Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær á síðasta degi kosningabaráttunnar að hann myndi „berjast um hvert einasta at- kvæði“. Kosið verður í dag til neðri deildar breska þingsins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Skoðanakannanir bentu framan af til þess að Íhaldsflokkur Johnsons myndi bera stórsigur úr býtum, en nokkuð hefur dregið saman með fylgi Íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins á síðustu vikum. Samkvæmt skoðanakönnun YouGov, sem birtist seint í fyrradag mun Íhaldsflokkurinn fá 339 þingsæti af 650, eða 14 sætum meira en flokk- urinn þarf til að fá hreinan meiri- hluta á þingi. Þetta er nokkurt áhyggjuefni fyrir íhaldsmenn, þar sem fyrri könnun YouGov sem haldin var í lok nóvem- ber benti til þess að flokkurinn myndi fá 366 þingsæti, hið mesta frá þingkosningunum 1987. Í tilkynningu frá YouGov sagði að skekkjumörk könnunarinnar sýndu að Íhaldsflokkurinn gæti fengið allt frá 311 þingsætum og upp í 367 sæti, en niðurstaða í ætt við neðri mörkin myndi þýða að enginn flokkur hefði hreinan meirihluta. Verður samsteypustjórn? Líklegasta niðurstaðan er þó enn sú að Boris Johnson og Íhaldsflokk- urinn muni geta myndað meirihluta- stjórn. Þar hjálpar ekki síst til að Sinn Féin, stjórnmálaafl írskra lýð- veldissinna í Norður-Írlandi, lætur sína þingmenn, sem oftast eru um sjö talsins, ekki taka sæti sín á þingi. Dugi það ekki til, er Johnson hins vegar í vanda, þar sem hann gæti ekki leitað aftur á náðir norðurírska DUP-flokksins, sem studdi Theresu May til valda eftir síðustu kosningar, þar sem samkomulagið sem Johnson náði við Evrópusambandið í desem- ber var þeim flokki ekki þóknanlegt. Umboðið til þess að mynda sam- steypu- eða minnihlutastjórn færi þá til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verka- mannaflokksins. Corbyn myndi þá líklega leita fyrst til Skoska þjóðar- flokksins, SNP, en spáð er að sá flokkur muni vinna um 41 þingsæti af þeim 59 sem eru í boði í Skotlandi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, hefur gefið til kynna að hún myndi styðja Corbyn til valda, gegn því að boðað yrði til annarrar atkvæða- greiðslu um útgöngu Breta úr Evr- ópusambandinu, sem og annarrar at- kvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Mun Swinson styðja Corbyn? Það er hins vegar talið afar ólík- legt að þeir tveir flokkar muni sam- tals fá meirihluta þingsæta, og því yrði Corbyn að leita á náðir annarra flokka. Þar eru efstir á blaði Frjáls- lyndir demókratar, en könnun You- Gov bendir til þess að þeir muni bara fá um 15 þingsæti, eftir að hafa byrj- að kosningabaráttuna af afli. Jo Swinson, leiðtogi frjálslyndra, þykir hins vegar hafa gert mistök þegar hún lofaði því að hætt yrði við útgönguna úr Evrópusambandinu án þess að boðað yrði til annarrar at- kvæðagreiðslu um málið, en það hef- ur verið kallað „ólýðræðislegt“, jafn- vel meðal þeirra sem helst vilja snúa við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar frá 2016. Flokkurinn hefur því snúið við blaðinu, og segist styðja aðra at- kvæðagreiðslu um málið. Swinson hefur hins vegar útilokað að styðja Corbyn til valda, þar sem flokksmönnum hennar hugnast hvorki stefnuskrá hans né þær ásak- anir um gyðingahatur sem settar hafa verið fram á hendur Verka- mannaflokknum í forystutíð Cor- byns. Standi Frjálslyndir demókrat- ar við það er erfitt að sjá hvernig Corbyn myndi ætla að tryggja sér meirihlutastuðning í neðri deildinni. Niðurstaðan gæti því orðið sú að kjósa þyrfti enn og aftur. Brexit-afstaðan ræður mestu Samkvæmt umfjöllun breska blaðsins Daily Telegraph hafa ein- ungis tólf kjördæmi stutt þann flokk sem fengið hefur flest þingsæti í hverjum einustu kosningum frá árinu 1979, þegar Margaret Thatc- her komst til valda. Þau gætu því veitt vísbendingar um það hvernig fara muni á kosninganótt. Eitt af þeim er Pudsey í Jórvík- urskíri, sem íhaldsmenn vonast til þess að halda. Það gæti þó reynst þrautin þyngri, þar sem meirihluti flokksins í síðustu kosningum var af- ar lítill í sniðum. Þá vildi meirihluti kjósenda í Pudsey að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Af hinum ellefu kjördæmunum, sem fylgt hafa niðurstöðu þjóðarinn- ar í fjörutíu ár, eru hins vegar tíu þar sem útgöngusinnar hafa traustan meirihluta, sem aftur endurspeglar þá staðreynd að afstaðan til útgöng- unnar virðist geta ráðið mestu um það hvort Boris Johnson verði áfram forsætisráðherra eða ekki. Barist um hvert einasta atkvæði  Dregið hefur saman með stóru flokkunum tveim- ur í Bretlandi Íhaldsflokkur: 42.9% Verkamannafl.: 33% Frjálslyndir Dem.: 12.6% Skoski þjóðarfl.: 4% ** Brexit-flokkurinn: 3% Síðustu kannanir, afstaða til Brexit og niðurstaða síðustu kosninga Kosningar í Bretlandi: Helstu flokkar Boris Johnson 55 ára Fæddur í New York Íhaldsflokkur Jeremy Corbyn 70 ára Fæddur í Chippenham Verkamannaflokkur Semja um Brexit upp á nýtt með nánari tengslum við ESB og bera það samkomulag undir þjóðina innan sex mánaða Frjálslyndir demókratar Jo Swinson Nicola Sturgeon Heimildir: https://www.electionresults.parliament.uk, snp.org/AFP Photos Hætta við útgönguna án þess að bera það undir þjóðina í annarri atkvæðagreiðslu Fædd í Glasgow 39 ára Fædd í Irvine 49 ára Skoski þjóðarflokkurinn Flokkurinn styður veruna í ESB og vill nýjar þjóðaratkvæða- greiðslur um Brexit og sjálfstæði Skotlands Brexit-flokkurinn Nigel Farage Fæddur í Kent 55 ára 2017 election results, % of vote Hvernig fólk hyggst kjósa 2019* Afstaða til Brexit 42,3% 40% 262 12 7,4% 35 3,0% Vilja yfirgefa ESB án samkomulags, kalla það „hrein skil“ við sambandið Yfirgefa ESB með þegar samþykktu endurskoðuðu samkomulagi, útgangan áætluð 31. janúar 2020 Bauð ekki fram 317 Þingsæti **Spá BBC af hlutfalli á landsvísu (flokkurinn býður sig bara fram í Skotlandi)*Britain Elects, samanteknar kannanir 7. desember Danska lögreglan handtók í gær að minnsta kosti tuttugu manns, sem grunaðir voru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk á danskri grund. Jørgen Bergen Skov, lögreglustjóri Kaupmannahafnar, sagði á frétta- mannafundi um fjögurleytið að ís- lenskum tíma í gær að gerð hefði ver- ið húsleit í 20 húsum vítt og breitt um Danmörku og 20 handteknir. Var að- gerðin unnin í samvinnu við dönsku öryggislögregluna PET og sex af lög- regluumdæmum Danmerkur. Höfðu hinir grunuðu reynt að verða sér úti um bæði skotvopn og efni til sprengjugerðar. Sagði Bergen Skov að hinir hand- teknu hefðu haft bæði getu og vilja til þess að fremja hryðjuverkaárás, en hann tjáði sig ekki um mögulegt skot- mark hinna grunuðu, né hvenær þeir hefðu ætlað að láta til skarar skríða. Þeir verða leiddir fyrir dómara í dag, og hyggst lögreglan krefjast gæslu- varðhalds yfir hluta hópsins vegna brota á hryðjuverkalöggjöf Danmerk- ur. Flemming Drejer, yfirmaður dönsku öryggislögreglunnar PET, sagði á sama fundi að hópurinn hefði verið drifinn áfram af hugmyndafræði íslamista. Sagði Drejer að fylgst hefði verið með hópnum í nokkurn tíma og allir meðlimir hans hefðu verið hand- teknir. Viðbúnaðarstig Danmerkur yrði hins vegar áfram óbreytt þrátt fyrir aðgerðirnar, en hættan á hryðju- verkum er áfram talin „alvarleg“. Mette Fredriksen, forsætisráð- herra Danmerkur, sendi frá sér til- kynningu seinni partinn í gær, þar sem hún sagði ríkisstjórnina fylgjast grannt með framvindu mála. 20 handteknir eftir aðgerðir lögreglu  Grunur um að íslamistar hafi haft árás í undirbúningi AFP Hryðjuverk Jørgen Bergen Skov og Flemming Drejer ræddu við fjölmiðla í gær um handtökurnar. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir hluta hópsins. Sex létust í gær eftir að tveir menn gerðu skotárás á matvörubúð gyð- inga í Jersey City í New Jersey-ríki Bandaríkjanna í fyrrakvöld. Árásin er talin hafa átt rót sína í gyðinga- hatri, en árásarmennirnir tveir voru báðir meðal þeirra sem létust. Þeir munu hafa ráðist á búðina vopnaðir rifflum, og skutu þeir til bana tvo viðskiptavini búðarinnar, einn gjaldkera hennar og lögreglu- þjón, áður en lögreglan skaut þá báða til bana. Hundruð lögreglu- þjóna frá stórborgunum New Jersey og New York tóku þátt í aðgerðum á vettvangi, sem stóðu yfir í marga klukkutíma áður en mennirnir voru felldir. Steven Fulop, borgarstjóri Jersey City, sagði í gærmorgun að enn væri verið að rannsaka ástæður árásar- innar, en að myndefni úr eftirlits- myndavélum gæfi tilefni til að álykta að mennirnir hefðu valið búðina sér- staklega sem skotmark, þar sem hún seldi svonefndan kosher-mat. Hrós- aði Fulop sérstaklega lögregluliði borgarinnar, sem hefði brugðist hratt við þegar árásin hófst, en lög- regluþjónninn sem lést var úr þeirra röðum. Þá særðust tveir aðrir lög- regluþjónar í skotbardaganum, en ekki alvarlega. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, sagði árásina sýna að gyðingahatur væri að færast í aukana í Bandaríkjunum og ógnin væri nú komin að „þröskuldi“ borg- arinnar. Hefur hann fyrirskipað lög- reglunni þar í borg að vera með hátt viðbúnaðarstig í helstu hverfum gyð- inga vegna árásarinnar. Árásin rakin til gyðingahaturs  Árásarmennirnir skotnir af lögreglu AFP Af vettvangi Sex létust í fyrrakvöld í árás á matvörubúð gyðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.