Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ram Limited Litur: Svartur/ Svartur að innan. Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, segl yfir palli, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 10.129.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 35” Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. 35” dekk. VERÐ 11.395.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Litur: Perlu hvítur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.590.000 m.vsk 2019 Ford F-150 Lariat Sport Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 offroad-pakki, Sport-pakki, Bakkmyndavél, Band & Olufsen hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í öll sæti, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque VERÐ 12.670.000 m.vsk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ný skoðanakönnun bendir til þess að meirihluti Bandaríkjamanna telji að beiðni Donalds Trumps forseta um rannsókn í Úkraínu á pólitískum andstæðingi hans sé alvarlegt mál og réttlæti rannsókn með það fyrir augum að ákæra hann til embættis- missis. Í könnun fyrir dagblaðið Wall Street Journal og NBC-sjónvarpið sögðust 54% þátttakendanna telja að fulltrúadeild þingsins ætti að rannsaka Úkraínumál með það fyrir augum að ákæra hann. 39% sögðust telja að þingið ætti ekki að rannsaka málið. Stuðningurinn við slíka rannsókn á hendur forsetanum er meiri núna en þegar deilt var um hvort ákæra ætti Trump vegna skýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, um afskipti Rússa af forsetakosning- unum í Bandaríkjunum árið 2016. Kannanir bentu þá til þess að um 50% Bandaríkjamanna teldu ekki að Rússamálið verðskuldaði rannsókn með það fyrir augum að ákæra for- setann til embættismissis. Nýja könnunin bendir til þess að 49% Bandaríkjamanna telji að ekki eigi að svipta Trump forsetaembætt- inu á grundvelli þeirra upplýsinga sem liggja núna fyrir í málinu. 43% sögðu upplýsingarnar réttlæta emb- ættissviptingu. Vilja fá að vita meira Könnunin sýnir að kjósendur í Bandaríkjunum vilja fá að vita meira um gerðir Trumps í málinu, að sögn þeirra sem önnuðust hana, repúblik- anans Bills McInturffs og Jeffs Hor- witts. McInturff benti á að sam- kvæmt könnuninni eru um 43% kjósendanna ánægð með störf for- setans almennt og málið virðist því ekki hafa minnkað fylgi hans. Könnunin bendir til þess að 76% kjósendanna séu ósammála þeirri staðhæfingu að Donald Trump hafi verið heiðarlegur og sannsögull í Úkraínumálinu. Um 88% sögðust hafa neikvæð viðhorf til Trumps sem persónu, að sögn The Wall Street Journal. 51% óháðra vill rannsókn Eins og búast mátti við var stuðn- ingurinn við rannsóknina mikill á meðal demókrata en lítill meðal repúblikana. Um 84% demókrata sögðu Úkraínumálið verðskulda rannsókn þingsins en 78% repúblik- ana töldu að hún væri af pólitískum rótum runnin og liður í árásum demókrata á Trump. 51% óflokks- bundinna kjósenda sagði Úkraínu- málið verðskulda rannsókn en 42% voru á öndverðum meiði. 45% óháðu kjósendanna sögðust vera andvíg því að Trump yrði sviptur embætt- inu en 39% voru hlynnt ákæru og embættissviptingu. Að sögn The Wall Street Journal bendir könnunin til þess að kjós- endur repúblikana skiptist í tvo hópa, þá sem styðji Trump meira en flokkinn og þá sem styðji flokkinn meira en Trump. 21% þeirra síðar- nefndu taldi að svipta ætti forset- ann embættinu en 96% þeirra sem styðja Trump meira en flokkinn sögðu að þingið ætti ekki að víkja honum frá. Rússar reyndu að hjálpa Trump í kosningunum Leyniþjónustunefnd öldunga- deildar þingsins birti í fyrradag nýja skýrslu þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi haft af- skipti af kosningunum 2016 og reynt að hjálpa Donald Trump. Nefndin segir þó ekki að afskipti Rússa hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta í deildinni og rannsókn nefndarinnar var gerð undir forystu repúblikana. Í skýrslunni segir að netrannsóknafyrirtæki í Péturs- borg, IRA, hafi misnotað samfélags- miðla í umfangsmikilli herferð til að styðja Trump. „Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að IRA reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum með því að skaða Hillary Clinton og minnka sigurlíkur hennar og styðja Donald Trump að fyrirmælum stjórnvalda í Kreml,“ segir í skýrslu leyniþjónustunefnd- arinnar. Leyniþjónustustofnanir Banda- ríkjanna höfðu komist að sömu niðurstöðu. Donald Trump hefur hins vegar vísað þessu á bug og sagt að rannsóknin á afskiptum Rússa sé liður í „nornaveiðum“ demókrata og byggist á „falsfréttum“. Meirihluti hlynntur rann- sókn þingsins á Trump  54% Bandaríkjamanna vilja rannsókn á Úkraínumálinu AFP Ákæru krafist Mótmælendur krefjast ákæru til embættismissis á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta í grennd við þinghúsið í Washington. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tyrkir hófu í gær lofthernað og sprengjuárásir á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi til að auðvelda innrás sem Donald Trump Bandaríkjaforseti greiddi fyrir með því að fyrirskipa að bandarískir her- menn yrðu fluttir af svæðinu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti á Twitter að hernaðurinn væri hafinn og skömmu síðar gerðu herþotur og stórskotalið tyrkneska hersins árásir á stöðvar hersveita Kúrda meðfram landa- mærunum. Þúsundir íbúa bæja og þorpa á svæðinu flúðu frá heim- kynnum sínum. Árásirnar höfðu verið yfirvofandi frá því að Donald Trump tilkynnti um helgina, eftir símasamtal við Er- dogan, að hann hefði ákveðið að fyrirskipa að bandarískir hermenn yrðu fluttir frá landamærunum að Tyrklandi og Tyrkir myndu hefja hernað í norðanverðu Sýrlandi. Ákvörðun Trumps vakti hörð við- brögð á þingi Bandaríkjanna og margir þingmenn repúblikana gagn- rýndu hana, þeirra á meðal leiðtogi þeirra í öldungadeildinni. Þeir lýstu ákvörðuninni sem svikum við her- sveitir Kúrda, sem hafa verið mikil- vægir bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni gegn Ríki íslams, sam- tökum íslamista. Þeir óttast einnig að hernaður Tyrkja verði til þess að íslamistasamtökin rísi úr öskustónni með hryðjuverkum og árásum til að leggja aftur undir sig landsvæði sem herlið Kúrda náði af þeim. „Biðjum fyrir kúrdískum banda- mönnum okkar sem stjórn Trumps hefur hlaupist frá með skammar- legum hætti,“ sagði Lindsey Gra- ham, áhrifamikill repúblikani í öld- ungadeild Bandaríkjaþings og einn af dyggustu stuðningsmönnum for- setans. Trump sagði í gær að hann styddi ekki hernað Tyrkja og teldi hann vera „slæma hugmynd“. Óbreyttir borgarar féllu Tyrkir hófu landhernað nokkrum klukkustundum eftir að loftárásirn- ar hófust. Bandalagið Sýrlensku lýð- ræðisöflin sagði í gær að minnst átta óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í fyrstu árásum Tyrkja í grennd við bæina Tel Abyad og Ras al-Ain. Það hvatti Bandaríkin og fleiri lönd til að koma á flugbanni yfir landamæra- svæðunum til að vernda íbúana og afstýra neyðarástandi. Sýrlensku lýðræðisöflin eru undir forystu samtaka sýrlenskra Kúrda, YPG. Tyrkir segja að þau séu hryðjuverkasamtök og í nánum tengslum við Verkamannaflokk Kúrdistans (PKK), sem hefur barist fyrir því að Kúrdar fái sjálfstjórn- arréttindi í Tyrklandi. Erdogan seg- ir að hernaðurinn í norðanverðu Sýr- landi sé nauðsynlegur til að halda YPG-samtökunum í skefjum vegna tengsla þeirra við aðskilnaðar- sinnaða Kúrda í Tyrklandi. Hann kveðst einnig ætla að koma á „öryggissvæði“ á um 32 km breiðu belti við landamærin og flytja þang- að um tvær milljónir af 3,6 milljónum Sýrlendinga sem hafa flúið til Tyrk- Þúsundir manna flýja árásir Tyrkja  Óttast er að samtökin Ríki íslams rísi úr öskustónni Hernaður Tyrkja gegn hersveitum Kúrda hófst í gær Árásir Tyrkja á Norður-Sýrland Heimild: Mannréttindahreyfingin SOHR Ras al-Ain 50 km TYRKLAND S Ý R L A N D Aleppó Raqa Hasakeh Gaziantep Efrat Tal Abyad Hernaðurinn hófst með loftárásum á svæðið AFP Á flótta Kúrdar flýja sprengjuárásir Tyrkja í norðanverðu Sýrlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.