Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Leikhópurinn Miðnætti hefur sýnt barnaleikritið Jólaævintýri Þorra og Þuru í leikstjórn Söru Martí Guðmundsdóttur í Tjarnarbíói í Reykjavík á aðventunni. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við tveimur aukasýningum næstu tvo sunnudaga. „Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Agnes Th. Wild, sem leikur Þorra. Sigrún Harðardóttir leikur Þuru og Sveinn Óskar Ásbjörnsson leikur öll önnur hlutverk og stýrir brúðunum Huldu búálfi og Jólakett- inum. Agnes og Sigrún eru jafn- framt höfundar handrits og tónlist- ar. Eva Björg Harðardóttir hannaði búninga og leikmynd, Hafliði Emil Barðason sér um lýsingu og Elísa- bet Skagfjörð um dans- og sviðs- hreyfingar. „Leikritið fjallar um hvað lítil góðverk og kærleikur geta haft mikil áhrif og hjálpað okkur í jóla- brjálæðinu,“ segir Agnes. „Sýningin fjallar einnig um vináttu og vænt- umþykju en Þorri og Þura eru bestu vinir. Þetta er hugljúf jóla- saga sem á vel við á aðventunni.“ Álfarnir Þorri og Þura hafa heim- sótt marga leikskóla vítt og breitt um landið frá 2008, komið fram á ýmsum hátíðum og voru í jólaþátt- unum Týndu jólin sem sýndir voru á RÚV síðustu jól og eru nú í end- ursýningu. „Þorri og Þura eru enn á ferðinni í leikskólum,“ áréttar Agnes. Systurnar Eva Björg og Sigrún Harðardætur stofnuðu leikhópinn Miðnætti 2013 ásamt Agnesi og hafa rekið hann síðan. Þær settu meðal annars upp brúðusýninguna Á eigin fótum í Tjarnarbíói fyrir um þremur árum og fara með hana til Japans í maí á næsta ári. „Þar sýn- um við sýninguna á einni stærstu barnaleikhúshátíð heims,“ segir Agnes. Sýningin Djákninn á Myrká – sagan sem aldrei var sögð verður tekin upp aftur á Akureyri í febrúar og í Tjarnarbíói í mars en verkið hefur áður verið sýnt fyrir norðan. „Svo erum við að vinna í nýju verki, Geim-mér-ei, brúðusýningu, sem verður frumsýnd á næsta leikári.“ Jólaævintýri Þorra og Þuru verð- ur sýnt í Tjarnarbíói klukkan 13.00 og 15.00 næstu sunnudaga, 15. og 22. desember. „Verkið er fyrir tveggja ára og eldri og fjölskyldur þeirra,“ segir Agnes. steinthor@mbl.is Aukasýningar á leikritinu með Þorra og Þuru  Góð aðsókn að barnaverkinu um álfana  Leikhópurinn á leikhúshátíð í Japan Morgunblaðið/Eggert Tjarnarbíó Þorri og Þura bregða á leik í jólaævintýri álfanna. Krossgátubók ársins 2020 er kom- in í verslanir en bókin kemur út ár hvert fyrir jólin. Þetta er 37. ár- gangur bókarinnar. Krossgátubókin er 68 síður og eru gáturnar bæði fyrir nýliða í fræðunum og þá sem lengra eru komnir. Lausnir annarrar hverrar gátu eru aftast í bókinni. Forsíðumynd- in er að venju eftir Brian Pilk- ington teiknara. Hún er af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Krossgátubók ársins 2020 fæst í helstu blaðsölustöðum landsins. Útgefandi er sem fyrr Ó.P.- útgáfan ehf., Auðbrekku 16, Kópa- vogi, en aðaleigandi hennar er Ólafur Pálsson. Prenttækni ehf. prentaði. Krossgátu- bók ársins 2020 er komin út Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 STOFNAÐ 1953 Njóttu jólabakstursins, við hreinsum fötin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.