Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 11
11 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA EINSTAKLINGAR, SEM eru 67 ára og eldri, eru fjölmennur hópur sem á eftir stækka enn meira á komandi árum sam- kvæmt mannfjöldaspám Hagstofunnar. Hann er þó langt frá því að vera einsleitur og þeim sem honum tilheyra jafn ólíkir og þeir eru margir enda fer hver og einn í gegnum lífið á sínum forsendum og skapar sér sína lífssögu (Sigurveig H. Sigurðardóttir, 2006). Með hækkandi aldri aukast líkur á að fólk fái heilabilunarsjúkdóm af einhverri gerð. Heilabilun er hrörnunarsjúkdómur í heila sem veldur vitrænni skerðingu sem getur einkennst af minnis- skerðingu (Alzheimer’s Association, 2016). Á byrjunarstigi sjúkdómsins skerðist færni í flóknari athöfnum lífsins, eins og umsýsla um fjármál og að rata á ókunnugum stöðum. Á síðari stigum sjúkdómsins minnkar færni í öllum frumathöfnum daglegs lífs, eins og að snyrta sig, matast og klæðast. Geðræn einkenni eru í flestum tilfellum fylgifiskur heilabilunar og er talið að um 90% fólks fái þau einhvern tímann í sjúkdómsferlinu. Fyrstu geðrænu einkennin, sem oft koma fram eru þunglyndi, kvíði, ranghugmyndir, ofskynjanir og svefntruflanir. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist fer iðulega að bera á hegðunartruflunum, svo sem rápi og ráfi, óróleika, óp og köll, áreitni, reiði, árásargirni og ósæmilegri hegðun (Cerejeira o.fl., 2012; Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, 2016). Þar sem tjáningarhæfni og almennur málskilningur hjá þessum hópi aldraðra skerðist oft mikið er mikilvægt fyrir umönnunaraðila að vera vel undir það búnir að sinna þeim og þar er aðalatriðið að þekkja forsögu einstaklingsins og hans persónueinkenni. Þegar sjúkdómurinn ágerist þarf einstaklingurinn aðstoð umönnunaraðila til að halda í það sem er honum kunnug- legt svo honum finnist hann öruggur (Edvardson o.fl., 2008). Jafnframt er mikilvægt að litið sé til manneskjunnar sjálfrar í allri umönnuninni, tilfinninga hennar og forsögu en ekki bara sjúkdómsgreiningarinnar sem slíkrar eða eins og það er orðað í hinu kunna ljóði: „Komið nær og lítið á mig,“ eftir hjúkrunarfræðinginn Phyllis McCormack sem fjallar um umönnunina út frá sjónarhóli aldraðrar konu (Bornat, 2005). Hvað er heilabilun? Heilabilun er yfirhugtak yfir ástand sem getur haft ólíkan uppruna og orsakir en einkennist af afturför á vitrænni getu. Hér á eftir verður fjallað um fjóra helstu sjúkdóma sem falla undir hugtakið heilabilun en þeir eru Alzheimers- sjúkdómur, æðavitglöp, Lewy-sjúkdómur og framheilabilun. Sameiginlegt einkenni allra þessara sjúkdóma er skerðing á minni og öðrum vitrænum sviðum, fólk á erfitt með að læra og muna nýja hluti en gamlar minningar tapast ekki fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins (Tabloski, 2014). Heilabilun getur einnig verið af blandaðri gerð (Tabloski, 2014). Til að einstaklingurinn fái sem besta hjúkrun er mikilvægt að umönnunaraðilar þekki einkenni og meingerð mismunandi sjúkdómsgreininga heilabilunar því framgangur sjúkdóms og breytingar á vitrænni getu eru svolítið mismunandi eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Meðalævilengd fólks eftir að vart verður við fyrstu einkenni eru 5-9 ár og fer það einkum eftir aldri, kyni og sjúkdómsbyrði viðkomandi (Alzheimer’s Association, 2016). Heilbilun er algengari meðla kvenna en karla, á Íslandi er áætlað að rúmlega 1600 konur og ríflega 1200 karlar séu með greininguna heilabilun af einhverju tagi og í allri Evrópu eru þetta um 6 milljón manns (Alzheimer Europe, 2006). Alzheimers-sjúkdómurinn Alzheimers-sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar eða um 60-80% af öllum greiningum. Ekki er vitað fyrir víst hvað veldur honum en talið er að um samspil erfða, lífsstíls og umhverfisþátta sé að ræða (Alzheimer’s Association, 2016). Sjúkdómurinn er nefndur eftir lækninum Alois Alzheimer sem lýsti honum fyrst árið 1906 hjá 55 ára konu. Meingerð sjúkdómsins er alhliða tap taugafrumna og taugamóta, heilarýrnun og hrörnun í frumubyggingu sem sést við smásjárskoðun. Þekktustu meinafræðilegu einkennin eru skemmdar taugafrumur og samflæktir taugaþræðir (Tabloski, 2014). Í upphafi sjúk- dómsins á fólk erfitt með að muna nöfn og nýlega atburði en eftir því sem á líður koma fram fleiri einkenni eins og „KOMIÐ NÆR OG LÍTIÐ Á MIG“: HJÚKRUN FÓLKS MEÐ HEILABILUN OG HEGÐUNARTRUFLANIR Kristbjörg Sóley Hauksdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.