Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 37

Morgunblaðið - 10.10.2019, Side 37
og nánast útilokað fyrir fólk komið á miðjan aldur að fá vinnu. Khetam er eins og áður sagði frá Aleppo og þurfti eins og flestir borgarbúar að yfirgefa heimili sitt þegar barist var um borgina. Hún er menntuð á heilbrigðissviði og eftir að stríðið hófst starfaði hún sem sjálf- boðaliði í læknamiðstöð. Á þessum tíma voru nánast allir læknar farnir frá borginni. Þegar dóttir hennar var fimm ára missti hún hluta af annarri hendinni í árás stjórnarhersins. Khetam segir að þar sem enginn læknir var til stað- ar þurfti hún að búa um sárið sjálf. „Hún missti einn fingur og ég bjó um sárið og annaðist það. Mér tókst að bjarga hinum fjórum fingrunum en hún missti mikið blóð og lófinn er laskaður,“ segir Khetam. Khetam og fjölskylda var á ver- gangi víða í Aleppo og eftir að vopna- hlé komst á fengu þau að yfirgefa borgina með rútum skömmu fyrir árslok 2016. Þaðan fóru þau til bæjarins Herbel í norðurhluta Aleppo-héraðs og svo í úthverfi Idlib- borgar. Að sögn Khetam fékk hún að fara ásamt dóttur sinni á sjúkrahús í Tyrklandi þar sem dóttir hennar komst í aðgerð. Eiginmaður hennar fékk ásamt öðrum dætrum þeirra að fara yfir landamærin hálfu ári síðar. „Þegar við komum hingað var ekkert hægt að gera frekar við lófann á henni og fingurinn. Okkur var tjáð að við yrðum að bíða eftir því að hún kæmist til erlends sérfræðings sem gæti gert betur. Að geta ekki að- stoðað dóttur mína nístir hjarta mitt,“ segir Khetam en hluti fjöl- skyldu hennar býr enn í Aleppo og aðrir í Idlib. „Mamma mín er enn í Sýrlandi og ég hef ekki hitt hana í fjögur ár. Idlib er hryllingur og við getum ekki talað um ástandið þar því það er of skelfi- legt til að það sé hægt. Við treystum okkur ekki til þess. Enginn möguleiki að komast úr því helvíti og mamma mín er orðin gömul og treystir sér ekki í erfitt og hættulegt ferðalag. Þeir íbúar Idlib sem vilja komast yfir landamærin til Tyrklands þurfa að greiða smyglurum háar fjárhæðir fyrir og það á enginn pening lengur. Allt fé er gengið til þurrðar. Það er engin lögleg leið út úr helvíti aðeins með aðstoð smyglara sem hagnast á hörmungum okkar Sýrlendinga. Ástandið er enn mjög slæmt í Aleppo og þrátt fyrir að búið sé að opna einhverja skóla eru þeir sára- fáir og búa við þröngan kost. Heilbrigðisþjónusta er nánast engin og rafmagn af skornum skammti. Fólk sveltur ekki lengur í borginni líkt og var þegar umsátrið stóð yfir en enga vinnu er að fá í Idlib og Aleppo,“ segir Khetam. Þær segja báðar að lífið sé erfitt þrátt fyrir að vera komnar frá Sýr- landi. Þær berjast í bökkum og fyrsta árið hafi verið erfiðast. Þegar þú ert á flótta ferðu yfirleitt án alls. Við átt- um ekki neitt og það tók tíma að komast inn í kerfið, segja þær. Morgunblaðið/Gúna Sýrland Hind Hammde er frá Homs og Khetam Alhamami er frá Aleppo. Þær kynntust yfir tebolla í SADA-miðstöðinni í Gaziantep í Tyrklandi. 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Seda Dolaner hefur stýrt SADA Center undanfarin tvö ár en áður starfaði hún hjá Flóttamannamiðstöð Sameinuðu þjóðanna. Seda segir að þegar henni bauðst þetta starf hafi hún ákveðið að breyta til. Hún sjái ekki eftir því enda sé unnið ótrúlegt starf innan miðstöðvarinnar. Þar skipti öllu máli hvað allt starfs- fólkið er ákveðið í að gera allt sem í þess valdi stend- ur til þess að bæta líf þeirra kvenna sem þangað koma. „Eins áhugi og vilji þeirra sem reka miðstöðina. Þetta hefur allt áhrif. Ég lít ekki á þetta sem vinnu heldur er ég þarna af áhuga og það sama á við um fólkið sem starfar með mér. Allt frá upphafi hefur þetta verið svona. Hvergi annars staðar í Tyrklandi er konum boðin slík þjónusta. Það besta við starfið mitt er að sjá þessar konur blómstra. Eitthvað sem ekki er sjálfgefið en þegar konum eru gefin réttindi og vald geta þær allt,“ segir Seda. Alls starfa 32 hjá miðstöð- inni, allt konur fyrir utan bílstjóra og hluta af örygg- isgæslunni. Enda á SADA að vera griðastaður kvenna, segir Seda. Miðstöðin er opnuð klukkan 9 á morgnana og er op- in til 17.30. Að sögn Sedu byrja konur yfirleitt að safnast saman fyrir utan á milli kl. 5 og 6 á morgnana til þess að komast að í fyrsta viðtal. Því myndast oft löng biðröð á fyrstu hæð miðstöðvarinnar og eru um 400 konur í þjónustu hjá SADA á sama tíma. Á nám- skeiðum og í viðtölum. Flestar þeirra eru ungar því námskeiðin byggjast á því að veita þeim stuðning við að komast út á vinnumarkaðinn. „Vegna ástandsins á vinnumarkaði verðum við því miður að setja aldurshámark á þau námskeið. Aftur á móti geta allar konur komið til okkar í ókeypis ráð- gjöf, bæði hjá sálfræðingum, félagsráðgjöfum og lög- fræðingi og eins í tyrkneskunám,“ segir Seda. Að hennar sögn er mjög algengt að konur lokist inni á heimilinu, ekki síst flóttakonur og þess vegna heimsæki starfsmenn SADA þær og kynni miðstöðina fyrir þeim og að hún sé öruggur staður fyrir þær. Þar hafa þær aðgang að sálgæslu og úrvinnslu úr áfalla- streituröskun. „Þegar þær koma í fyrsta skipti er oft eins og þær séu að brjótast út úr búri. Þær hitta aðrar konur sem tala sama tungumál, eða líkt tungumál og þær, læra tyrknesku og eiga í samskiptum við tyrk- neskar kynsystur sínar sem er gríðarlega mikilvægt til þess að tengja hópa saman. Það verður til samstaða og stuðningur sem þær kannski vissu ekki að væri til þar sem þær voru einar heima og töldu að þeirra vandi væri einstakur. Sem hann er alls ekki. Að hitta aðrar öflugar konur sem eru komnar í vinnu og reyna að hafa áhrif skiptir gríðarlega miklu máli. Þær hugsa með sér; bíddu, af hverju ekki ég? Þess vegna er svo stórkostlegt að sjá breytingarnar sem verða á konum,“ segir Seda. Innan raða hópsins Konur framtíðarinnar er mikið rætt um barnahjónabönd. „Þarna eru konur að tala saman sem þekkja aðstæður hver annarrar, koma úr sama umhverfi og vita hvaða áhrif þetta hefur á fram- tíð ungra stúlkna. Ein úr þessum hópi kvenna kom til að mynda fyrst til okkar á námskeið og þar kom fram að hún ætti 16 ára gamla dóttur sem gengi í hjóna- band fljótlega. Við ræddum þetta fram og til baka við hana. Hvaða hörmulegu afleiðingar þetta gæti haft á dóttur hennar, ekki bara andlega heldur einnig heilsu- farslega. Hún hlustaði á okkur en sannfærðist ekki. Þá fengum við konur úr framtíðarhópnum til að sækja hana heim. Konur sem höfðu skilning á stöðu hennar en um leið höfðu þær sjálfar verið gefnar í hjónaband á barnsaldri. Eftir þessa heimsókn fór hún að koma á hverjum föstudegi á fundi hópsins hjá okkur og er núna orðin ein þeirra sem stýra starfi hópsins,“ segir Seda en vart þarf að taka fram að dóttir konunnar gekk ekki í hjónaband 16 ára eins og til stóð. Seda segir að margar kvennanna átti sig á því að þær eiga leið út úr ömurlegum aðstæðum þegar þær fara að sækja miðstöðina. Til að mynda konur sem eru beittar heimilisofbeldi. Mikilvægt er að veita þessum konum allan mögulegan stuðning. „Frá upphafi hefur það verið eitt það erfiðasta að sannfæra konur um þann rétt sem þær eiga. Eitthvað sem við ræðum allt- af á öllum fundum. Oft verða þær fyrir áfalli á fyrstu fundunum þar sem þær hafa ekki hugmynd um rétt- indi sín. Að sjá konur styrkjast á þann hátt sem við sjáum hér í SADA-miðstöðinni fyllir okkur gleði og hamingju og sýnir að starf okkar skilar góðum ár- angri. Því miður eru margar konur sem aldrei koma til okkar þar sem þær búa við þannig aðstæður að þær komast ekki. Vonandi eigum við eftir að ná til sem flestra þeirra í framtíðinni,“ segir Seda Dolaner. „Það besta við starfið er að sjá konurnar blómstra“  SADA-kvennamiðstöðin hefur sérstöðu í Tyrklandi Morgunblaðið/Gúna Samstaða Íris Björg Kristjánsdóttir og Seda Doloner hafa starfað saman að uppbyggingu SADA-miðstöðvarinnar. langan vinnudag til þess að aðstoða við framfærslu fjölskyldunnar. Ela segir að hjá SADA-miðstöð- inni sé reynt að upplýsa og koma í veg fyrir að brotið sé á konum og börnum á vinnumarkaði. Ekki er óalgengt að þeim sé gert að vinna 10-12 tíma á dag alla daga vikunnar fyrir smánarlaun. Konur fá oft 50 lírur á dag og börn ekki nema 20 lírur fyrir dagsverkið. Það svarar til þess að konurnar fái eitt þúsund krónur í laun fyrir 10-12 tíma vinnudag og börn 420 krónur. Flestar kvennanna eru frá Sýr- landi og þeim fer fjölgandi sem koma hingað og þurfa mikla aðstoð, segir Ezgt. „Oft svipuð vandamál sem þær glíma við og hafa oft upp- lifað skelfilega hluti. Ekki bætir úr skák þegar þær hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi en því miður gerist það oft á flóttanum, bæði í heimalandinu og þegar komið er hingað til Tyrklands. Sálrænn stuðningur er því gríðarlega mikil- vægur og oft eru þær ekki reiðu- búnar til þess að fá slíka aðstoð fyrr en eftir að nokkurn tíma. Þegar þær fara að treysta okkur,“ segir Ezgt Turgot, félagsráðgjafi hjá SADA-miðstöðinni í Gaziantep. Morgunblaðið/Gúna Valdefling Ezgt Turgot og Ela Yigit segja starfið oft taka á en á sama tíma sé gefandi að sjá konurnar styrkjast og eflast eftir því sem á líður.  Næsta fimmtudag verður fjallað um starfsemi Al Farah-miðstöðvar- innar og rætt við sýrlensk börn sem þar fá margvíslega aðstoð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.