Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 60
60 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA Langvinn lungnateppa og aldraðir 2014). Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist fara einkenni eins og þyngsli fyrir brjósti, blámi á vörum og þreyta að gera vart við sig (American Thoracic Society [ATS], 2015). Mæði (dyspnea) er algengasta einkenni LLT, það einkenni veldur hvað mestri vanlíðan og skerðingu á lífsgæðum einstaklinga. Mæði er huglæg tilfinning og hefur verið skilgreind sem óþægileg skynjun eða tilfinning um aukna öndunarþörf eða óeðlilegt erfiði við öndun. Með framgangi sjúkdóms eykst mæðin og kemst á það stig að erfitt er fyrir einstaklinginn að sinna daglegum athöfnum. Kvíði og þunglyndi er algengur fylgifiskur LLT ásamt sektarkennd og söknuði vegna hluta sem einstaklingur gat áður gert. Hræðsla við andnauð og köfnunartilfinning leiðir til líkamlegra takmarkana og félagslegrar einangr- unar. Sjúklingurinn ræðir þessa líðan sína sjaldnast við heilbrigðisstarfsólk og túlkar einkenni sín oft sem eðlilegan hlut af sjúkdómi sínum. Á þetta sér í lagi við aldrað fólk með LLT. Því finnst að heilbrigðisstarfsólk leggi aðaláherslu á starfsgetu lungnanna og telur að lítið sé hægt að gera til að bæta líðan þess og virkni í daglegu lífi (Habraken o.fl., 2008). Meðferð þessara skjólstæðinga ætti fyrst og fremst að beinast að þeim einkennum sem þeir sjálfir telja vera mest hamlandi í daglegu lífi og veldur þeim mestri skerðingu og vanlíðan. Meðferðarúrræði Eins og áður hefur komið fram er langvinn lungnateppa ólæknandi en hana er hægt að fyrirbyggja og meðhöndla einkenni. Meðferð LLT felst fyrst og fremst í að bæta líðan einstaklingsins, hindra versnun sjúkdómsins og koma í veg fyrir ótímabæran dauða, (Tabloski, 2014). Það næst með því að draga úr áhættuþáttum á borð við reykingar og aðra mengunarvalda ásamt því að meðhöndla þau einkenni sem eru til staðar. Sýnt hefur verið fram á að meðferðarúrræði, sem lúta að heilbrigðum lífsstíl, reykleysi, hreyfingu, hollri næringu og réttri lyfjanotkun bæta líf og líðan þeirra sem eru með LLT (Verbrugge o.fl, 2013). Mikilvægt er að hafa einstaklinginn sjálfan og fjölskyldu hans með í ráðum varðandi meðferð. Fræðsla, stuðningur og eftirfylgni er því veigamikill þáttur í umönnun þessara skjólstæðinga. Nauðsynlegt er að viðhafa gagnkvæm samskipti þar sem einstaklingnum og fjölskyldu hans er sinnt á þeirra forsendum og virðing er borin fyrir upplifun þeirra og reynsluheimi. Sýnt hefur verið fram á að sérhæfð hjúkr- unarþjónusta, þar sem áhersla er lögð á samvinnu við einstaklinginn og samþættingu þjónustu, auka lífsgæði sjúklinga með LLT og fjölskyldna þeirra. Einkenni kvíða og þunglyndis minnkuðu, næringarástand batnaði og síðast en ekki síst dró úr einkennum versnunar og bráðainnlögn- um á sjúkrahús fækkaði (Ingadottir og Jonsdottir, 2010) Þeim sem fá fræðslu um sjúkdóm sinn og leiðir til að takast á við hann finnst þeir hafa betri stjórn á ástandi sínu (GOLD, 2015). Mikilvægt er að flýta sér hægt í allri umönnun, gefa sér tíma og nauðsynlegt getur verið að skipa verkefnum niður í minni einingar. Að forðast að sjúkdómurinn versni Versnun (exacerbation) langvinnrar lungnateppu hefur verið skilgreind sem versnun á öndunarfæraeinkennum sem kalla á breytingu á lyfjagjöf (GOLD, 2015). Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist aukast líkur á versnun og eru aldraðir í meiri hættu en þeir sem yngri eru. Versnun leiðir til meiri skerðingar á lungnastarfsemi og eykur líkur á öndunarbilun. Versnun getur því orðið lífshættulegt ástand sem getur leitt til dauða (Liao o.fl., 2015). Mikilvægt er því að þekkja einkenni versnunar til að bregðast fljótt við og minnka líkur á varanlegum skaða. Aukin slímframleiðsla og uppgangur eru oftast fyrstu merki versnunar. Uppgangur breytir um lit, verður gul- eða grænleitari og jafnvel blóðlitaður. Mæði og andþyngsli aukast, breyting verður á lífsmörkum og litarhætti einstaklingsins. Skerðing getur orðið á vitrænni starfsemi, pirringur og eirðarleysi aukast og það leiðir til aukinnar hættu á óráði (COPDFoundation, 2012). Veiru- eða bakteríusýkingar eru algengasta orsök þess að LLT versnar. Árleg inflúensubólusetning ásamt lungnabólgubólusetningu á 5 ára fresti er mikilvægur þáttur í forvörnum gegn versn- un. Góður handþvottur fyrirbyggir smit ásamt því að forðast þá sem eru veikir eða með kvef eða álíka einkenni (Tabloski, 2014). Rannsóknir hafa sýnt að slæm munnheilsa hefur áhrif á almenna heilsu. Bakteríur í munni komast auðveld- lega inn í blóðrás líkamans og hafa áhrif á önnur líffæri, þar á meðal lungun. Góð munnhreinsun er því mikilvæg í umönnun og til að forðast versnun. Lyfjanotkun hefur áhrif á munnheilsu og er sveppasýking í kjölfar notkunar innúðastera algeng. Til að komast hjá sveppaskýkingu er mikilvægt að skola munninn vel með vatni eftir að lyf hafa verið tekin inn. Aðrar aðferðir til að hindra sveppavöxt í munni eru að nota munnskol, sem inniheldur alkóhól, taka inn acidophilus-gerla eða borða jógurt (COPDFoundation, 2012). Öndunaræfingar Öndunaræfingar draga úr mæði og eru mikilvægur þáttur í umönnun einstaklinga með LLT. Æfingarnar bæta öndunina, það hægir á henni, hún verður dýpri og loftflæði um lungun batnar (Buckholz og von Gunten, 2009). Mælt er með þindaröndun og mótstöðuöndun (sjá töflu 2). Notkun hjálpartækja, eins og pep-flautu eða maska, getur TAFLA 2. Öndunaræfingar (COPDFoundation, 2012). Þindaröndun Mótstöðuöndun • Hafa góðan stuðning við bakið • Leggja aðra hönd á kvið og hina á brjóstkassa • Anda rólega inn um nefið, finna kvið lyftast • Brjóstkassi á að lyftast sem minnst • Anda rólega frá sér og finna kvið síga til baka. • Slaka á axlarvöðvum og hálsi • Anda rólega inn um nefið, telja 1, 2, 3 • Setja stút á varir • Anda rólega frá sér, telja upp að sex.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.