Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 10.10.2019, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 Stephen Hough, einn virtasti píanó- leikari samtímans, leikur á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld og verður beint streymi frá þeim á vef hljómsveitarinnar, sin- fonia.is. Hough hlaut MacArthur-verð- launin fyrstur klassískra tónlistar- manna og hefur hljóðritað yfir 50 geisladiska og hlotið átta Gramo- phone-verðlaun auk fjölmargra til- nefninga til Grammy-verðlauna, skv. tilkynningu. Hann mun nú leika á Íslandi í þriðja sinn en um fyrstu tónleika hans hér á landi sagði gagnrýnandi Morgunblaðsins að hann væri „einstakur píanóleik- ari með magnaðan áslátt, gríðar- lega öflugan en líka unaðslega mjúkan“. Hough mun leika píanókonsert nr. 2 eftir Brahms sem gerir miklar kröfur til píanóleikarans en er einn- ig þekktur fyrir fagran hægan kafla með sellói og píanói. Sjötta sinfónía Tsjajkovskíjs verður einnig flutt á tónleikunum. Hljómsveitarstjóri er hin suðurkóreska Han-Na Chang. Ljósmynd/Sim Canetty-Clarke Virtur Píanóleikarinn Stephen Hough. Hough leikur í kvöld með Sinfóníuhljómsveit Íslands Lunginn af útgáfu Bókaforlagsins Bjarts fyrir þessi jól er skáld- skapur, skáldsögur ráðsettra höf- unda og frumraunir í bland. Staða pundsins (sjálfsævisaga, þó ekki mín eigin) heitir skáldsaga Braga Ólafssonar og segir frá því er mæðginin Madda og Sigurvin, hálffertug ekkja og unglingur með nýtilkominn tónlistaráhuga, halda til Englands árið 1976 að heim- sækja gamlan vin látins eigin- manns Möddu og föður Sigurvins, mann sem býr á sveitabýli suður af London, með fólki á sama reki og hann; uppreisnargjörnu lista- fólki og stjórnleysingjum. Guðrún Eva Mínervudóttir sendir einnig frá sér skáldsögu og nefnir hana Aðferðir til að lifa af. Tilviljun leiðir saman ólíka sögu- menn skáldsögunnar: Borghildi, sem nýorðin er ekkja, tölvukarlinn Árna, sem þarf að takast á við of- fitu og hreyfingarleysi, hina ungu Hönnu, sem glímir við átröskun, og Aron Snæ, ellefu ára son ein- stæðrar móður. Fyrsta skáldsaga Halldórs Lax- ness Halldórssonar, Dóra DNA, heitir Kokkáll. Örn, sem er sætur og vinnur á auglýsingastofu, býður kærustunni sinni, Hrafnhildi, í helgarferð til Chicago að fagna óvænt batnandi skuldastöðu sinni. Þar verður á vegi þeirra hinn hör- undsdökki og stimamjúki Tyrone, og ekkert verður aftur samt. Þegar saman við blandast æsku- vinir Arnar, hin þroskahamlaða Andrea og þverhausinn Hallur, verður úr eldfimur kokkteill. Pedro Gunnlaugur Garcia send- ir einnig frá sér sína fyrstu skáld- sögu. Sú heitir Málleysingjarnir og gerist í tveimur löndum og á ýmsum tímum, í Rúmeníu og á Ís- landi. Í Rúmeníu 1989 er Mihail ellefu ára, einrænn rúmenskur piltur sem býr við þröngan kost í Búkarest þegar forsetahjónin eru tekin af lífi í þjóðfélagsbyltingu. Á Íslandi 2000 eru unglingarnir Bergþóra og Finnur samrýnd systkini þótt ólík séu, hún luraleg og félagsfælin en hann á hraðri leið í vaxandi klámfíkn. Heimili þeirra er í upplausn, foreldrarnir á barmi skilnaðar en leita leiða til að láta hlutina ganga upp. Saga Pedros hlaut Nýræktarstyrk Mið- stöðvar íslenskra bókmennta árið 2017 með afar lofsamlegri um- sögn. Urðarköttur er ný glæpasaga frá Ármanni Jakobssyni og hefur að aðalpersónum sama lögreglu- teymi og kom fyrir í bókinni Út- lagamorðunum. Í bókinni eru tvær konur myrtar í Reykjavík og ekki verður séð að nokkur tengsl séu á milli þeirra nema í gegnum hinn dularfulla urðarkött sem skrifar lögreglunni torræð bréf. Óskar Guðmundsson sendir einnig frá sér glæpasögu. Boðorð- in er þriðja bók hans þeirrar teg- undar og hefst á köldum vetrar- morgni árið 1995 þegar Anton, 19 ára piltur, hittir prest fyrir utan Glerárkirkju á Akureyri. Eftir það sást hann aldrei aftur. Tveimur áratugum síðar finnst prestur myrtur í kirkjunni á Grenivík. Þegar lögreglan fer að rannsaka málið kemst hún að því að djákna hefur verið ráðinn bani inni á Akureyri. Tvær bækur fyrir börn og ung- menni koma út á vegum Bjarts. Friðbergur forseti, eftir Árna Árnason, segir frá því er Frið- bergur forseti hefur náð völdum á Íslandi á vafasömum forsendum, búinn að reka sendiherra Banda- ríkjanna úr húsnæði sínu við Engjateig og hefur sjálfur komið sér þar fyrir. Systkinin Sóley og Ari og skólafélagar þeirra eru ekki sérlega upptekin af þessu en þegar vinum þeirra, Iman og Nabil, hefur verið vísað úr landi bara fyrir það eitt að vera útlend- ingar er þeim nóg boðið. Í bókinni Skuggahliðin jólanna rekja þau Eva María Jónsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir rætur nú- tíma jólahalds og þær verur í ís- lenskri þjóðtrú sem fóru á kreik til forna þegar myrkrið er mest: tröll, huldufólk, skessur, drauga, jólakött og jólasveina sem höfðu ekki alltaf gott í hyggju. Í bókinni er safn kvæða og sagna sem finn- ast hljóðritaðar í Stofnun Árna Magnússonar eftir nafngreindu fólki á liðinni öld. Teikningar í bókinni eru eftir Óskar Jónasson. Í greinasafni Huldars Breið- fjörð, Sólarhringli, skoðar hann samband Íslendingsins við heim- kynni sín. Hvernig er best að skafa af bílnum? Hvenær er óhætt að setja sumarblómin út? Er lífið kannski betra á Kanaríeyjum? Hversdagurinn, fornsögurnar, forsælubæir, reikular árstíðir og suðið á eyjunni bláu. Allt er þetta samfléttað daglegu lífi og minn- ingum Huldars. Einnig gefur Bjartur út ljóða- bók Eyrúnar Óskar Jónsdóttur, sem heitir Mamma, má ég segja þér?, og Glóðir, ljóðasafn Sigurðar Hansen. Væntanlegt er og heildarsafn kvæða Jóns Helgasonar: Úr land- suðri og fleiri kvæði, með formála eftir Bergsvein Birgisson. arnim@mbl.is Skáldsögur í bland  Obbinn af útgáfu Bjarts fyrir þessi jól er skáldsögur fyrir fólk á ýmsum aldri eftir nýliða og þrautreynda höfunda Guðrún Eva Mínervudóttir Halldór Laxness Halldórsson Pedro Gunnlaugur Garcia Bragi Ólafsson Eins og fólk er flest erönnur bók unga, írskahöfundarins Sally Rooney. Rétt eins og í fyrstu bók hennar, Okkar á milli, fá lesendur ótrúlega innsýn í margbreytileika mannlegra sam- skipta. Báðar bækur hennar hafa notið mikilla vinsælda í heimaland- inu, Bretlandi, og víðar og ekki að ástæðulausu. Það er eitthvað nýtt og for- vitnilegt við það hvernig Rooney fer að því að sýna fram á hversu tilfinn- ingalega varn- arlaus mann- skepnan getur verið. Í Eins og fólk er flest fylgjast lesendur fyrst með ung- lingunum Con- nell og Maríönnu og svo með unga, næstum því fullorðna fólkinu Con- nell og Maríönnu. Þvert á það sem titill bókarinnar gefur til kynna þá upplifa hvorki Maríanna né Con- nell sig eins og fólk er flest. Þeim finnst þau raunar ein í heiminum og að enginn skilji þau. Það mætti þó segja að þetta væri reyndar misskilningur flestra því sammann- leg reynsla af tilfinningum eins og einmanaleika, ást og vonleysi er víðtækari en margir gera sér grein fyrir. Eins og áður segir finnst Con- nell og Maríönnu báðum eins og enginn skilji þau. Það er allt þar til þau kynnast hvort öðru. Það er langt á milli sæta þeirra á vin- sældalista skólans og eins og flest- ir unglingar, sem halda að allt snú- ist um þau og að allir séu að hugsa um hvað þau eru að gera, í stað þess að vera bara að hugsa um sig sjálf, þá halda þau að um forboðna ást sé að ræða og fela hana fyrir öllum, eða það halda þau að minnsta kosti. Að menntaskóla loknum reyna Maríanna og Connell endurtekið að slíta sig í sundur en í mánaðanna og áranna rás liggja leiðir þeirra saman hvað eftir annað. Sjónar- hornið flakkar á milli þeirra og þannig fá lesendur innsýn í það hvað þau eru í raun bæði ráðalaus gagnvart þessari ógnarsterku tengingu sem er þeirra á milli. Sagan er í raun ljúfsár saga tveggja manneskja sem eiga órjúf- anlega og ógnarsterka tengingu og vita ekki hvort eða hvernig þær eiga að takast á við hana. Rooney á auðsjáanlega framtíðina fyrir sér í skrifum og á vonandi eftir að halda áfram að kafa djúpt ofan í mann- legt eðli með það að markmiði að sýna lesendum að þeir eru þrátt fyrir allt bara eins og fólk er flest. Rooney Á framtíðina fyrir sér. Sammannleg reynsla Skáldsaga Eins og fólk er flest bbbbn Eftir Sally Rooney Benedikt bókaútgáfa. 262 bls. kilja. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.