Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Elsku Maggi, við kynntumst árið 2001, ég man það vel hvað það var auðvelt að kynnast þér og fyrr en varði var eins og við hefðum alltaf verið vinir. Við vorum báðir að stíga ákveð- in spor, það var margt sem við ekki þekktum á þeirri leið, það var því frábært að hafa ferðafélaga eins og þig sér við hlið. Fljótlega fórum við að leita í auknum mæli hvor til annars með hin ýmsu mál og áttum við ófáa fundi þar sem við ræddum málin. Á þessum fundum mættust stund- um stálin stinn enda saman komn- ir tveir aðilar með sterkar skoð- anir og hvorugur vildi gefa eftir en á endanum fundum við sameigin- lega „réttu niðurstöðuna“ að okk- ar mati og allir sáttir. Þegar við vorum að kynnast spurðir þú eðlilega um fjölskyldu mína sem ég fúslega upplýsti þig um. Þessar upplýsingar geymdir þú vel og vandlega, oft kom það fyrir að þú spyrðir frétta af mínu fólki enda áhugasamur um velferð þeirra. Alltaf vorum við Harpa og stelpurnar velkomin á þína veit- Magnús Ingi Magnússon ✝ Magnús IngiMagnússon fæddist 19. maí 1960. Hann lést 28. nóvember 2019. Útför hans fór fram 7. desember 2019. ingastaði og þegar þangað var komið sást þú um að öllum liði vel, það var nefnilega svo auðvelt að líða vel í návist þinni. Ég man líka vel hvað þú varst spenntur þegar þú varst að kynnast henni Lísu, það var svo gaman að fá að sjá ykkur blómstra saman. Eftir að þið Lísa kynntust þá varð hún samstundis stór hluti af þér og okkar vinskap. Það sama á við um vini þína, t.d. í Svörtu svipunni, þínir vinur urðu líka vinir mínir. Þannig varst þú, Maggi minn, deildir öllu sem þú áttir með öðrum á svo eðlilegan hátt að maður áttaði sig ekki því fyrr en það var orðið staðreynd. Margar dýrmætar stundir átt- um við saman á fundum, í rækt- inni, á mótorhjólum og svo margt fleira. Manstu þegar við vöknuð- um fyrir allar aldir og mættum í World Class, kílóin hrundu hvert af öðru. Árangurinn var frábær hjá okkur báðum bæði andlega og líkamlega, þú sagðir reyndar allt- af að ég hefði svindlað með því að borða allar þessar töflur sem voru reyndar bara vítamín, en auðvitað var þetta bara grín sett upp á gamansaman hátt. Það voru erfið spor að fylgja þér síðasta spölinn, Maggi minn, ég á eftir að sakna þín það sem eft- ir er. Þó að samverustundirnar hafi ekki verið nægilega margar á undanförnum árum þá varstu mér ávallt kær. Elsku Maggi meistari, takk fyrir samfylgdina og takk enn og aftur fyrir að vera vinur minn. Ég mun svo sannarlega ylja mér við góðar minningar – þér mun ég aldrei gleyma. Að lokum, elsku vinur, þá skulum við fara saman með bænina okkar, það var ósjald- an sem við fórum með hana sam- an. Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Elsku Analisa, Magnús (Teddi), Ársæll, Dóra og fjöl- skylda, ég bið algóðan Guð um að blessa ykkur og styrkja, minning- in lifir um góðan dreng. Þinni vinur, Stefán Garðarsson. Maggi vinur okkar eða Maggi góði! Það er gaman að hafa þekkt þig og átt þig sem vin í yfir 40 ár. Ým- islegt höfum við brallað saman, átt djúpar og alvarlegar samræður og einnig glaðværar og skondnar. Þú varst kostulegur karakter og áttir margar skemmtilegar uppákomur sem við tókum þátt í með þér. Lífið verður vissulega litlaus- ara án þín og við munum sakna þín. Innilegar samúðarkveðjur til Lisu, Tedda og annarra aðstand- enda. Alexander (Alli) Bridde og Ingibjörg. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is ✝ Sigmar Ingv-arsson fæddist í Húnavatnssýslu 12. september 1936. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 30. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Ingvar Ágústsson, bóndi á Ásum í Svínavatns- hreppi, f. 12.1. 1906, d. 13.10. 1996, og Sigurlaug Jósefína Sig- urvaldadóttir, húsfreyja og bóndi sama stað, f. 13.11. 1914, d. 21.1. 1986. Systkini Sigmars eru 10: Sigurvaldi Óli, f. 8.3. 1935, d. 15.10. 2012, Guðlaug, f. 26.9. 1938, Erla, f. 26.9. 1938, Hreinn, f. 15.6. 1940, d. 15.8. 2014, Hannes, f. 16.1. 1945, Er- lingur, f. 13.4. 1946, d. 3.12. 2015, Hörður Viðar, f. 28.4. 1949, Guðmundur, f. 24.2. 1951, Sigurlaug, f. 20.10. 1952, d. 27.9. 2019, og Bára, f. 1.4. 1954. Sigmar giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni Sólrúnu Aspar Elí- asdóttur, f. 24.8. 1936, hinn 27.11. 1971. Foreldrar hennar voru Páll Elías Bjarnason, f. 15.5. 1989, d. 10.8. 1987, og Jak- framkvæmdastjóri, búsett í Kópavogi. Á hún tvö börn með fyrrverandi sambýlismanni sín- um, þau Dag Kára Ólafsson, f. 31.10. 2003, og Sögu Ólafs- dóttur, f. 8.3. 2010. Stjúpdætur Sigmars eru: 1) Soffía Jóhanna Gestsdóttir, f. 25.7. 1959. Eiginmaður hennar er Gunnar Aðalsteinsson, f. 1.7. 1958. Börn Soffíu eru Sólrún Aspar, f. 5.4. 1977, Emilía Valdi- marsdóttir, f. 7.5. 1986, og Val- gerður Dís Gunnarsdóttir, f. 4.1. 1991. 2) Valgerður Guðbjörg Gestsdóttir, f. 25.7. 1959. Börn hennar eru Halla Sif Elvars- dóttir, f. 7.8. 1978, Tinna Ösp Snorradóttir, f. 26.6. 1987, og Telma Ýr Snorradóttir, f. 20.2. 1989. Í æsku starfaði Sigmar við landbúnaðarstörf í heimabæ sín- um. Ungur að árum fór hann að vinna á jarðýtu hjá Landnámi ríkisins. Sigmar lærði símsmíði í Póst- og símaskólanum. Hann starfaði lengst af sem verkstjóri hjá Pósti og síma, alveg þar til hann hætti störfum vegna ald- urs. Þau hjónin bjuggu í Kópavogi mestalla tíð en síðustu ár bjó hann á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Sigmars verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 12. desember 2019, klukkan 11. obína Guðrún Hall- dórsdóttir, f. 14.5. 1900, d. 22.7. 1995. Kjörforeldrar Sól- rúnar voru Jóhann- es Jónsson frá Asp- arvík, f. 25.12. 1906, d. 20.11. 1984, og Soffía Jakobína Valgeirs- dóttir, f. 27.11. 1907, d. 20.12.1999. Sigmar og Sólrún eignuðust þrjú börn en þau eru: 1) Jóhannes Heimir, f. 16.12. 1968, verslunareigandi, búsett- ur í Hafnarfirði, sambýliskona hans er Guðný Sigríður Gísla- dóttir. Eiga þau eina dóttur, Guðbjörgu Ósk, f. 27.6. 2017. Jó- hannes á þrjú börn af fyrra sam- bandi, Sigmar Rafn, f. 9.5. 1990, Jón Ísak, f. 17.1. 1994, og Ár- nýju Ósk, f. 14.12. 2005. 2) Sig- rún Íris, f. 10.2. 1974, viðskipta- fræðingur, búsett í Kópavogi, eiginmaður Magnús Þór Schev- ing, f. 20.8. 1970. Eiga þau tvö börn, Óliver Mána, f. 16.5. 2002, og Elísabetu Sunnu, f. 28.1. 2007. Stjúpdóttir Sigrúnar er Agnes Engilráð, f. 29.11. 1994. 3) Sunna Hrönn, f. 5.3. 1975, Hann var 83 ára þegar hann lést, sem ekki þykir hár aldur ef fólk er frískt en hár aldur ef heilsan er farin. Hann dvaldi síð- ustu ár á Hrafnistu, en tíminn var kominn, lokagangan með hvíldina og friðinn. Sigmar var dugnaðarforkur og var alla sína starfsævi í tveimur eða fleiri vinnum á sama tíma. Hann var vanur því að vinna frá unga aldri, því á barnmörgu heimili í sveit var alltaf nóg af verkefnum, fyrir börnin líka. Hann og mamma mín eignuðust þrjú börn sem öll voru yndisleg fannst okkur systrum. Hann og afi byggðu eitt stykki raðhús, eftir vinnu og um helgar, og það þótti ekkert til- tökumál á þeim tímum. Raðhús- ið reis og stórfjölskyldan flutti í það. Raðhúsið var í Kópavogi sem var náttúrlega bara sveit fannst okkur systrum og vorum ekki ánægðar með staðsetningu hússins. Sigmar var Húnvetningur í húð og hár og unni heimaslóð- unum og hafði gaman af því að fara norður og hitta systkini sín sem þar bjuggu og foreldra. Hann elskaði hrossakjöt en var rekinn með það út í bílskúr og látinn sjóða það þar því mamma var ekki hrifin af lyktinni, hafði ekki alist upp við hrossakjöt og lét það aldrei inn fyrir sínar var- ir. Þau ferðuðust mikið, fóru þá og heimsóttu Erlu systur Sig- mars sem bjó á Englandi. Einn- ig fóru þau margar ferðir með Árna og Grétu, vinkonu mömmu frá því þær voru ungar stúlkur. Hvíl í friði kæri Sigmar. Það er svo margt að þakka er lífsins stund er liðin, lokagangan nálgast með hvíldina og friðinn. Og meðan biðin varir er líka ljúft að dreyma liðna æskudaga á ströndinni minni heima. Og hvað er betri endir en barn að verða aftur, í brosi hinsta geislans er fólginn lífsins kraftur. Áfram má ég halda þó ekki þekki veginn, einhvern tíma næ ég ströndinni hinum megin. (Jóhannes Jónsson frá Asparvík) Samúðarkveðjur til mömmu og systkina minna og Sólrúnar minnar. Soffía Jóhanna Gestsdóttir. Sigmar Ingvarsson ✝ GuðmundurSteinn Magn- ússon fæddist 2. ágúst 1983 í Reykja- vík. Hann lést á Gjörgæsludeild LSH 14. nóvember 2019. Foreldrar hans eru Magnús G. Gunnarsson, f. 1950, og Steinunn G. Ást- ráðsdóttir, f. 1950. Systkini: Jóhann Þór, f. 1968, hann á þrjú börn, og Þórdís Grímheiður, f. 1973, hún á tvö börn. Guðmundur Steinn ólst upp í Seljahverfinu og gekk í Selja- skóla og Öldusels- skóla, þar eignaðist hann marga góða vini. Hann byrjaði ungur í karate en fór svo að spila handbolta, þar var ÍR hans félag. Eftir grunnskóla fór hann í Fjölbraut í Breiðholti en lauk ekki námi. Hann fór síðan út á vinnumarkaðinn í nokkur ár. Eftir það tók við skóli lífsins þar til yfir lauk. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Öllum mönnum er afmarkað tiltekið æviskeið og þegar því lýkur er unnt að leggja mat á mannslífið með nokkrum mæli- stikum. Fjöldi lífára er aðeins einn mælikvarði á æviskeið manns. Ævina má líka meta eft- ir öðrum mælikvörðum, s.s. þeirri gleði, hlýju og kærleika sem maðurinn veitir út frá sér til sinna nánustu og annarra. Nú þegar Guðmundur Steinn, góð- vinur minn til rúmlega 30 ára, hefur verið kallaður héðan í ungum blóma lífsins leita minn- ingarnar til áhyggjulausra daga þar sem líf okkar vinanna snér- ist um leikjatölvur, NBA, hand- bolta og bannaðar bíómyndir. Umhverfi Guðmundar mótaðist af hvatningu, öryggi og stolti. Sterk fjölskylda og þéttur vina- hópur skópu umhverfi kærleika og umhyggju. Allt sem Guð- mundur tók sér fyrir hendur í æsku gerði hann betur en aðrir, hann var bæði framúrskarandi námsmaður og handboltamaður. Skömmu fyrir síðustu aldamót urðu breytingar á lífi Guðmund- ar en þá fór fyrst að bera á hræðilegum sjúkdómi sem átti eftir að stjórna lífi hans allt frá því. Á þessum tíma hafði Guð- mundur hafið framhaldsskóla- nám og verið valinn í landsliðs- úrval unglinga í handbolta. Segja má að líf Guðmundar hafi á stuttum tíma farið af FM- stuttbylgju yfir á LW-lang- bylgju. Þó að langt sé á milli þeirra sem notfæra sér fram- angreindar tegundir útvarps- bylgja, áherslur efnis ólíkar á þann hátt að notendur lang- bylgju eru að mestu lausir við dægurþras og annað sem í reynd skiptir litlu máli, þá kom- ast allra mikilvægustu skila- boðin alltaf til skila óháð því á hverslags bylgju menn hafa kos- ið að stilla sig inn á. Þannig var einmitt samskiptum okkar vin- anna háttað síðastliðin ár þegar við hittumst á öldurhúsum eða í húsasundum miðborgarinnar þá komst það sem raunverulega skipti máli til skila en þá tók Guðmundur gjarnan utan um mig og sagði mér hversu vænt honum þætti um vináttu okkar. Þrátt fyrir að vera orðinn langt leiddur fíkill þá gerðist það nær aldrei að Guðmundur bæði mig um peninga til þess að fjár- magna næsta skammt. Þegar hann leitaði til mín eftir aðstoð þá var það alltaf í þágu annarra sem stóðu enn þá hallari fæti en hann sjálfur og þannig sannaðist að gælunafn hans í rökkurheim- um lýsti á engan hátt hjarta hans sem var gullslegið og stærra en konungshöll. Á einum af fundum okkar á síðastliðnum árum sagði Guðmundur mér frá því að hann ætti sér þér þann draum að við gömlu vinirnir kæmum saman á heimili for- eldra hans og snæddum kjöt- bollur matreiddar af móður hans. Nú þegar komið er að leiðarlokum í bili þá er átak- anlega sárt að hugsa til þess að okkur tókst ekki uppfylla þenn- an draum hans í þessu jarðlífi. Ég vil hins vegar trúa því að þegar hann mun leiða okkur vin- ina inn í hina eilífu framtíð þá muni allsnægtaborðið þar svigna undan fötum fullum af kjötboll- um. Þangað til mun ég segja sonum mínum og öðrum sögur af öndvegisdrengnum Guðmundi Steini sem hefði svo sannarlega skarað fram úr á enn þá fleiri sviðum ef örlaganornin hefði spunnið lífsvef hans með sann- gjarnari hætti. Þrjá erfingja á hver maður: mennina, moldina og sálarinnar meðtakara. Ólafur Hvanndal Ólafsson. Við Guðmundur Steinn kynntumst í Kambaselinu þar sem við ólumst upp sinn í hvoru raðhúsinu. Strax urðum við óaðskiljan- legir, bestu vinir. Fyrsta skóla- daginn gengum við glaðir og spenntir með Scout-skólatösk- urnar okkar, fullar af Disney- bókum svo töskurnar væru ekki svona tómlegar. Vorum saman þar til í 8. bekk, þar sem Gummi flutti úr hverfinu. Eftir eitt ár í Rétt- arholtsskóla fann Gummi að hann var ekki samur án sinna gömlu vina og kom hann til baka í Seljaskóla í 9. bekk, en þá hafði ýmislegt breyst. Nýr skólastjóri og kennari við skól- ann sem varð okkar umsjónar- kennari. Við strákarnir voru ein- staklega iðnir við að gera skólagönguna okkar skrautlega, en öðrum fannst við fyrirferð- armiklir. Fengum við strax um haustið áminningu frá nýja um- sjónarkennaranum og skóla- stjóranum. Gummi fékk að vita að hann væri fyrstur, þar sem hann kom á undanþágu því hann kom úr öðru hverfi. Það kom að því að við fórum yfir strikið og Guðmundur Steinn var látinn fjúka. Eftir brottrekstur úr Seljaskóla fór Guðmundur Steinn í Ölduselsskóla, þar sem hann félla vel inn í hópinn og kláraði hann 9. og 10. bekk í góðum hópi. Við byrjuðum í fót- bolta hjá ÍR á yngri árum, en á veturna spiluðum við handbolta sem seinna varð okkar íþrótt. Spiluðum við saman handbolta í um 10 ár og ferðuðumst við saman um landið í okkar keppn- isferðalögum. Toppurinn var TheramoCup á Ítalíu 1998. Þar voru saman komnir krakkarnir úr ÍR og kynntumst við öðrum íslenskum liðum, en ekki á sama hátt og við kynntumst liðinu frá Vestmannaeyjum, ÍBV. Eftir þessa ferð vorum við staðráðnir í því að hitta ÍBV-liðið á þeirra hátíð, Þjóðhátíð. Við Gummi fór- um saman á Þjóðhátíð 2001, sem reyndist okkar eina Þjóðhátíð saman. Eftir grunnskóla lágu leiðir okkar sitt í hvora áttina. Á þessum árum bættist Bakkus í vinahópinn og höndluðum við vinirnir þennan nýja vin misvel. Við strákarnir fórum hver í sína áttina á þessum árum, en Gummi virtist festast með þess- um nýja vini. Árin liðu og aldrei virtist Gummi losna frá Bakkusi, sama hvað hann reyndi. Alltaf héldum við sambandi, þar sem ég trúði að hann myndi einn daginn losna en eftir margar meðferðir þar sem við vinirnir reyndum að finna lausn, fannst hún ekki. Lífið sjálft er oft eins og spil, það sem þú hefur sett út er borðfast. Guðmundur Steinn komst ekki til baka hvað sem hann reyndi. Í hvaða veðri sem var síðustu ár hugsaði ég alltaf hvort hann hefði ekki örugglega skjól. Það var erfitt að vita af mínum æskuvini þarna úti. Eftir símtal á dögunum þar sem ég fékk að vita að þinn dagur væri að kvöldi kominn, þá kom högg- ið. Að fá að sitja með þér á gjör- gæslunni og rifja upp allt sem við gerðum skemmtilegt í lífinu er ómetanlegt. Óneitanlega runnu árin í gegnum hugann þegar ég sat hjá þér. Ég vissi samt að þegar ég fór þá hefði ég séð þig í síð- asta sinn. Eftir þessa heimsókn tók við erfið bið, full af sorg og minn- ingum. Morguninn eftir var sú staðreynd ljós að þú hefðir kvatt klukkan 2 þessa nótt. Elsku besti Gummi minn, takk fyrir allt og góða ferð. Þinn ástkæri vinur, Ólafur Haukur Hansen. Guðmundur Steinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.