Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 55

Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 55 Atvinnuauglýsingar 569 1100 Forsætisráðuneytið auglýsir embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika laust til umsóknar Forsætisráðherra skipar varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 4. gr. og ákvæði til bráðabirgða I, í lögum nr. 92/2019, um Seðlabanka Íslands, sbr. 7. gr. laga nr. 117/2019. Aðeins er hægt að skipa sama einstakling varaseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi auk þess að uppfylla önnur skilyrði samkvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 92/2019 og 6. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Að auki verða eftirfarandi hæfnisviðmið lögð til grundvallar: • Þekking á helstu viðfangsefnum á sviði fjármálastöðugleika • Þekking á laga- og regluumhverfi á sviði fjármálastöðugleika • Færni til að tjá sig skipulega í ræðu og riti bæði á íslensku og ensku • Reynsla af alþjóðlegu samstarfi • Reynsla af stjórnun og hæfileikar á því sviði • Hæfni í mannlegum samskiptum Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu. Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvæðum laga um launa- og starfskjör varaseðlabankastjóra, sbr. 5. gr. laga nr. 92/2019. Fjármála- og efnahagsráðherra mun skipa þriggja manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. Verður einn nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2019. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Í forsætisráðuneytinu, 3. október 2019 Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs Starfssvið er í samræmi við skipurit sveitarfélag- sins en undir forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs heyra m.a. þessi verkefni: • Rekstur þjónustumiðstöðvar • Umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitar- félagsins • Almenn umsjón með fasteignum sveitarfélagsins • Umsjón með fráveitukerfum og ýmsum hreinlætis- og umhverfismálum • Umsjón með rekstri sameiginlegra verkefna sbr. þjónustusamninga um vatnsveitu og fasteignir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun ákjósanleg • Þekking og reynsla af rekstri, verkstjórn og áætlanagerð skilyrði • Þekking og reynsla af framkvæmda- og þjónustuverkefnum á vegum sveitarfélaga kostur • Þekking og reynsla í verkefna- og mannauðsstjórnun kostur • Góð þekking á upplýsingatækni og fjárhagsbókhaldi • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofununum en skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Hjá þjónustumiðstöð starfa að jafnaði 6-8 manns auk sumarstarfsfólks og vinnuskóla. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Umsókn skal senda með rafrænum hætti á agust@ry.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri (agust@ry.is - 488 7000). Rangárþing ytra óskar eftir að ráða forstöðumann eigna- og framkvæmdasviðs. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Reiknað er með að ráða í starfið frá og með 1. janúar 2020. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.