Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 8
8 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Íbúar á hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál, mat einkenna og meðferðarmöguleikar neita umönnun eða þjónustu og getur slíkt reynst aðstand- endum og umönnunaraðilum erfitt (Starkstein o.fl., 2007). Hömluleysi sem hluti af innsæisleysi er ekki eins algengt en kemur fyrir hjá 5-15% einstaklinga með heilabilun og eykst þegar líður á sjúkdómsferlið (Aalten o.fl., (2005). Hömluleysi getur birst á margvíslega vegu, svo sem að klæða sig úr á almannafæri, óstjórnlegur hlátur og óviðeig- andi kynferðislegar athafnir. Meðferð við hegðunarvanda Óuppfylltar þarfir Vísindamenn hafa á síðustu árum komist að þeirri niðurstöðu að orsakir atferlis- og taugasálfræðieinkenna eru ekki eingöngu tilkomnar vegna breytinga á starfsemi miðtauga-kerfisins heldur má rekja einkennin til sam- verkandi líffræðilegra og sálfélagslegra þátta (Kales o.fl., 2015). Árið 1996 var hjúkrunarkenningin The Need driven Dementia compromised Behavior model (NDB) sett fram en höfundar hennar voru þeir Algase, Beck, Kolanowski, Whall, Berent, Richard og Beattie (1996). Samkvæmt þeirra skilgreiningu er hegðunarvandi ákveðin hegðun sem einstaklingur með heilabilun sýnir þegar líkamlegum, andlegum, félagslegum eða tilfinningalegum þörfum hans er ekki fullnægt. Hegðunarvandann sýnir hann vegna tjáningarörðugleika sem oft eru mjög miklir á seinni stigum sjúkdómsins (Algase o.fl., 1996; Dettmore o.fl., 2009; Lemay og Landreville, 2010). Samkvæmt skilgreiningu Algase o.fl. (1996) geta ákveðnir bakgrunns- þættir (background factors) aukið líkur og aukið hættu á hegðunarvanda hjá einstaklingum á hjúkrunarheimilum. Þessir þættir geta verið m.a. vitsmunaskerðing, kvíði eða líkamlegir sjúkdómar, eins og gigt, krabbamein og hjarta- sjúkdómar, og persónuleiki einstaklingsins. Síðan greina höfundar frá ákveðnum innri þáttum (proximal factors) en það er líffræðilegt og félagslegt umhverfi einstaklingsins og þær aðstæður sem skapast hjá honum. Þessir þættir eru breytilegir og hægt er að hafa áhrif á þá með ýmsum hætti en þeir geta verið verkir, ýmiss konar líkamlegar þarfir eins og þörf fyrir næringu, samskipti, hita, svefn, hreyfingu og einnig þörf fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni. Samkvæmt þeirra kenningu eru meiri líkur á hegðunarvanda ef einstaklingurinn fær ekki fullnægjandi aðstoð sem veitt er af virðingu, þekkingu og fagmennsku við athafnir daglegs lífs (Algase o.fl., 1996; Dettmore, o.fl., 2009). Virkni Rannsóknir hafa leitt í ljós að ýmiss konar meðferð án lyfja hefur reynst árangursrík til að draga úr vits- munalegri og líkamlegri hnignun og bæta líf einstaklinga með heilabilun. Virkni og dægrastytting getur fallið undir slíka meðferð og er mikilvægur þáttur í að uppfylla þarfir aldraðra á hjúkrunarheimilum (Dagmar Huld Matthíasdóttir o.fl., 2009). Rannsóknir benda hins vegar til að einstaklingar á hjúkrunarheimilum séu oft óvirkir og einmana og eyði miklum tíma í að sofa og bíða. Einnig er sú dægrastytting, sem í boði er á hjúkrunarheimilum, oftast miðuð við stóra hópa fremur en að taka tillit til einstaklingsbundinna þarfa íbúanna. Skortur á örvun og virkni getur valdið einangrun, versnandi vitsmunagetu og minni sjálfsbjargargetu auk þess að vera jafnframt tengd hegðunarvanda, svo sem árásargirni, óróleika, þunglyndi og sinnuleysi (Scherder o.fl., 2010). Auk þess hafa rann- sóknir sýnt að aukin virkni og afþreying getur dregið úr hegðunarvanda, aukið jákvæðar tilfinningar hjá einstak- lingnum og aukið lífsgæðin (Scherder o.fl., 2010). Hreyfing Líkamleg hnignun er hraðari meðal einstaklinga með heilabilun en meðal annarra íbúa hjúkrunarheimila auk þess sem byltuhætta er meiri. Því er mikilvægt að hjúkrun- arfræðingar kenni umönnunaraðilum og aðstandendum aðferðir sem hvetja til daglegrar hreyfingar. Slík aðstoð og stuðningur skapar aðstæður til jákvæðra og uppbyggilegra samskipta milli skjólstæðings og umönnunaraðila og dregur úr hegðuanrvanda (Teri o.fl., 2003). Verkir Erfitt getur verið að greina verki hjá einstaklingum sem þjást af heilabilunarsjúkdómum. Hróp, köll, að neita umönnun, árásargirni, óróleiki og ráf eru oft einkenni sem geta bent til verkja hjá einstaklingum með heilabilun. Þessi einkenni eru oft ekki greind sem einkenni um verki hjá öldruðum heldur frekar sem einkenni um versnandi sjúkdóm (Ahn og Horgas, 2013). Verkir hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklingsins, geta valdið þunglyndi og tilfinningalegu álagi og slíkt leiðir oft til mikils álags fyrir aðstandendur, sjúkrahúsvistar og versnandi heilsufars (Tosato o.fl., 2012). Þrátt fyrir þessa staðreynd eru verkir oft ómeðhöndlaðir hjá öldruðum einstaklingum og sér- staklega hjá einstaklingum á hjúkrunarheimilum. Nýleg rannsókn Cohen-Mansfield o.fl. (2012) leiddi í ljós meðal annars að atferli, sem bendir til verkja, er vangreint hjá einstaklingum með heilabilun og þess vegna er líklegra að einstaklingar með atferlis- og taugasálfræðieinkenni fái geðdeyfðarlyf í stað fullnægjandi verkjalyfjameðferðar. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að geðdeyfðarlyf geta haft ýmiss konar aukaverkanir, svo sem aukið líkur á ótímabæru andláti og heilablóðfalli (Cohen-Mansfield o.fl., 2012). Hins vegar hefur verkjalyfjameðferð ásamt því að leggja áherslu á að uppylla þarfir einstaklinganna og nota óhefðfundna verkjameðferð til viðbótar gefið góða raun (Kovach o.fl., (2006). Áhrif umhverfis Einstaklingar með heilabilun eru sérstaklega viðkvæmir fyrir umhverfi sem er þeim framandi og ókunnugt og oft ófærir um að öðlast nýja þekkingu eða tileinka sér nýjar aðferðir. Hins vegar vekur kunnulegt umhverfi, tónlist og ákveðinn hlutur eða lykt oft upp góðar minningar hjá þessu fólki og stuðlar að vellíðan (Gerdner, 2005). Samkvæmt Progressive Lowered Stress Threshold (PLST) kenningunni er hegðunarvandi afleiðing streitu í umhverfi einstaklingsins eða breytinga á líkamsstarfsemi hans. Kenningin skilgreinir hegðunarvanda og önnur atferlis- og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.