvæmd en af því hefur aldrei orðið. Nú virðist vera meiri alvara á bak við yfirlýsingar ráðamanna og því rétt að skoða stöðu málsins. Þegar nýjustu skýrslur eru lesnar sést að í mörgum atriðum er byggt á eldri skýrslum og útreikningum, sem hafa verið uppreiknaðir. Í sum- um tilfellum eru upphaflegir út- reikningar frá því á síðustu öld. Jafn dýrt mannvirki og Sunda- brautin þarf að grundvallast á nýj- um rannsóknum og útreikningum. Í þessa vinnu þarf að ráðast hið fyrsta og fela það okkar færustu verkfræðingum. Nokkur atriði skulu hér upp talin:  Velja þarf endanlega legu Sundabrautar alla leið upp á Kjalar- nes og kostnaðarmeta hvern legg. Aðeins eru tveir möguleikar eftir: lágbrú úr Sundahöfn yfir í Gufunes eða jarðgöng úr Laugarnesi yfir í Gufunes. Í skýrslu starfshóps sem kom út í sumar eru sýndir endurútreikn- ingar verkfræðistofunnar Eflu á kostnaðaráætlaunum sem „eru flestar komnar nokkuð til ára sinna“ eins og þar segir. Samkvæmt því er heildarkostnaður við Sundabraut talinn vera 60 milljarðar, þar af 35 milljarðar vegna þverunar Klepps- víkur með lágbrú, sem er talin fýsi- legasti kosturinn. Það hlýtur að teljast álitamál hvort þessi tala standist, m.a. þegar hoft er til þess að svokölluð Borgar- lína á að kosta allt að 150 milljarða. Sundabrautin verður fjögurra ak- reina malbikaður vegur, sem á að liggja yfir fjórar víkur og sund, eins og sést á kortinu hér til hliðar.  Þegar raunhæft kostnaðarmat liggur fyrir verður væntanlega ljóst hvort einhver möguleiki sé á því að fjárfestar séu tilbúnir að bjóða í verkið í einkaframkvæmd. Innheimt veggjald má ekki verða svo hátt að bílstjórar velji að fara Vesturlands- veginn gjaldfrjálsan í gegnum Mos- fellsbæ. Kemur til greina að ríkið gangi í ábyrgð fyrir lágmarks- Sundabraut (Kleppsvíkurbrú) var fyrst sett fram árið 1975 í tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur 1975- 1995 og síðan sett fram og staðfest í svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 1985-2005. Hún hefur verið í Aðalskipulagi Reykjavíkur síðan 1985 eða í nær 35 ár. Hún var tekin í tölu þjóðvega 10 árum síðar og hófst undirbúningur að gerð hennar í desember 1995 í samvinnu Vegagerðarinnar og embættis borgarverkfræðings. Vinnan hófst á því að skoða mögulega kosti um gerð og legu vegarins, leggja mat á mismunandi kosti og gera tillögur um bestu út- færslur. Þessari vinnu hefur verið haldið áfram alla tíð síðan en þó með töluverðum hléum. Meðal ann- ars hefur verið unnið að mati á um- hverfisáhrifum, skoðun á mismun- andi tæknilegum útfærslum, arð- semismati og fleiru og unnið hefur verið að því að fækka valkostum, t.d. um legu brautarinnar, sem voru nokkuð margir til skoðunar í upp- hafi. Ýmsar forsendur fyrir þessari vegarlagningu hafa breyst á þess- um tíma, sem hefur haft mikil áhrif á þessa fyrirhuguðu mannvirkja- gerð og stöðu hennar í dag. Þar má fyrst nefna breyttar áherslur í landnotkun meðfram strandlengj- unni milli Grafarvogs og Kjalar- ness. Áður var fyrirhuguð mikil uppbygging íbúðahverfa og svæða undir atvinnustarfsemi, t.d. á Geld- inganesi og Álfsnesi og á landfyll- ingum við Gufunes, en þau áform hafa nú verið lögð til hliðar í skipu- lagi. Þessi einstaka breyting hefur mikil áhrif á mikilvægi Sunda- brautar í gatnakerfi höfuðborgar- svæðisins en hún var hugsuð sem aðaltenging þessara nýju byggða- svæða við gatnakerfi Reykjavíkur auk þess að bæta aðgengi umferðar frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Vegalengd milli Kjalar- ness og miðborgarinnar myndi styttast um 7-9 km, háð endanlegri legu brautarinnar, auk þess sem vænta má greiðari umferðar en um núverandi Vesturlandsveg gegnum Mosfellsbæ. Heimild: Skýrsla starfshóps sumarið 2019. Mögulegt vegstæði Sundabrautar Grunnkort/Loftmyndir ehf. Kollafjörður Saltvík Eiðsvík Leirvogur Viðey Geldinga- nes GRAFARVOGUR VOGAR MOSFELLSBÆR KJALARNES ÁlfsnesÞerney Sundabrautin var fyrst sett fram 1975

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.