Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 47
47 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Hvernig er hægt að koma í veg fyrir byltur hjá öldruðum? inntaka D-vítamíns getur dregið úr byltum hjá einstakling- um sem eru með D-vítamínskort (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011). Fjöllyfjanotkun er vandamál hjá öldruðum og hefur reynst auka á byltuhættu (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011; Karlsson o.fl., 2013). Fara þarf reglulega yfir lyfjanotkun einstaklinga og fylgjast með einstaklingum sem taka inn mörg lyf og skoða hvort lyfin hafi áhrif á byltuhættu (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011; Landspítali, 2007). Sérstaklega er lögð áhersla á að meta hættu tengda réttstöðublóðþrýstingsfalli (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011). Ekki hefur tekist að staðfesta árangur inngripa til að koma í veg fyrir byltur hjá öldruðum einstaklingum með skerta vitræna getu (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011) en ráðlagt er að gera mat á einkennum um óráð hjá fjölveikum öldruðum (Sharma, 2016). Inngrip sem hafa áhrif á ytri þætti Ytri þættir eru þættir sem lúta að umhverfi sjúklings. Dæmi um inngrip, sem byggjast á fjölþáttameðferð er lúta að umhverfi á heilbrigðistofnunum, eru IRIS, LAMP, Catch A Falling Star, SAFE og Ryby Slipper meðferðaráætlun. Öll byggjast þau á því að setja merkingar hjá þeim sjúklingum sem eru í byltuhættu, hvort sem það er með armbandi, við rúm sjúklings, á hurð eða í möppu sjúklings. Notkun á byltusokkum er einnig árangursrík meðferð til að auka árvekni heilbrigðistarfsfólks fyrir byltuhættu viðkomandi sjúklings (Touhy og Jett, 2014). Aðrar rannsóknir hafa sýnt að slík inngrip dugi ekki til og að mikilvægt sé að efla betur ábyrgð hjúkrunarfræðinga til ígrundunar á mati á hverri byltu og að deila þeirri reynslu með starfsmönnum, t.d. með tölvupósti. Sérstaklega hefur verið sýnt fram á árangur að setja fram fyrirbyggjandi leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að salernisferðum (Hoke og Guarracino, 2016). Þverfagleg fræðsla fyrir starfsmenn er einnig talin vænleg til árangurs í byltuvörnum (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011). Forvarnir, sem snúa að umhverfinu, eru mikilvægur þáttur í byltuvörnum á heimilum. Mikill hluti beinbrota vegna bylta hjá öldruðum búsettum heima gerist innan- dyra og því mikilvægt að skoða áhættuþætti á heimilum. Mikilvægi heimilisathugunar og breytingar, sem gerðar eru til að draga úr byltuhættu, ætti að kynna fyrir öldruðum og þá sérstaklega þeim sem eru í mikilli byltuhættu þar sem þessi íhlutun hefur reynst árangursrík (Panel on Prevention of Falls in Older Persons, 2011; Karlsson o.fl., 2013). Einnig þarf að huga að skóm og passa að þeir séu vel festir á fótinn og séu stamir. Yngri einstaklingar eru í meiri hættu að detta úti við og því mikilvægt að vera í viðeigandi skóm en þar hafa fleiri umhverfisþættir áhrif, svo sem hitastig, snjókoma og birta (Karlsson o.fl., 2013). Sálræn áhrif byltu Hræðsla við detta getur leitt til vítahrings endurtekinna bylta sem lýsir sér sem minnkuð virkni hjá einstaklingum vegna hræðslu við að falla aftur og afleiðingin verður að styrkleiki og hreyfifærni skerðist og það eykur líkur á frekari byltum (Touhy og Jett, 2014). Frekari byltur hafa einnig áhrif á aðstandendur þar sem þeir hafa oft miklar áhyggjur af ástvininum. Mikilvægt er að greina þetta ástand áður en skaðinn skeður. Eins og komið hefur fram geta lífsgæði aldraðra minnkað mikið við það að detta. Það er þó ekki óalgengt að aldraðir taki áhættu með því að biðja ekki um aðstoð og detta svo í kjölfarið (Haines o.fl., 2015). Ástæðan getur verið að þeir vilja ekki biðja um aðstoð, vilja vera sjálfstæðir, vanmeta getu sína eða vilja prófa getu sína og fara því sjálfir af stað. Það hefur einnig komið fram í rannsóknum að samskipta- vandi milli aldraðra og umönnunaraðila hefur áhrif eða að hjálp berst of seint (Haines o.fl., 2015). Helmingur þeirra sem detta vill ekki tala um atburðinn við umönnunaraðila eða heilbrigðisstarfsfólk (Kaminska o.fl., 2015). Í rannsókn Faes og félaga (2010) kom fram að aldraðir eru hræddir við frekari byltur og einnig finnst þeim óþægilegt ef þeir geta ekki útskýrt orsök byltunnar. Þar kom einnig fram að aldrað- ir sögðu ekki ástæðu til að hafa áhyggjur því það bætti ekki ástandið. Einn af þeim sem tók þátt í rannsókninni sagði þegar verið var að ræða við hann um áhrif bylta: „Sagt er að fólk venjist því að detta og ég venst því sennilega líka.“ Lokaorð Byltuvarnir eru eitt af stóru viðfangsefnunum innan hjúkrunar á næstu árum og mikilvægt er að innleiða gagnreyndar aðferðir til að fyrirbyggja alvarlegar afleiðing- ar af byltu hjá öldruðum. Ekki hefur verið staðfest nægjan- lega hvort sömu aðferðir henta á bráðasjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Því er mikil þörf á að gera fleiri meðferðarrannsóknir um hvaða aðferðir eru hentugastar m.t.t. aðstæðna og staðsetningar byltuatvika. Einnig hefur Healthy people 2020 (e.d.) lagt til að gerð verði úttekt á því hvort diplómahjúkrunarfræðingar eða sérfræðingar í hjúkrun geti komið inn sem málastjórar (e. case manager) fyrir aldraðra sem eru í byltuhættu. Afleiðingar bylta eru margvíslegar en sem betur fer eru áverkar af þeirra völdum í færri tilfellum alvarlegir. Frekari byltur eru síðan oft undanfari þess að aldraðir leggjast inn á sjúkrahús og við innlögn á sjúkrahús eykst byltuhættan. Hjúkrunarfræðingar þurfa að meta byltuhættu reglulega og fræða aldraða skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra um byltuvarnir. Þeir þurfa að sjá til þess að þeir hafi öruggan aðgang að þeirri hjálp sem þeir þurfa og að fylgst sé vel með þeim sem eru í byltuhættu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.