Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is er að mati Sigurðar rétti tíminn fyrir hið opinbera að fara í framkvæmdir. Opinber fjárfesting þurfi að vera kröftug. Það sé bæði nauðsynlegt og skynsamlegt. Sigurður bendir einnig á að stjórnvöld þurfi að fara í miklar umbætur á regluverki. Bendir hann á að átakshópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hafi skilað af sér skýrslu um húsnæðismarkaðinn í byrjun árs. Að mati Sigurðar er nauðsynlegt að fylgja þeim eftir en þær snúa m.a. að skilvirkara og hag- kvæmara regluverki. „Vandinn á íbúðamarkaði er fyrst og fremst framboðsvandi. Það vantar fleiri íbúðir. Stjórnvöld hafa meira fjallað um tillögur sem snúa að eftir- spurnarhliðinni. Aðgerðir fyrir fyrstu kaupendur o.s.frv. En fram- boðshliðin er mikilvægari. Ef það eru ekki nægilega margar íbúðir byggð- ar þá hækkar verð og erfiðara verður að eignast þak yfir höfuðið. Mér fannst þetta ekki koma nægilega vel fram í skýrslu Seðlabankans,“ segir Sigurður. Að sögn Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns Samtaka ferðaþjónustunn- ar, endurspeglar hærra vanskilahlut- fall fyrirtækja í greininni þann veru- leika sem ferðaþjónustan býr við í dag. „Rekstarumhverfi ferðaþjón- ustunnar er í augnablikinu alveg svakalega erfitt. Það helgast fyrst og fremst af launahækkunum sem hafa verið greininni erfiðar. Eins og allir vita þá byggir ferðaþjónusta á mikl- um mannafla og er því útsettari fyrir hækkun launakostnaðar heldur en margar aðrar atvinnugreinar. Síðan höfum verið verið að kljást við minnkun í eftirspurn. Svo hefur gengi krónunnar gert okkur erfitt fyrir. Krónan er of sterk. Við erum í alþjóðlegri samkeppni og við keppum við aðra áfangastaði sem eru með frá 50-100% lægri launakostnað en við erum með í evrum talið. Þegar þetta kemur saman eigum við í vök að verjast,“ segir Bjarnheiður og bætir við að launatengd gjöld og háir fyrir- tækjaskattar hjálpi ekki heldur til. 10-15% meiri vanskil Morgunblaðið/Hari Hagsveifla Þörf er á opinberri fjárfestingu að sögn Sigurðar Hannessonar.  Rekstrarumhverfi fyrirtækja er óhagstæðara en það hefur verið í langan tíma  Byggingargeirinn og ferðaþjónusta í vandræðum sem birtast í meiri vanskilum BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Í öðru riti Seðlabanka Íslands á árinu um fjármálastöðugleika sem kom út í gær segir að rekstrarumhverfi fyrir- tækja sé almennt óhagstæðara nú „en það hefur verið í langan tíma“ sem rekja má til neikvæðrar efna- hagsþróunar innanlands sem erlend- is ásamt auknum óróa á alþjóða- mörkuðum sem hefur aukið óvissu fyrir íslensk fyrirtæki. Tveir geirar eru sérstaklega tilteknir, annars veg- ar byggingargeirinn og hins vegar ferðaþjónustugeirinn en þar hefur fyrirtækjum á vanskilaskrá fjölgað hlutfallslega mest á árinu. Fyrir- tækjum á vanskilaskrá hefur fjölgað um 4% frá því í lok maí á þessu ári en undanfarið ár hefur byggingarfyrir- tækjum á vanskilaskrá fjölgað um tæp 10% og ferðaþjónustufyrirtækj- um um nálægt 15%. Á sama tíma nemur heildarfjölgun á vanskila- skránni 1%. Þörf á opinberri fjárfestingu Að sögn Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnað- arins, eru hagsmunir þessara tveggja greina samofnir. „Byggingariðnað- urinn hefur verið að byggja upp inn- viði ferðaþjónustunnar. Þegar sam- dráttur og minni fjárfesting á sér stað í ferðaþjónustu smitar það auð- vitað yfir í byggingariðnaðinn,“ segir Sigurður inntur eftir viðbrögðum við ritinu. Segir hann að almennt séð staðfesti vísbendingar á borð við minni sölu á steypustyrktarjárni og sementi þessa þróun. Spurður um þróun vanskilahlut- fallsins í greininni segir Sigurður mikilvægt að hafa í huga að bygg- ingargeirinn sveiflist meira en hag- kerfið gerir almennt. „Þegar það er samdráttur í efnahagslífinu eins og nú um stundir er ennþá meiri sam- dráttur í byggingariðnaði.“ Nú þegar samdráttarskeið er hafið en bæði löndin halda sætum sínum frá síðustu könnun. Noregur er í 17. sæti. Eins og segir í tilkynningunni er vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins einn af virtustu mælikvörðunum á efnahagslíf þjóða. Vísitalan er sögð víðtæk og endurspegla þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika til framtíðar. Ráðið hefur tekið upp ný viðmið þar sem hafðar eru til hliðsjónar breytingar sem fylgja fjórðu iðn- byltingunni, m.a. hvað varðar sam- keppnishæfni, sérstaklega á sviði stafrænnar þróunar. Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahags- ráðsins (World Economic Forum) kemur fram að Ísland er í nú 26. sæti á lista ríkja eftir samkeppnis- hæfni og færist niður um tvö sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunar- miðstöð Íslands segir að árið 2018 hafi Ísland verið í 24. sæti, í 28. sæti 2017 og 27. sæti 2016. Á toppi listans trónir Singapúr, því næst koma Bandaríkin og loks Hong Kong, Holland og Sviss. Af Norðurlöndunum er Svíþjóð efst eða í áttunda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Danmörk er í tíunda sæti og Finnland í því ellefta Samkeppnishæfni Íslands dalar  Landið situr nú í 26. sæti af 141 á lista yfir ríki eftir samkeppnishæfni þeirra Morgunblaðið/Eggert Vísitala Veikleiki Íslands, miðað við flest lönd, er smæð heimamarkaðar. 10. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.89 124.49 124.19 Sterlingspund 151.36 152.1 151.73 Kanadadalur 92.99 93.53 93.26 Dönsk króna 18.223 18.329 18.276 Norsk króna 13.548 13.628 13.588 Sænsk króna 12.525 12.599 12.562 Svissn. franki 124.98 125.68 125.33 Japanskt jen 1.158 1.1648 1.1614 SDR 169.19 170.19 169.69 Evra 136.12 136.88 136.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.1938 Hrávöruverð Gull 1500.0 ($/únsa) Ál 1712.0 ($/tonn) LME Hráolía 58.47 ($/fatið) Brent Sjávarútvegsfyrirtækið Brim fékk í gær umhverfisverðlaun atvinnulífsins sem afhent voru í gær á Umhverfis- degi atvinnulífsins. Í frétt á vef SA segir að Brim hafi tekið umhverfismálin föstum tökum. Fyrirtækið leggi áherslu á samfélags- ábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hafi unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins. Þá hefur Brim sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verðmæti. Brim hefur dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, fjárfest í nýrri tækni og skipum sem hefur skil- að miklu, samkvæmt fréttinni. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, segist í fréttinni vera þakk- látur fyrir viðurkenninguna. „Hún gerir okkur ánægð og stolt. Virðing fyrir náttúru hefur verið okkar leiðar- ljós og við sjáum að áhersla á um- hverfismál og sjálfbærni skilar sér í aukinni arðsemi og miklum ábata fyr- ir samfélagið í heild. Við í Brimi ætl- um að halda áfram á sömu braut. Um- hvefisverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur.“ Umhverfis- verðlaun til Brims Brim Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, afhenti verðlaunin.  Forstjórinn þakklátur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.