Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef verið að halda tónleika mjög víða í gegnum árin í mörgum af þekktustu tónleikahúsum Evrópu og Ameríku, meðal annars í Kenn- edy Center í Washington, Wigmore Hall í London, Klettakirkjunni í Helsinki, Royal Concertgebow í Amsterdam og í einleikssal Carn- egie Hall. Þar hef ég blandað saman íslenskum og erlendum verkum í efnisskránni, m.a. lögum eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Tryggva M. Baldvinsson og svo hins vegar eftir Grieg, Sibelius, Schubert, Schu- mann, Liszt, Mussorgsky, Rach- maninoff og Tchaikovsky. Á nýja diskinum eru mörg þessara verka,“ segir Sigurður Bragason barítón, en hann sendi nýlega frá sér diskinn Litríkir ljóðasöngvar, þar sem hann syngur einsöng við undirleik Hjálms Sighvatssonar. „Við vildum hafa andrúmsloftið á diskinum svipað því sem er á tón- leikum og því tókum við Hjálmur þetta upp í stórum tónleikasal í Düsseldorf í Þýskalandi en í honum var frábær Stainway-flygill. Lögin syng ég öll á frummálunum, ís- lensku, ítölsku, rússnesku, þýsku og ensku, en í bókinni sem fylgir með diskinum eru allir textarnir þýddir yfir á íslensku og ensku,“ segir Sig- urður og bætir við að þetta sé sjötti geisladiskurinn sem hann sendir frá sér. Leitaði Hjálm uppi löngu síðar Sigurður segir að hann og Hjálm- ur píanóleikari hafi unnið saman í áratugi en Hjálmur hefur verið bú- settur í Köln í Þýskalandi undan- farin 40 ár. „Leiðir okkar lágu fyrst saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík þeg- ar við vorum nemendur þar. Hann var aðalmeðleikari minn á tón- leikum skólans. Ég flutti síðan til Ítalíu og hann til Þýskalands, en ég leitaði hann uppi löngu síðar árið 1991 í Þýskalandi og þá hófst okkar farsæla samstarf. Okkur var boðið að koma fram í Beethoven Haus í Bonn eftir að ég hafði verið með tónleika á Norðurlöndum þar sem ég fékk fína dóma sem opnuðu margar dyr. Samstarf okkar Hjálms byrjaði í framhaldi af þeim tón- leikum og við höfum komið víða fram saman í gegnum tíðina, en ég hef líka haft aðra íslenska undirleik- ara, Vovka Ashkenazy, Bjarna Þ. Jónatansson og Ólaf Elíasson, utan nokkurra erlendra svo sem Sebast- ianos Bruscos sem leikið hefur með mér víða á Ítalíu.“ Sigurður segir nýja diskinn bæði gefinn út á Íslandi og í Þýskalandi, því þýskt fyrirtæki sjái um útgáf- una. „Okkur Hjálmi hefur verið boð- ið að vera með tónleika í tilefni af útgáfunni í Stuttgart og Bonn. Mér finnst skemmtilegt að segja frá því að Andreas Loesch, sem var einn af yfirmönnum menningarráðs Bonn- borgar, sér um þessa tónleika okkar nú, en hann bauð okkur Hjálmi að koma fram á okkar fyrstu tónleikum í Beethoven Haus, þannig að veg- ferðin heldur áfram með honum. Andreas hefur auk þess boðið okkur í gegnum tíðina að koma fram á listahátíðum, t.d. í Bayreuth, og tón- leikaröðum í borgunum í Nord- rhein-Westfalen en upp úr því höf- um orðið góðir vinir. Hann er mikill áhugamaður um íslenska menningu og bauð mér t.d. að semja og syngja með Vladimir Ivanoff, stjórnanda hljómsveitarinnar „Saraband“, efn- isskrá tónleika sem helgaðir voru Tyrkjaráninu.“ Hefur unnið bæði með fullorðnum og börnum Sigurður er tónmenntakennari og söngvari að mennt. Hann kenndi við Söngskólann í Reykjavík frá 2000- 2012 og í Nýja tónlistarskólanum frá 1996. „Mér finnst mjög gefandi að miðla upprennandi fólki af reynslu minni. Mér finnst gaman að hafa undanfarin ár bæði unnið með full- orðnu fólki og börnum. Það er mikil breidd og fjölbreytni í því. Ég hef í raun stjórnað kórum í tugi ára. Nú stjórna ég Kammerkór Reykjavíkur og ég hef leitt þessa kóra saman á tónleikum, sem var mjög skemmti- legt,“ segir Sigurður sem hefur nóg að gera því hann var líka að gefa út nýja bók með lögum eftir sig, sem og þrjár aðrar bækur sem hafa að geyma þrjú stutt tónverk. Gefandi að miðla af reynslu sinni  Sigurður Bragason barítón sendi nýlega frá sér disk með íslenskum og erlendum verkum  Hann hefur stjórnað kórum í tugi ára og stjórnar nú Kammerkór Reykjavíkur Sigurður Honum og Hjálmi hefur verið boðið að vera með tónleika í tilefni af útgáfu disksins í Stuttgart og Bonn. Allt um sjávarútveg Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Gítarbanjó Fiðla 26.900 Rafmagnsfiðla 42.900 Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn Gítarinn ehf Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Sömgkerfi UkuleleKajun tromma í úrvali Jólagjafir Gítarmagnari fyrir rafmagnsgítara 12.900 Magnari fyrir kassagítar og míkrafón 24.900 Á dagskrá verða almenn aðalfundarstörf. Á fundinum flytur einnig erindi Steinar J. Lúðvíksson en hann hefur nýlega sent frá sér bókina Halaveðrið mikla sem fjallar um mannskæðar hamfarir sem gengu yfir Ísland í febrúar árið 1925. Bókin verður til sölu á fundinum. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta til fundarins en einnig verður hægt að skrá sig í félagið á fundinum. Stjórnin Minjar og saga Aðalfundur 2019 Boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 19. desember. Fundurinn hefst kl. 12:00 í fundarsal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.