Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 62

Fréttir - Eyjafréttir - jul. 2019, Síða 62
62 Í þínu starfi hjá bænum, var eitthvað eftirminni- legra en annað? Það er óhætt að segja að mörg mál eru mér minnisstæð, enda kjörtímabilið nokkuð róstursamt, ef svo má að orði komast. Reyndar var það svo að ekki var hægt að mynda fleiri meirihluta, þar sem allir kostir höfðu verið reyndir. Sögulega séð nokkuð áhugaverð staða. Þegar árin liða og horft er í baksýnispegilinn má segja að það sem er eftirminnilegast er að allir sem komu að stjórnun sveitarfélagsins hafi í raun getað staðið uppréttir að því loknu. miklar breytingar á skipulagi Hvað fannst þér takast best á tímabilinu? Hér er nokkur mál sem ég vil nefna. Á þessum tíma voru gerðar miklar breytingar á skipulagi nefnda og stjórnunarformi bæjarfélagsins. Umdeilt nokkuð, en stendur að mestu enn. Haldin voru íbúaþing, þar sem reynt var að virkja sem flesta og var mjög áhugavert. Í dag er slíkt ekkert nýnæmi. Ekki má gleyma verkefninu Pompei norðursins sem tók sín fyrstu skref og endaði í frábæru safni sem allir geta verið stoltir af. Að auki ber að nefna að rekstrarlega séð, tekið tillit til þess umhverfis sem Vestmanna- eyjarbær og mörg önnur sveitarfélög voru í hafi tek- ist nokkuð vel til og grunnur byggður að sókn í þeim málum. Farið var í fjölmargar framkvæmdir sem of langt mál væri að rekja hér í þessu spjalli. stóra málið voru samgöngur Hvað var mest rædda málið manna á milli í þinni bæjarstjórnartíð? Skemmtileg spurning, en það á að koma fáum á óvart að stóra málið var að sjálfs- söguðu samgöngumálin og framtíðarfyrirkomulag þeirr, umræða sem varað hefur lengi og gerir enn. Vonandi eru samgöngumálin að komast í betri farveg enda skipta þau sköpum um þróun og fram- tíð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Gaman hefur verið að fylgjast með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs og þeirri flottu vinnu sem þar hef- ur átt sér stað undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar formanns Herjólfs ohf. frábært starfsfólk á öllum sviðum Eftirminnilegasta samstarfsfólkið og af hverju? Nú er það þannig að maður var svo lánsamur að fá að vinna með frábæru fólki sem lagði sig fram við að gera sitt besta með hagsmuni Vestmannaeyja að leiðarljósi. Það er erfitt og reyndar varla sann- gjarnt að nefna einn umfram annan, enda vann maður með frábæru starfsfólki á mörgum sviðum. Þó er það svo að mig langar að nefna einn aðila sem reyndist mér ákaflega vel og kom ávallt á óvart með sinni miklu þekkingu. Maðurinn er Áki Heinz Har- aldsson, þekking hans á íbúum Eyjanna og sögunni er með ólíkindum. Í hvert skipti sem ég leitaði til hans fékk maður hafsjó af fróðleik og oft á tíðum langt umfram fyrirspurn. Til gamans má geta þess að sagnfræðiáhugi minn er alfarið Áka að þakka, reikna þó ekki með að maður verði meira en hálf- drættingur á við karlinn þegar fram líða stundir. Að lokum langar mig að koma á framfæri bestu kveðjum og velfarnaðaróskum til Eyjamanna allra. Bergur Elías Ágústsson fæddur í Vestmannaeyjum á því herr- ans ári 1963 eins og hann orðar það sjálfur. Hann er alinn upp á Illugagötunni og lék sér í fótbolta í Brimhólalaut alla daga, eftir gos tók Íþróttahúsið við. Bergur var bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum á árunum 2003 til 2006 og flutti héðan þegar hann lét af störfum og starfaði sem bæjarstjóri Norðurþings í átta ár. Í dag starfar Bergur sjálfstætt við ýmis rekstrartengd verk- efni fyrir innlenda og erlenda aðila. Bergur er kvæntur Bryndísi Sigurðardóttir. „Saman eigum við eitt handboltalið af börnum sem vegnar vel. Kona mín sem er mikill bókaormur sér um bókasöfn Norðurþings þ.e. Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn.“ 2003 allir stóðu upprÉttir Í lokin Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri 2003-2006 SArA SJöFn GrEttISDÓttIr sarasjofn@eyjafrettir.is Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 2003-2006

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.