Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 41

Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 41
lands frá því að stríðið í Sýrlandi hófst árið 2011. Tyrkland á aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Framkvæmdastjóri þess, Jens Stoltenberg, sagði að Tyrkir hefðu lögmætra öryggishags- muna að gæta en hvatti þá til að forð- ast aðgerðir sem ykju á blóðsúthell- ingarnar í Sýrlandi, mögnuðu spennuna og gætu valdið neyðar- ástandi meðal íbúanna. Hann varaði einnig við því að átök milli Tyrkja og Kúrda gætu stefnt baráttunni gegn Ríki íslams í hættu. Leiðtogar margra ríkja heims létu í ljós áhyggjur af hernaði Tyrkja og boðað var til fundar um málið í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Stjórnvöld í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi unnu að sameiginlegri yfirlýsingu þar sem hernaðurinn verður fordæmdur. Þúsundir íslamista gætu sloppið úr fangelsum » Kúrdar segja að herlið þeirra haldi um 12.000 liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í sjö fangelsum. Um 4.000 þeirra eru frá öðrum löndum en Sýrlandi. » Kúrdar segja að árásir Tyrkjahers geti orðið til þess að hermenn þeirra sem hafa annast öryggisgæslu í fangels- unum þurfi að fara þaðan til að verjast hernaði Tyrkja. » Um 11.000 hermenn Kúrda biðu bana í átökum við liðs- menn Ríkis íslams. FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á Marokkó 24. OKTÓBER Í 9 NÆTUR Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Landdulúðarogævintýra Oasis Hotel & Spa Frá kr.99.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Innifalið: Flug, Gisting, Morgunverður aaa Sofitel Royal Bay Frá kr. 169.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Innifalið: Flug, Gisting, Morgunverður aaaaa Stökktu! Frá kr. 79.995 Verð á mann m.v. 2 fullorðna Innifalið: Flug, Gisting, Ekkert fæði aa flug & gisting Skoðaðu fleiri gistingar og sérferðir á heimsferdir.is Flug frá kr. 69.900 Sæti báðar leiðirmeð tösku og handfarangri Að minnsta kosti tveir menn biðu bana og tveir særðust alvarlega í skotárásum í kebab-verslun og á götu við samkunduhús gyðinga í þýsku borginni Halle í gær. Maður sem grunaður er um árásirnar var handtekinn þegar hann reyndi að flýja. Sjónarvottar sögðu að árásar- maðurinn hefði verið í sérsveitar- búningi og með nokkur vopn. Götum var lokað í borginni og íbúum hennar var ráðlagt að halda sig innandyra. Innanríkisráðherra Þýskalands sagði að grunur léki á að árásar- maðurinn væri þjóðernisöfgamaður og gyðingahatari. Talsmaður lögreglunnar í Halle sagði að annar þeirra sem létu lífið hefði verið í kebab-verslun. Hermt er að kona hafi beðið bana á götu við samkunduhús og grafreit gyðinga í borginni. Max Privorotzki, leiðtogi gyðinga í Halle, sagði að árásarmaðurinn hefði reynt að komast inn í samkundu- húsið. Um 70-80 manns voru í húsinu í tilefni af yom kippur, friðþæging- ardegi gyðinga, sem var í gær. Minnst tveir létu lífið í skotárásum AFP Skotárás Árásarmaður hleypir af byssu á götu í borginni Halle í gær. Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, sagði í gær að það gæti ekki fallist á tillögur Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, um nýjan brexit-samning. Gert er ráð fyrir því að Barnier ræði málið á morgun við Stephen Barclay, brexit- ráðherra bresku stjórnarinnar, og hann sagði að samningamenn ESB væru tilbúnir til viðræðna við Breta nótt sem nýtan dag í aðdraganda leið- togafundar ESB-ríkjanna á fimmtu- dag og föstudag í næstu viku. Hann sagði þó að tillögur Johnsons gætu ekki verið grundvöllur brexit- samnings þar sem þær græfu undan samningnum frá árinu 1998 um frið á Norður-Írlandi og veiktu innri markað Evrópusambandsins. Tillögur John- sons um tilhögun tollgæslu vegna við- skipta milli Írlands og Norður-Írlands byggðust á óraunhæfum lausnum, væru „reistar á tilgátum“ og „tækni sem hefur ekki enn verið þróuð“. Jean-Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, kvaðst ekki úti- loka að samkomulag næðist á næstu dögum en sagði að lítill árangur hefði náðst í viðræðunum. Johnson ræðir í dag við Leo Varad- kar, forsætisráðherra Írlands, og kveðst vera „varfærnislega bjartsýnn“ á að samkomulag náist. AFP Brexit-þref Michel Barnier flutti ræðu á Evrópuþinginu í gær. Gagnrýnir tillögur Johnsons  Sagðar reistar á óraunhæfum lausnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.