Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Jólasveinninn verslar hjá okkur
Fyrirtæki og verslanir
www.danco.is
Heildsöludreifing
Rocket Dragon
FUNNY
POO-Snapper
SHRIEKING
MAD-Gúmmi
kjúklingur
Unicorn Spirit
Snákur
65 cm
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á
www.danco.is
CutieKins Handgel
SQUISHIMI Bangsi
Stessbolti
Monster
Street Machine Mótorhjól
Spikey Teddy með ljósi
Un corn ounc ng
Ball m/LjósiBINGO
Spil-POOP HOOP Game
Vasaljós m/
LED ljósum
Persónulegur ljóðheimurJónasar Reynis víkkar út íÞvottadegi og eiga aðdá-endur ljóðaþríleiks hans,
sem lýkur með bókinni, von á góðu.
Þríleikurinn hófst með Leiðarvísi
um þorp og bar önnur ljóðabók þrí-
leiksins titilinn
Stór olíuskip. Sú
bók hlaut Bók-
menntaverðlaun
Tómasar Guð-
mundssonar árið
2017 og var hún
sömuleiðis til-
nefnd til Maí-
stjörnunnar.
Ljóðin eru
byggð upp á æskuminningum ljóð-
mælanda sem leikur sér með minn-
ið og líkamleika borgarinnar þar
sem „ferðamenn eru blóðkorn“,
fólkinu líður eins og blóði og vega-
kerfið er blóðrásin „sem lokar það
inni í líkamanum“.
Í ljóðum Þvottadags birtist ein-
lægur sannleikur barnsins jafnt
sem fullorðna mannsins. Minnið
tengist fönninni og þvotti ljóðmæl-
andans.
Ég hreinsa snjóinn af hversdagslegum
atburðum jafnóðum
og fennir yfir þá, en oft þegar ég moka
af þeim finn ég af-
brigðileg afkvæmi minninga og drauma
Ljóðin eru langt frá því að vera
auðskiljanleg og er ýmislegt látið
ósagt. Ljóðin krefjast þess að les-
andinn sé virkur og leggi sig fram
um að skilja ljóðin með sínu nefi því
annars hafa þau takmarkaða þýð-
ingu.
Jónas hefur mikil völd yfir hinu
flókna tungumáli ljóðsins og það
sést bersýnilega í Þvottadegi. Ljóð-
in renna saman í eina, örlítið
sundurleita, heild og eiga í samtali
hvert við annað. Ljóðin eru ólík að
því leyti að sum þeirra eru persónu-
leg en önnur eru almenn.
Með þeirri aðferð sendir ljóðmæl-
andinn lesandann í ferðalag þar
sem hann lítur stundum á ljóðmæl-
andann utan frá en á öðrum stund-
um er lesandinn mættur inn í huga
ljóðmælandans. Lesandinn fær þá
að tylla sér á möndlu heilans og
hlusta eftir einstökum minningum
en einnig sammannlegum. Ferða-
lagið hleypir lífi í ljóðin en það get-
ur orðið ruglingslegt og lesandinn
átt erfitt með bröltið.
Sammannlegur og
persónulegur Jónas
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skáldið „Jónas hefur mikil völd yfir hinu flókna tungumáli ljóðsins.“
Ljóð
Þvottadagur
bbbbn
Eftir Jónas Reyni Gunnarsson.
Páskaeyjan, 2019. Kilja, 54 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Saknað: Íslensk mannshvörf heitir
bók eftir Bjarka H. Halldórsson
sem fjallar um mannshvörf á Ís-
landi í gegnum árin. Bjarki segir
áhuga sinn á mannshvörfum eiga
sér djúpar rætur, nefnir til að
mynda að frændi hans, Hannes
Pálsson, hafi horfið í Reykjavík á
stríðsárunum. „Þegar ég var tíu ára
gamall hurfu drengirnir tveir í
Keflavík, Júlíus Karlsson og Óskar
Halldórsson, og það var talað um
það í fréttunum að þetta væri mesta
leit sem gerð hefði verið síðan Geir-
finnur hvarf. Ég fór að spyrja for-
eldra mína um það hver þessi Geir-
finnur hefði verið og þá sagði
mamma mér það að hann hefði búið
í kjallaranum hjá afa í Keflavík og
þá kviknaði áhuginn. Svo hef ég
með tíð og tíma reynt að afla mér
fróðleiks um Geirfinns- og Guð-
mundarmálin eftir því sem færi
gafst.
Svo lenti ég í slysi í janúar 2017,
datt eftir dansleik sem ég var að
spila á á Tálknafirði, og varð að vera
í hjólastól um tíma. Þá sökkti ég
mér niður í þessi mál aftur, las allt
sem ég fann um Guðmundar- og
Geirfinnsmálin og fannst margt
mjög áhugavert í dómskjölunum
sem mér fannst ekki hafa komið
nógu vel fram. Ég fór að skrifa
þetta niður og tók fyrir fleiri
mannshvörf og opnaði svo síðu á
Facebook sem ég kallaði Íslensk
mannshvörf þar sem ég fjallaði um
Íslendinga og útlendinga sem horfið
hefðu á Íslandi og Íslendinga sem
horfið höfðu erlendis.
Fljótlega eftir að ég fór að birta
pistla á facebooksíðunni og á síð-
unni mannshvorf.com fór fólk að
skora á mig að gefa út út bók, sem
ég ætlaði alls ekki að gera en ákvað
svo að slá til, gat eiginlega ekki sagt
nei lengur. Það er búið að vera
miklu lengra og meira ferli að koma
saman þessari bók en ég gerði ráð
fyrir í upphafi, en það tókst á end-
anum.“
– Hvað hafðirðu í huga þegar þú
varst að velja í bókina?
„Það eru flestir í henni sem horfið
hafa frá 1920 til 2019 eftir því sem
ég best veit. Ég fór ekki í ítarlega
umfjöllun ef það voru meiri líkur en
minni á að viðkomandi hefði horfið
af einhvers konar slysförum og ekk-
ert dularfullt komið við sögu. Það
má þó eflaust finna einhverja vinkla
á þeim málum sem ég fór í ítarlega
umfjöllun á; að það hafi verið sjálfs-
víg eða slys. En svo reyndi ég að
finna einhver mál líka sem voru
áhugaverð en hafa ekki verið í kast-
ljósinu alla jafna. Ég fer varlega í
það sem flokkast sem sögusagnir af
tillitssemi við fólk en það sem hefur
komist í hámæli í fjölmiðlum kemur
fram í umfjölluninni og líka það sem
er úr opinberum skýrslum. Það er
þó ýmislegt sem ég hef fengið að
vita sem ég birti ekki af því það er
ekki opinbert og kannski bara þess
eðlis.“
– Eru einhver mál í bókinni sem
sækja sérstaklega á þig?
„Það er mismunandi eftir dögum,
en það eru fjögur mál sem eru mér
ofarlega í huga ef frá eru talin Guð-
mundar- og Geirfinnsmálin að
ógleymdum Hannesi frænda mín-
um. Það er hvarf Magnúsar Guð-
laugssonar 1953, hvarf Sverris
Kristinssonar 1972, hvarf Willys
Petersens, Færeyings sem hvarf í
september 1974, og svo hvarf Krist-
ins Ísfelds 1973. Það er líka eitt mál
frá 1946 sem er mér ofarlega í huga,
hvarf Árna Ólafssonar í desember
1946 á Akureyri. Það er svo margt í
því máli sem aldrei fengust svör við
en hefði þó mátt upplýsa á sínum
tíma. Það eru reyndar mörg mál
sem mér finnst að hefði mátt rann-
saka betur þegar þau komu upp og
að lögregla hafi ekki staðið sig vel.“
arnim@mbl.is
Dularfull mannshvörf
Tónlistarmaðurinn Bjarki H. Hall er áhugasamur um ís-
lensk mannshvörf Segir áhugann eiga sér djúpar rætur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dularfullt Bjarki H. Hall varð áhugasamur um mannshvörf sem barn.
Nokkur hundruð manns mótmæltu
í Stokkhólmi á þriðjudag þegar
Peter Handke tók við Nóbels-
verðlaunum í bókmenntum 2019.
Þeirra á meðal var sænski lækn-
irinn Christina Doctare sem hlaut,
ásamt fleirum, friðarverðlaun Nób-
els 1988 fyrir þátttöku sína í friðar-
gæslu Sameinuðu þjóðanna. Í
ávarpi sínu til viðstaddra tilkynnti
Doctare að hún myndi skila verð-
launum sínum í mótmælaskyni við
þá ákvörðun Sænsku akademíunn-
ar að verðlauna mann sem gert
hefði lítið úr stríðsglæpum sem
Bosníuserbar frömdu í stríðinu á
Balkanskaga á árunum 1992-95.
Fleiri sýndu ónægju sína í verki.
Þannig sniðgengu sendiherrar
Kósóvó, Albaníu, Króatíu og Tyrk-
lands í Svíþjóð verðlaunaafhend-
inguna í mótmælaskyni við valið á
Handke. Fjöldi nafntogaðra stríðs-
fréttaritara og rithöfunda hefur
einnig mótmælt undir merkinu
#BosniaWarJournalists. Þeirra á
meðal eru Janine di Giovanni hjá
m.a. Vanity Fair, Jeremy Bowen
hjá BBC, Roger Cohen hjá The
New York Times og Christiane
Amanpour hjá CNN, en hún skrif-
ar: „Ég var þarna. Við vitum öll
hverjir hinir seku eru.“ Í frétt The
Guardian um málið er rifjað upp að
Handke hafi haldið því fram að
Bosníumúslimar hafi sjálfir sviðsett
fjöldamorðin í Sarajevo og reynt að
koma sök á Bosníuserba auk þess
sem hann efast um fjöldamorðin á
Bosníumúslimum í Srebrenica.
AFP
Handsalað Peter Handke tók við Nóbelsverðlaunum í bókmenntum árið
2019 úr hendi Karls XVI. Gústafs Svíakonungs í Stokkhólmi á þriðjudag.
Harðlega mótmælt