Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 73

Morgunblaðið - 10.10.2019, Síða 73
MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Ginger, Turmeric & Bromelain Mögnuð blanda sem byggð er á árþúsunda gömlum austurlenskum lækningahefðum og reynist oft vel gegn: n bólgum í liðum sem og annars staðar í líkamanum n slæmu blóðflæði n meltingarvanda Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Engifer- og túrmerikrótin eru náskyldar og eru þessar rætur einna best þekktar fyrir bólgueyðandi eiginlega sína og að geta aukið blóðflæði. Þær geta því haft áhrif á ýmiskonar kvilla og svo er engiferrótin einnig vatnslosandi og getur því dregið úr bjúgsöfnun. Bromelain er ensím unnið úr ananasplöntunni sem getur verið gott fyrir meltinguna og margt bendir til þess að það reynist hjálplegt gegn nefslímubólgu. Icelandair og tónlistarfyrirtækið AWAL hafa tekið höndum saman til að styðja við norræna, þ. á m. ís- lenska, og breska tónlistarmenn á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni í ár. AWAL er í tilkynningu sagt hafa umbreytt tónlistargeiranum frá því það var keypt af Kobalt árið 2011 en Kobalt er einn helsti tón- listarforleggjari (e. publishing company) Evrópu og á þess snærum eru listamenn á borð við Massive Attack, Sonic Youth, Ellie Goulding, Paul McCartney o.fl. AWAL leyfir tónlistarmönnum að halda eftir stærri eignarhluta í verkum sínum og starfar fyrirtækið með listamönnum á borð við Die Antwoord, Nick Cave and the Bad Seeds, Thom Yorke og Bruno Mars. Samstarfið á Airwaves mun snúast um sérstaka sýningartónleika í Iðnó 8. nóvember sem bera titilinn A world artists love. Á þeim koma fram Millie Turner frá Bretlandi, Yaeger frá Svíþjóð, íslenska hljóm- sveitin Warmland og rapptvíeykið JóiPé og Króli ásamt fleirum, Warmland (IS), Jóipé x Króli (IS) og fleiri. Bresk Millie Turner verður á Airwaves. Icelandair og AWAL í Airwaves-samstarf Sirrý Arnardóttir flytur erindi á höfundakvöldi aðalsafns Bóka- safns Kópavogs í dag kl. 16.30. Sirrý er rithöfundur, stjórn- endaþjálfari og kennari við Há- skólann á Bifröst og mun segja frá viðtalsbók sinni Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný. Bókin er unnin í samstarfi við VIRK og sýnir ólíkar ástæður og birtingarmyndir kulnunar og ör- mögnunar margra íslenskra kvenna nútímans og leiðir sem virkað hafa fyrir þær til að öðlast starfsgleði og gott líf aftur, eins og því er lýst í tilkynningu. Morgunblaðið/Eggert Erindi Sirrý Arnardóttir segir frá bók sinni. Sirrý segir frá viðtalsbók sinni Veröld gefur út bækur úr ýmsum áttum fyrir jólin, ævisögur, þjóð- legan fróðleik, fagurbókmenntir og skondnar smásögur. Í skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Innflytjandanum, segir frá því er innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köld- um febrúardegi. Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkr- inu, snjónum og ófærðinni. Hildur Haraldsdóttir sem búið hefur í New York um árabil kemur til Ís- lands með jarðneskar leifar vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk. Hún hefur þýtt Kóraninn á ís- lensku og leitar lögreglan ráða hjá henni í tengslum við lát innflytj- andans. Sjálf á hún undir högg að sækja vestan hafs og sogast nú að auki inn í íslenskt skammdegi. Úlfar Þormóðsson sendir frá sér skáldsögu er hann nefnir Hugvill- ing. Í bókinni er rithöfundur að skrifa um trú og vantrú og furð- urnar í lífi sínu þegar einkennileg skilaboð birtast á tölvuskjánum hans og farsíminn fer að haga sér undarlega. Skilaboðin eiga rætur sínar að rekja til háttsetts emb- ættismanns er býr yfir upplýsing- um um myrkraverk sem verið er að fremja innan stjórnkerfisins. Hann vill fá rithöfundinn til að rannsaka málið og gera það opin- bert. Í Þögn Yrsu Sigurðardóttur hverfur hvítvoðungur, sem fæddur var af íslenskri staðgöngumóður, úr barnavagni í Reykjavík. Ellefu árum síðar deyr stúlka úr misling- um og faðirinn vill jafna sakir við þann sem smitaði dótturina. Og kona finnst látin í yfirgefinni bif- reið. Lögreglumaðurinn Huldar og Freyja sálfræðingur takast hér á við snúið mál þar sem ekkert er sem sýnist og yfir og allt um kring er þögn sem enginn vill rjúfa. Ragnar Jónasson sendir einnig frá sér glæpasögu fyrir jólin. Sú heitir Hvítidauði og hefst þar sem tveir starfsmenn á berklahæli rétt utan við Akureyri deyja árið 1983 og ljóst að andlát þeirra bar ekki að með eðlilegum hætti. Ungur af- brotafræðingur vinnur að lokarit- gerð um þetta undarlega mál árið 2012 og kemur þá ýmislegt óvænt í ljós. Samhliða rannsókninni þarf hann að takast á við erfiðleika í einkalífi sínu – erfiðleika sem þola illa dagsins ljós. Þriðja glæpasaga Veraldar fyrir jólin er Stelpur sem ljúga eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Einstæð móðir hverfur af heimili sínu en skilur eftir miða með skilaboðum á eldhúsborðinu. Þegar illa farið lík finnst í Grábrókarhrauni sjö mán- uðum síðar standa lögreglukonan Elma og samstarfsmenn hennar frammi fyrir flókinni morðgátu. Fimmtán árum fyrr liggur nýbök- uð móðir á fæðingardeild og hefur óbeit á barninu sem liggur við hlið hennar. Eva hlaut spennusagna- verðlaunin Svartfuglinn fyrir fyrstu bók sína. Smásagnasafnið Tími til að tengja eftir Bjarna Hafþór Helga- son svarar ýmsum spurningum sem kvikna fyrir jólin eins og: Ef litlu jól er réttnefni, hversu lítil eru þau þá í raun og veru? Hvernig sigrar maður nágranna í jólaskreytingum? Hefur Andrés ekkert annað fram að færa en að vera utan gátta? Hvernig stendur á því að Adam Freyr og Mjallhvít Ósk eignuðust sjö dvergvaxna syni? Tvær ævisögur koma út hjá Veröld fyrir jólin. Í Skuggasól segir Björg Guðrún Gísladóttir sögu sína frá því hún var villuráf- andi í myrkri unglingsáranna með brotna sjálfsmynd, áföll bernsku- áranna í farteskinu og vissi ekki hvert hún átti að halda í lífinu. Leið Bjargar frá stefnulausri ung- lingsstelpu yfir í stolta, þroskaða konu sem er sátt við sjálfa sig og fortíðina var langt frá því þrauta- laus. Björg Guðrún Gísladóttir vakti athygli fyrir minningasögu sína Hljóðin í nóttinni um upp- vöxtinn í Höfðaborginni. Stöngin út, sem Magnús Guð- mundsson ritar, rekur ævintýra- legt líf Halldórs Einarssonar í Henson sem þjóðþekktur er sem knattspyrnumaður, íþróttafröm- uður og frumkvöðull. Hér lítur hann yfir litríkan feril sem ein- kennst hefur af miklum sveiflum og stórkostlegum ævintýrum í við- skiptum og knattspyrnu, hérlendis og erlendis. Persónugalleríið er litríkt. Hér stíga á svið kappar á borð við George Best, Rod Stew- art og Hermann Gunnarsson, sem var aldavinur Halldórs. Í febrúar árið 1925 gekk mikið óveður yfir Ísland, það mesta frá upphafi mælinga. Þök fuku, hlutar rifnuðu af húsum og hurfu út í buskann. Fimm manns urðu úti í fárviðrinu. Áhrif hamfaranna urðu þó mest á sjó, nánar tiltekið á Halamiðum úti fyrir Vestfjörðum. Þar var fjöldi togara að veiðum og börðust áhafnir þeirra hetjulega við hamslaust óveðrið. Sum skip- anna náðu landi, önnur ekki, og alls drukknuðu 74 sjómenn. Í Halaveðrinu mikla fjallar Steinar J. Lúðvíksson um þetta mikla mannskaðaveður. Í Hlaupabók Arnars Péturs- sonar er að finna svör við öllum þeim spurningum sem koma upp hjá þeim sem stunda hlaup, byrj- endum jafnt sem lengra komnum. Arnar, sem er sjöfaldur Íslands- meistari í maraþoni, bendir á leið- ir til að tryggja að hlaupin veiti ánægju og hlauparinn bæti árang- ur sinn, auk þess að fara vel með líkamann. Að lokum má nefna bókina Þrettán eftir Friðrik Erlingsson sem er endurskoðuð útgáfa á skáldsögunni Góða ferð, Sveinn Ólafsson sem kom út árið 1998. arnim@mbl.is  Veröld gefur út bækur af ýmsum toga fyrir jólin Ragnar Jónasson Björg Guðrún Gísladóttir Yrsa Sigurðardóttir Halldór Einarsson Úlfar Þormóðsson Ólafur Jóhann Ólafsson Steinar J. Lúðvíksson Eva Björg Ægisdóttir Ævisögur, þjóðlegur fróð- leikur og morð á morð ofan A! Gjörningahátíð hefst í dag á Akureyri og stendur yfir til og með 13. október. Hún er fjögurra daga alþjóðleg og árleg gjörn- ingahátíð og er þetta í fimmta sinn sem hún er haldin og frítt inn á alli við- burði. A! er sam- vinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menn- ingarhússins Hofs, Leik- félags Akur- eyrar, LÓKAL – alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins og Heim – vídeólistahátíðar. Fjölbreyttir gjörningar og leik- hústengd verk verða á dagskrá A! og eru þátttakendur bæði ungir og upprennandi listamenn sem og reyndir og virtir gjörningalista- menn og leikhúsfólk. Listamennirnir sem eru með að þessu sinni eru þeir Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Dustin Harvey, Einkasafnið, Florence Lam, Har- aldur Jónsson, Íris Stefanía, hljóm- sveitin Eva, listahópurinn Kaktus, The Northern Assembly / Nord- ting, Rodney Dickson, Photo Stud- io »Schmidt & Li«, Snorri Ás- mundsson, Sunna Svavarsdóttir, Tales Frey og Tine Louise Kort- ermand / María. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Listasafnsins á Akur- eyri og á facebooksíðu hátíðar- innar. Á A! Ásdís Sif Gunnarsdóttir tekur þátt í gjörningalistahátíðinni A! á Akureyri. A! Gjörningahátíð hefst á Akureyri Haraldur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.