Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 35 cm verð 139.000,- 50 cm verð 209.000,- 70 cm verð 299.000,- Atollo Vico Magistretti 1977 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Þrjú alþjóðleg söngvaskáld halda tónleika saman í kvöld, 12. desem- ber, í Kornhlöðunni. Eru það söngvaskáldin Sandrayati Fay, Hanna Mía Brekkan og Jelena Ciric sem kynntust á liðnu hausti í Reykjavík og eiga rætur að rekja til margra landa, m.a. Indónesíu, Serbíu og Svíþjóðar. Konurnar þrjár uppgötvuðu fljótt að þær væru allar að vinna að sólóplötum og fóru að veita hver annarri fé- lagsskap og hvatningu, eins og segir í tilkynningu. Þær munu í kvöld flytja í sameiningu lög sem þær höfðu áður aðeins unnið að hver í sínu lagi, eins og segir í til- kynningu. Sandrayati Fay á ættir að rekja til Filippseyja, Bandaríkj- anna og Írlands en ólst upp á Indónesíu þar sem hún er þekkt tónlistarkona. Hún kom til Íslands til að vinna í sinni fyrstu breiðskífu og mun einnig koma fram í fyrsta sinn í Hörpu á Þorláksmessu- tónleikum Bubba Morthens, skv. tilkynningu. Hanna Mía Brekkan kemur fram undir listamannsnafn- inu Mill. Hún fluttist heim til Ís- lands fyrir þremur árum eftir að hafa eytt stórum hluta lífs síns í Svíþjóð. Í júní 2019 lauk hún verk- efni sínu Song a Day þar sem hún skrifaði og deildi einu lagi á hverj- um einasta dagi í heilt ár. Hún stundar nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Jelena Ciric fæddist í Serbíu en hafði búið í fjórum löndum áður en hún fluttist til Íslands árið 2016. Hún býr í Reykjavík þar sem hún kemur fram með sína eigin tónlist ásamt því að stýra kórnum og listahópn- um Kliði. Hún er með meistara- gráðu í samtímatónlist frá Berklee College of Music. Í jólaskapi Söngvaskáldin Hanna Mía, Jelena og Sandrayati koma fram í Kornhlöðunni. Söngvar frá Svíþjóð, Serbíu og Balí Tónlist Ástu er full nándarog nærveru.“ Það er þaðfyrsta sem ég hugsa í allrafyrsta skipti sem ég renni plötunni Sykurbað í heyrnartólum. Hljóðblöndun og áferð plötunnar undirstrika það, og við heyrum and- ardrátt, hvísl og tilfinningaríkan söng og spilamennsku, rétt eins og hlustandinn sitji við hlið Ástu í þægilegum sófa meðan stormurinn geisar fyrir utan gluggann. Rödd hennar hljómar hátíðlega og það passar við þá stemningu sem finna má í tón- smíðum hennar og endurspeglast svo í textunum. Yrkisefnin virðast svo sem ekkert sérstök í fyrstu, það er hversdags- líf, gönguferðir, söknuður, ástar- sorg, vanlíðan, heimspekilegar vangaveltur, nokkuð sem margir listamenn hafa velt fyrir sér áður. Það er hins vegar nálgun Ástu á viðfangsefnum sínum sem er öðru- vísi. Hún lifir sig inn í flutninginn sem skilar sér í afar tilfinninga- ríkum söng og gítarleik. Textar hennar koma aftan að manni. Hún klökknar. Hún andar. Hún leyfir sér að vera viðkvæm og það verður styrkur hennar. Það er freistandi að líkja Ástu við kanadíska trúbadorinn Leonard Co- hen, sem einnig gaf út ljóðrænar plötur með klassískum gítarleik, en það væri fullmikil einföldun. Tónlist og textagerð Ástu eru mun líkari ástralska tónlistarmanninum Nick Cave, sem vílar ekki fyrir sér að mála hættulegar og drungalegar myndir í sína texta, þar sem alvöru- tilfinningar eru á ferð þótt sumar hverjar séu kaldranalegar. Platan hefst á forspili og „Hugs- anasund“ er fyrsta eiginlega lagið. Strax í því finnur maður þessa und- arlegu blöndu af viðkvæmni og hörku, sem er einmitt sú sama og ég hef fundið hjá Cave. Meira að segja í glaðlegri lögum plötunnar er eins og heimurinn haldi í sér and- anum því eitthvað hræðilegt sé um það bil að fara að gerast. Þessi dramatík er alls ekki slæm sem slík og nánast eins og hún sé ákveðið stílbragð enda helst hún nánast óslitin út plötuna. „Hjartastrengir“ framkalla fyrstu gæsahúðina og þær verða nokkrar þar til yfir lýk- ur. Titillagið er grípandi og skær röddin þar myndar óvænt mótvægi við næsta lag, „Dómhildi dýja- veisu“, þar sem röddin er dýpri og hættulegri. Lögin taka við, eitt af öðru, og alltaf held ég að þetta sé besta lag plötunnar, en svo leynist eitt sem mér finnst betra. Í dag er það „Hvít lygi“ og „Tár og hor“, í gær var það „Segulsvið“ og „Fimm- mánaðablús“. Það er augljóst á þessum skrifum að þarna er virki- lega vel heppnuð plata á ferð og alvörulúxusvandamál að geta ekki valið sér uppáhaldslag, því lögin eru öll svo góð. Ég man ekki hvenær það var, svo langt er síðan, að ég varð jafn upp- numin við að hlusta á frumraun ís- lensks listamanns, en Sykurbað er það allra fyrsta sem Ásta Kristín Pjetursdóttir gefur út. Jú, ég mundi auðvitað eftir henni úr síðustu Mús- íktilraunum, þar sem hún landaði bæði þriðja sætinu og sérstakri við- urkenningu fyrir íslenska texta- gerð. Það sem ég vissi hins vegar ekki þá var að einungis nokkrum mánuðum síðar myndi hún taka upp breiðskífu í fullri lengd með frum- sömdum lögum og textum þar sem varla er að finna nokkurn veikan blett. Það besta er þó að platan bara vex og vex við hverja hlustun. Hættulegar myndir Geisladiskur Ásta – Sykurbað bbbbb Nýútkominn geisladiskur Ástu Kristínar Pjetursdóttur, Sykurbað. 15 lög, 59.59 mínútur. Lög og textar: Ásta Kristín Pjetursdóttir Söngur og gítar: Ásta Kristín Hljóðritun: Sigurður Bjóla og Einar Vilberg Hljóðblöndun og tónjöfnun: Sigurður Bjóla Hljóðritað í Örbylgjustöðinni á Stokks- eyri og Stúdíó Hljóðverki í Reykjavík, í ágúst-september 2019 Hönnun umslags: Una Baldvinsdóttir Ljósmynd framan á umslagi: Helgi Rúnar Bergsson RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Ásta Kristín „Ég man ekki hvenær það var […] að ég varð jafn uppnumin við að hlusta á frumraun íslensks listamanns,“ skrifar gagnrýnandinn. Hin árlegu bók- menntaverðlaun starfsfólks bóka- verslana voru af- hent í bókmennta- þættinum Kiljunni í Ríkis- sjónvarpinu í gærkvöldi. Er þetta í 20. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bár- ust atkvæði frá 52 bóksölum. Í fyrsta sinn í ár voru einnig veitt verðlaun fyrir bestu bókarkápuna. Íslensk skáldverk 1. Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur 2. Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur 3. Korngult hár, grá augu eftir Sjón Ljóðabækur 1. Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur 2. Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg 3. Heimskaut eftir Gerði Kristnýju Íslenskar ungmennabækur 1. Nornin eftir Hildi Knútsdóttur 2. Villueyjar eftir Ragnhildi Hólm- geirsdóttur 3. Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Íslenskar barnabækur 1. Vigdís – Bókin um fyrsta konu- forsetann eftir Rán Flygenring 2. Kjarval – Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur 3-4. Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson 3-4. Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason Fræðibækur/Handbækur 1. Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason 2. Síldarárin 1867-1969 eftir Pál Bald- vin Baldvinsson 3-4. Lífgrös og leyndir dómar eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur 3-4. Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur Ævisögur 1. Jakobína – Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur 2. Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson 3. Án filters eftir Björgvin Pál Gústavsson og Sölva Tryggvason Þýdd skáldverk 1. Glæpur við fæðingu eftir Trevor Noah 2. Kona í hvarfpunkti eftir Nawal el Saadawi 3. Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur eftir Xiaolu Guo Þýddar barnabækur 1. Slæmur pabbi eftir David Walliams 2. Handbók fyrir ofurhetjur – Vargarnir koma eftir Elias og Agnes Vahlund 3. Snjósystirin eftir Maja Lunde Besta bókarkápan 1. Kærastinn er rjóður eftir Kristínu Eiríksdóttur sem Halla Sigga hann- aði 2. Hunangsveiði eftir Soffíu Bjarna- dóttur sem Helga Gerður Magnús- dóttir hannaði 3. Eilífðarnón eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur sem Luke Allan hannaði Svínshöfuð besta íslenska skáldsagan Bergþóra Snæbjörnsdóttir Sýning Bjarna Sigurbjörns- sonar og Har- aldar Karlssonar verður opnuð í Galleríi 74, Laugavegi 74, í dag kl. 17. Bjarni sýnir stóru verk- in „Rót“, „Rof“ og „Los“ ásamt öðrum minni verkum. Haraldur sýnir nokkur brot úr afrakstri undanfarinna tveggja áratuga, m.a. brot úr ví́d- eóverkinu „Innviðir heilans“. Sýna í Galleríi 74 Bjarni Sigurbjörnsson Kammerkór Reykjavíkur og Kammerkór Mosfellsbæjar halda saman jóla- tónleika í kvöld kl. 20 í Áskirkju. Á efnisskránni eru vinsæl jóla- lög eftir íslenska og erlenda höf- unda og jólalag eftir Sigurð Braga- son verður frumflutt en hann er stjórnandi Kammerkórs Reykjavík- ur. Stjórnandi Kammerkórs Mos- fellsbæjar er Símon H. Ívarsson. Tveir kórar saman Áskirkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.