Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019
✝ Sigurjón Svein-björnsson
fæddist í Reykjavík
24. nóvember 1957.
Hnn lést á heimili
sínu 29. september
2019.
Foreldrar hans
voru Anna Sigurrós
Sigurjónsdóttir, f.
18. desember 1934,
og Sveinbjörn
Kristinn Eiðsson, f.
20. október 1933, d. 7. júní 2008.
Systkini Sigurjóns eru: 1)
María, f. 1. febrúar 1956. 2) Eiður
Þór, f. 28. september 1962. 3) Auð-
ur Kolbrá, f. 17. desember 1967. 4)
Guðrún, f. 30. september 1971.
Sigurjón kvæntist Eddu Björk
2) Ingibjörg Ösp, f. 29. maí
1980, maki Björn Óli Guðmunds-
son, f. 4. júní 1980. Börn: a)
Sigurjón Elmar, f. 25. júlí 2007, b)
Jörundur Elí, f. 14. maí 2010, c)
Jón Kormákur, f. 20. febrúar
2013. 3) Andri Már, f. 20. janúar
1987, maki Bryndís Björk
Barkardóttir, f. 3. nóvember
1986. Börn: a) Kristian Sölvi, f.
17. mars 2010, b) Styrmir Máni, f.
30. júlí 2014.
Sigurjón ólst upp í Reykjavík
og í Kópavogi. Hann fluttist til
Akureyrar þegar hann var um
tvítugt og bjó öll sín fullorðinsár
fyrir norðan, lengst af á Berghóli
í Hörgársveit. Sigurjón starfaði
sem línumaður hjá RARIK frá
árinu 1974 til 2004. Síðar rak
hann sitt eigið smíða- og verk-
takafyrirtæki, Grjóna ehf., með
syni sínum.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 10. októ-
ber 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Rögnvaldsdóttur, f.
22. maí 1960, þann 3.
september 1980.
Foreldrar Eddu
Bjarkar voru Rögn-
valdur Bergsson, f . 9.
desember 1923, d. 3.
nóvember 2013, og
Ingibjörg Magn-
úsdóttir, f. 23. október
1927, d. 29. desember
1983.
Börn Eddu Bjarkar
og Sigurjóns eru: 1) Anna Dögg, f.
24. júní 1978, maki Þóroddur Hjal-
talín, f. 4. ágúst 1977. Börn: a) Ant-
on Orri, f. 4. október 2004, b) Arn-
ór Bjarki, f. 10. september 2006, c)
Aldís Dögg, f. 28. janúar 2012, d)
Jakob Fannar, f. 31. maí 2014.
Eftir erfið veikindi er góður
vinur nú fallinn frá. Sigurjón
Sveinbjörnsson var starfsmaður
hjá RARIK nær samfellt frá árinu
1974 til ársins 2005. Hann byrjaði
sem unglingur í vinnu við bygg-
ingu byggðalínunnar en réðst síð-
an í vinnuflokk RARIK á Norður-
landi eystra, fyrst sem línumaður
en síðar sem rafveituvirki. Ég
hafði heyrt af Grjóna, en kynntist
honum fyrst eftir að ég flutti norð-
ur 1993. Þá kynntist ég því hversu
ósérhlífinn og úrræðagóður hann
var og lét sér fátt fyrir brjósti
brenna. Ég kynntist því hvernig
hann og félagar hans í vinnu-
flokknum voru tilbúnir til að fórna
sér fyrir viðgerðir á línukerfinu,
eða til að hindra frekara tjón í
stórviðrum þegar aðstæður virt-
ust einhvern veginn alveg von-
lausar. Og gefast aldrei upp.
Grjóni var einn af þeim sem vildi
vera þar sem atgangurinn var
mestur og þurfti alltaf að hafa nóg
fyrir stafni, hvort sem var í vinnu
eða heima fyrir. Hann var alltaf
hress og ófeiminn við að láta skoð-
anir sínar í ljós og gerði það hik-
laust. En hann hafði líka þann
hæfileika að sjá kómískar hliðar á
nær öllum málum og að vera ein-
staklega góður sögumaður. Hann
átti því auðvelt með að gagnrýna
hlutina með þeim hætti að flestir
höfðu gaman af og gerði það iðu-
lega við skellandi hlátur við-
staddra. En hann var mikill vinur
vina sinna og þær voru ófáar gleði-
stundirnar sem við áttum saman
hópurinn fyrir norðan þar sem
Grjóni hélt uppi fjörinu. Sagna-
brunnur hans var ótæmandi, enda
urðu sögurnar til af minnsta til-
efni.
Ég upplifði sjálfur ítrekað að
fara með honum í ferðir vegna ým-
issa verkefna og taka ekki eftir
neinu sérstöku, en hlusta síðan á
Grjóna lýsa ferðinni nokkru síðar
á þann hátt að allir viðstaddir velt-
ust um af hlátri. Það lýsir því best
hve einstaklega næmur hann var á
umhverfi sitt og sá broslegu hlið-
arnar á lífinu. Mikil vinátta skap-
aðist milli starfsmanna RARIK
fyrir norðan og ekki síst á milli
okkar hjóna og þeirra Grjóna og
Eddu sem hefur haldist síðan, þótt
samverustundum hafi fækkað eft-
ir að við fluttumst suður. Úr fjar-
lægð höfum við fylgst með veik-
indum hans, en ekki viljað trúa því
að nálgaðist leiðarlokin. Enda
vildi hann sem minnst gera úr því
nokkuð væri að hrjá hann.
Núna kveðjum við Grjóna
hinstu kveðju með söknuði, en
einnig með þökk. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa átt hann sem vin
og þau hjón bæði og þökkum fyrir
allar ógleymanlegu stundirnar
sem við áttum saman. Grjóna
verður sárt saknað úr stórum
vinahópi.
Elsku Edda, við sendum þér og
fjölskyldunni allri okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Sigurjóns Sveinbjörns-
sonar.
Tryggvi Þór og Guðrún
(Gunna).
Það var lánið okkar að fá tæki-
færi á sínum tíma til að ganga veg-
inn með þér og fjölskyldu þinni,
kæri vinur. Ætli það séu ekki liðin
tæp fjörutíu ár frá fyrsta hittingi
og minningin enn eins og gerst
hafi í gær. Stutt í hláturinn, hnytt-
in tilsvör, temmileg kaldhæðni og
eldsnöggur að hugsa, það vafðist
ekkert fyrir þér. Við einhvern veg-
inn náðum strax bylgjulengdinni.
Gatan okkar lá m.a. í gegnum
jeppana, ferðalögin og útilegurn-
ar. Það yljar og kallar fram hlátur
og gleði að rifja upp atvikin og þau
eru mörg sem við hefðum bara alls
ekki viljað missa af. Snöggu til-
svörin og hnyttnin alltaf til staðar,
eins og þegar einhverjum gestin-
um á dansgólfinu forðum fannst
þú eitthvað vera í röngum takti
stóð ekki á svari. Þú hafðir bara
lært í öðrum dansskóla en viðkom-
andi. Það voru svör við öllu og
lausnir á öllu, ekki bara í orði held-
ur líka í hendi. Það var eiginlega
bara ekkert sem þú gast ekki gert
eða kunnir ekki skil á. Nema ef
vera kynni þegar þú og bakarinn
voruð saman í bíl í einni af fyrstu
jöklaferðunum þínum, nýkomnir
með Loran C-staðsetningartæki
og ætluðuð að leiða hópinn um
sprungusvæðið í Kverkfjöllum.
Þessar sögur og allar hinar eru
reglulega rifjaðar upp og hlegið
duglega, þetta voru skemmtilegir
tímar og hafa sannarlega auðgað
tilveru okkar. Þótt samverustund-
um hafi fækkað síðari ár þá lifir
lengi í gömlum glæðum. Þau eru
mörg gullkornin sem frá þér komu
og við geymum með okkur.
Hjálpsemi þín, greiðvikni og
dugnaður, sem við félagarnir eins
og aðrir í kringum þig nutum góðs
af, var engu lík. Það var ekki ónýtt
að komast með jeppann í skúrinn
á Berghóli. Þar varstu á heima-
velli og við sjálfsagt reiknuðum
bara með því að hlutum yrði redd-
að, það voru einhvern veginn eng-
in verkefni óyfirstíganleg í þínum
augum.
„Margs er að minnast, margs
er að sakna“ eins og segir í ljóði
Valdimars Briem.
Kæra fjölskylda, við vottum
ykkur samúð og jákvæð minning
um einstakan mann lifir með okk-
ur um ókomna tíð.
Takk fyrir samfylgdina, kæri
Grjóni.
Ingólfur, Smári, Tómas Ingi
og fjölskyldur.
Sigurjón
Sveinbjörnsson
✝ GuðmundurÁsgeirsson
fæddist í Reykja-
vík 22. maí 1949.
Hann lést á líknar-
deild Landspít-
alans 29. septem-
ber 2019.
Foreldrar Guð-
mundar voru
Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 25.
apríl 1926, d. 24.
maí 2014, og Ásgeir Magnús-
son, f. 7. nóvember 1918, d. 15.
desember 2016. Systkini Guð-
mundar eru: Hörður, f. 1951,
Lóa, f. 1954, Magnús Ingi, f.
1959, og Ingólfur, f. 1960.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
son, f. 1982, maki Rakel Ósk
Guðbjartsdóttir. Fyrri kona
Guðmundar er Erla Ragnhildur
Guðmundsdóttir og börn þeirra
Guðmundur Ingi, f. 1968, og
Helga Björt, f. 1979. Barnabörn
Guðmundar eru 13.
Guðmundur ólst upp í for-
eldrahúsum í Bústaðahverfinu í
Reykjavík, hann lagði stund á
vélvirkjanám í Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði æ síðan
við þá iðn. Fyrst sem sveinn
hjá meistara sínum í fyrir-
tækinu Stálver. Hann lauk
meistaranámi í vélvirkjun og
stofnaði síðan sitt eigið fyrir-
tæki, Vélsmiðjuna Nörfa, sem
hann rak til ársins 1988. Eftir
að fyrirtækjarekstrinum lauk
starfaði hann í verktöku hjá
ýmsum fyrirtækjum, en starf-
aði síðast hjá fyrirtækinu DS
lausnir.
Útför Guðmundar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 10.
október 2019, klukkan 13.
mundar er Erna
Reynisdóttir, f. 3.
nóvember 1949.
Foreldrar Ernu
voru Bjargey Guð-
mundsdóttir, f. 1.
mars 1926, d. 28.
ágúst 2015, og
Reynir Guðmunds-
son, f. 14. nóvem-
ber 1918, d. 20.
janúar 1994.
Guðmundur gift-
ist eftirlifandi eiginkonu sinni
19. maí 1990, börn hennar eru:
1) Guðmundur Pálsson, f. 1970,
maki Sif Björk Hilmarsdóttir,
2) Linda Pálsdóttir, f. 1977,
maki Ólafur Helgi Þorgríms-
son, og 3) Hermann Örn Páls-
Flest okkar í klúbbnum
kynntust Guðmundi fyrir rúm-
um aldarfjórðungi, þegar mat-
arklúbburinn, sem við vorum
félagar í, var stofnaður. Við frá-
fall hans blasir það við að fund-
ir okkar verða til muna dauf-
legri.
Guðmundur hafði gaman af
að skemmta sér og var ávallt
hrókur alls fagnaðar. Hann
hafði fallega tenórrödd sem því
miður var ekki mikið notuð til
söngs. En þegar líða tók á fundi
okkar og búið var að smyrja
raddböndin vel með söngvatni
þótti honum fátt skemmtilegra
en að taka lagið og var þá með-
al annars uppáhaldslag hans,
Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur, sungið við raust og
röddin ekki spöruð.
En það var annað sem ein-
kenndi vin okkar ekki síður, en
það voru ákveðnar lífs- og
stjórnmálaskoðanir og dró hann
hvergi af sér í rökræðum. Hann
var rökfastur og fylginn sér og
varð ekki svo glatt undir í rök-
ræðum. En þótt hart væri tek-
ist á um málefni líðandi stundar
var alltaf stutt í brosið og hlát-
urinn.
Matarklúbbsfundirnir verða
dauflegri nú þegar aðstoðaryf-
irkokkurinn mætir ekki lengur.
Rökræður um stjórnmál verða
svipur hjá sjón, leggjast trúlega
bara af að mestu. Það mun
vanta tenórtóninn í sönginn,
sem verður kraftminni og ris-
lægri.
Við kveðjum kæran félaga og
vin með eftirsjá, en þökkum
jafnframt fyrir ótalmargar
gleði- og söngstundir í gegnum
árin, stundir sem við varðveit-
um í ómetanlegum sjóði minn-
inga.
Við biðjum þann sem öllu
ræður að styrkja Ernu, börnin,
tengdabörnin og barnabörnin.
Far þú í friði kæri vinur.
Fyrir hönd Matarklúbbs
Turnersamtakanna,
Guðmundur Sigþórsson.
Fallinn er frá Guðmundur
Ásgeirsson vinur minn eftir
stutta en hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm. Kynni okkar
Guðmundar hófust þegar hann
gekk til liðs við okkur félagana
í skátahreyfingunni sem ung-
lingur og hafa varað hnökra-
laust síðan.
Við vorum mjög samrýndir
nokkrir félagar í skátahreyfing-
unni á þeim árum og höfum
haldið félagsskapinn með því að
hittast og ferðast saman með
eiginkonum og það er margs að
minnast eftir öll þessi ár. Við
fórum alloft með fjölskyldur
okkar í Þjórsárdalinn þar sem
við tjölduðum og áttum saman
góðar stundir.
Ein ferðanna er mér sérlega
minnisstæð en þá sátum við öll
saman eftir kvöldgrillið í frá-
bæru veðri. Þegar flestum þótti
svo tími til kominn að ganga til
náða ákváðum við Guðmundur
að fara í göngutúr. Það var góð
ákvörðun hjá okkur, en við
gengum á fjöll á móti sólarupp-
rásinni og áttum saman góðar
stundir. Við skiluðum okkur svo
til baka um það leyti sem ferða-
félagarnir voru að vakna, sá
göngutúr gleymist ekki.
Nú á seinni árum hittumst
við frekar í heimahúsum eða í
sumarhúsum okkar. Við fórum
líka í ógleymanlega ferð til
Krítar á síðasta ári og alltaf
hefur verið glatt á hjalla, rifj-
aðar upp gamlar minningar og
mikið hlegið.
Samskipti okkar Guðmundar
jukust til mikilla muna þegar
fyrirtæki okkar leigðu saman
atvinnuhúsnæði undir rekstur-
inn, það voru mikil og góð sam-
skipti sem síðar þróuðust út í
að Guðmundur gerðist
verkstæðisformaður hjá mínu
fyrirtæki.
Það var mikið lán fyrir mig
að fá einn af mínum bestu vin-
um til að standa í og stjórna
þeirri erfiðu vinnu sem hann
gerði af sínum einstaka dugnaði
og ósérhlífni. Guðmundur aflaði
sér alls staðar virðingar og vin-
semdar með sinni prúðmann-
legu en samt rökföstu fram-
komu, jafnt hjá viðskiptavinum
og samstarfsmönnum, traustur
og góður drengur.
Í annað skipti á rúmu ári
missum við „Félagarnir“ sem
haldið höfum saman allt frá því
í skátahreyfingunni í gamla
daga, góðan vin úr okkar hópi
en Trausti Hallsteinsson lést á
síðasta ári, það er því stórt
skarð fyrir skildi hjá okkur en
auðvitað er missirinn mestur
og sárastur hjá fjölskyldum
þeirra.
Við Björk sendum Ernu og
börnum þeirra hjóna okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minning um góðan dreng lifir.
Eiður Haraldsson.
Góður vinur hefur kvatt
okkur „Félagana“ – samfylgd-
inni lokið i bili. Sorgin hefur
vitjað okkar en eftir sitja
minningar um góðan félaga og
vin. Kynni okkar og vinátta
hófust í skátastarfi fyrir hart-
nær 60 árum. Ferðalög og ská-
taútilegur mótuðu og hertu
vináttuna og á unglingsárun-
um stofnuðum við nokkrir fé-
lagar skátaflokk sem við köll-
uðum „Félagana“. Við
félagarnir höfum haldið hópinn
allar götur síðan. Nú hefur
verið höggvið skarð í raðir
okkar þar sem tveir af okkur
hafa fallið frá með stuttu milli-
bili. Þegar við félagarnir stofn-
uðum fjölskyldur héldum við
áfram að ferðast og eru fjöl-
skylduferðirnar inn í Þjórsár-
dal og í Borgarfjörðinn minn-
isstæðar. Ótrúlegt hvað
bílarnir máttu þola á þjóðveg-
um landsins á þessum árum,
en víða var farið og alltaf jafn
gaman, börnin rifja það upp
annað slagið. Alltaf var stutt í
glensið og gleðina hjá Mumma,
eins og hann var oftast kall-
aður.
Ekki þurfti mikið til að
Mummi tæki lagið, enda söng-
maður góður, sem kom sér vel
þegar átti að syngja minni
kvenna á þorrablótum okkar
félaganna.
Heimsóknir til Ernu og
Mumma voru alltaf jafn
ánægjulegar hvort sem var
heima eða í bústaðinn. Þessar
heimsóknir urðu tíðari hin
seinni ár – innlit í glæsilegan
sumarbústað Mumma og Ernu
var okkur hjónum alltaf til
gleði. Oft var rætt um það að
við félagarnir færum utan
saman.
Það var svo í september í
fyrra að hópurinn fór í sólina
til Krítar, sérlega skemmtileg
ferð sem átti að endurtaka eft-
ir tvö ár.
Við hjónin viljum þakka
Mumma fyrir samfylgdina og
vináttuna í gegnum árin og
vottum Ernu og fjölskyldu og
öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúð.
Kristján Örn og Þórunn.
Guðmundur
Ásgeirsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNA FRIÐRIKSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 6. október.
Útför hennar fer fram mánudaginn
14. október klukkan 11 frá Digraneskirkju.
Fjölskyldan
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
GUÐRÍÐUR HELGA MAGNÚSDÓTTIR,
Túngötu 36, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 8. október.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 16. október klukkan 13.
Þórir Ragnarsson
Sigurður Thoroddsen
Ingibjörg Þórisdóttir Guðmundur Möller
Ragnar Þórisson
Jósef Magnússon
Jakob H. Magnússon Valgerður Jóhannsdóttir
og barnabörn
Okkar ástkæra
ERLA ÁRMANNSDÓTTIR
frá Tindum
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold 3. október.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju
föstudaginn 18. október klukkan 13.
Innilegar þakkir til starfsfólks Ísafoldar fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Randver Ármannsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GARÐAR SIGURÐSSON
vélvirkjameistari,
Herjólfsgötu 32,
áður Köldukinn 26, Hafnarfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans 7. október.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
18. október klukkan 13.
Erla Elísabet Jónatansdóttir
Jónatan, Jenný, Erla Björg
Hrafnhildur, Kristín og Drífa Garðarsbörn
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn