Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 68
FAGDEILD ÖLDRUNAR HJÚKRUNAR­ FRÆÐINGA – VERTU MEÐ ! • Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga var stofnuð 1994 og er ein fjölmennasta fagdeildin innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 180 félagsmenn. • Fagdeildin leggur áherslu á að öldruðum sé veitt hjúkrunarþjónusta sem byggir á gagnreyndri þekkingu og að stuðlað sé að virkri fræðslu og forvörnum. Auk þess sem hvatt er til stöðugra umbóta og gæðastjórnunar á öllum stigum öldrunarþjónustu. • Fagdeildin er vettvangur faglegrar umræðu meðal hjúkrunarfræðinga í öldrunarþjónustu um land allt og heldur meðal annars úti umræðusíðu á Facebook undir nafni fagdeildarinnar. Auk þess eru haldin málþing og ráðstefnur um fagleg málefni í öldrunarþjónustu einu sinni til tvisvar á ári. • Í stjórn fagdeildarinnar sitja 5 aðalmenn og 2 varamenn. Aðalfundur er haldinn árlega og er hvert kjörtímabil 2 ár. Allir meðlimir fagdeildarinnar eru kjörgengir og hafa kosningarétt á aðalfundi. • Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga er mikilvægur hlekkur í faglegri umgjörð öldrunarþjónustunnar þar sem saman eru komnir fjölmargir hjúkrunarfræðingar með mikla sérþekkingu í öldrunarhjúkrun. Hjúkrunarfræðingar sem starfa við öldrunarhjúkrun og aðrir áhugasamir hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þátttöku í deildinni. Skráning er á vef Fíh, hjukrun.is, undir flipanum Fagsvið

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.