Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 62
62 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljósmyndarinn Charlotta María Hauksdóttir var stödd hér á landi í síðustu viku til að kynna nýút- komna bók sína, A Sense of Place: Imprints of Iceland, sem hefur að geyma þrjár myndaseríur af ís- lensku landslagi sem hún hefur unnið að frá 2003. Bandaríska for- lagið Daylight Books gefur bókina út. Charlotta hefur búið vestur í Bandaríkjunum síðastliðin átján ár, en kemur títt hingað til að taka myndir og halda sýningar. Sýndi síðast í Ramskram galleríi fyrir tveimur árum og með Félagi íslenskra samtímaljósmyndara á Korpúlfstöðum í sumar. Hún hefur einnig sýnt ljós- myndir víða um heim og átt myndir í ýmsum útgáfum, blöðum, tímaritum, bókum og sýning- arskrám svo dæmi séu tekin. Aðspurð hvað vaki fyrir henni með myndaröðinni segir Charlotta að seríurnar þrjár fjalli um þau tilfinningalegu áhrif sem landslag hefur á manneskjuna sem og okk- ar áhrif á landslagið. „Meira en að sýna landslagið er ég að leita að hughrifum við því.“ Eins og sjá má á myndinni sem birtist hér vinnur Charlotta mikið með myndirnar, sérstaklega í þessu verkefni. „Í eldri verkum hef ég raðað saman myndum í tvennum og þrennum en nú er ég að klippa niður prentaðar myndir og leggja saman í lögum. Með því að umbreyta landslaginu verða verkin meira einstaklingsbundin upplifun, þar sem hver og einn dregur af sinni reynslu til að sjá heildarmyndina.“ – Fyrir vikið verður landslagið óraunverulegt og ævintýrakennt – byggist það að einhverju leyti á því að þú hefur búið ytra svo lengi? „Ég byrjaði að mynda lands- lagið eftir að ég flutti til Banda- ríkjanna og gerði það draumkennt til að sýna hversu hverfult það getur verið í minningunni. Eftir því sem ég bjó lengur úti breytt- ust verkin í raunsæislegri mann- hæðarháar samsettar myndir þar sem ég gat betur staðsett mig í landslaginu. Nýjustu verkin eru hins vegar mjög abstrakt. Ég er með flogaveiki í gagnaugalappa heilans sem gerir að verkum að minningar mínar og tilfinningar eru brotakenndar og tilfærslukenndar. Þetta birtist í stórum hluta verka minna og frá því ég byrjaði að taka landslags- myndir braut ég landslagið upp, endurraðaði því og gerði að til- búnu rými. Ég ferðast um landið og tek hundruð mynda á hverjum stað, frá ýmsum sjónarhornum. Síðan vinn ég í gegnum myndirnar og set þær saman þegar ég er komin heim til Kaliforníu, vel 20-30 myndir frá tilteknum stað sem mér finnst ríma saman, vinn þær og prenta út og klippi þær síðan og raða saman í þrívítt form. Það sem sést og það sem sést ekki af landslaginu gefur til kynna sam- spil manns og náttúru og líka það hve minnið er ófullkomið. Ég vil gjarnan draga áhorfendur inn í verkið og slitrótt samhengi mynd- anna fær þá til að sækja í eigin reynslu til að fullklára þær. Með því að nota fingrafaramynstur skírskota myndirnar líka til per- sónulegrar ábyrgðar okkar á því hvaða áhrif við höfum á náttúr- una.“ Óraunverulegt og ævintýrakennt landslag Ljósmyndarinn Charl- otta Hauksdóttir tekur landslagsmyndir og klippir niður til að búa til þrívítt ímyndað landslag. Hún sendi frá sér ljós- myndabók á dögunum. Ljósmynd/Charlotta Hauksdóttir Samhengi Ein þrívíðra mynda Charlottu Hauksdóttur úr bókinni A Sense of Place. Þessa mynd nefnir hún Topography Study XXVI. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Stúdenta- myndatö urk Einstökminning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.