Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Samtök atvinnulífs- ins hafa sent með- limum nýja bók sína er nefnist „Frá þjóðarsátt til lífskjarasamnings“. Um er að ræða upp- færslu á fyrri bók, „Frá kreppu til þjóðar- sáttar“, sem kom út ár- ið 2000 eða svo í tilefni af stofnun SA. Höf- undur bókanna er sagnfræðingurinn Guðmundur Magnússon. Bókin er mjög gott sögu- legt yfirlit og Guðmundur ritar mjög læsilegan texta. Vel að verki staðið hjá höfundi eins og við mátti búast. Við lestur þessara bóka rennur upp fyrir manni að svo virðist sem ekkert hafi lærst frá fyrra tímabilinu,1934- 1999. Að vandamálin sem glímt var við séu þau sömu þótt margt hafi breyst. Ýktar sveiflur fyrri ára eru að vísu að mestu horfnar, verðbólga minni og atvinnulíf fjölbreyttara allt. Það sem hins vegar er óbreytt eru ýktar kaupkröfur heilt yfir vinnu- markaðinn og þótt sífellt sé bætt í réttindi og frítími aukinn. Á þessum tíma hefur vinnuvikan styst úr tæp- um fimmtíu vinnustundum á viku nið- ur í tæpar fjörutíu frá árinu 1999. Og enn vilja launþegar styttingu vinnu- tíma og hærri laun. Áberandi er átakafælni SA síðustu tuttugu árin eða svo. Friður á vinnumarkaði er keyptur aftur og aftur dýru verði, of dýru verði má segja. Nýjasta útspilið kann svo að vera það eitr- aðasta frá upphafi og ekki hægt að treysta á makrílgöngur eða túr- hesta framtíðar í von um að þetta reddist nú allt saman. Næsti kafli. Ég mælist til þess að Guðmundur Magnússon verði feng- inn til að rita næsta kafla í sögu SA. Það þyrfti ekki að vera mikil viðbót en þó. Mætti hugsa sér að það væri þá frá 2019 til 2022 eða til enda hins landsfræga „lífskjarasamnings“. Nauðsynlegt er að skrá vel hvernig til tekst að bæði uppfylla samninginn og síðan afleið- ingar hans. Það mætti þá gefa út þriðju útgáfu í sögu samtakanna und- ir nafninu „Frá lífskjarasamningi til kreppu“. Þá væru samtökin komin heilan hring frá árinu 1934. Takk fyrir bókina Eftir Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson »Höfundur bókanna er sagnfræðingurinn Guðmundur Magnús- son. Bókin er mjög gott sögulegt yfirlit og Guð- mundur ritar mjög læsi- legan texta. Höfundur rekur bakarí. steinthorj@hotmail.com # H I N N S A N N I Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is FIR NÁTTÚRUNNAR FRÁ HINUM EINA SANNA SVEINKA GEFÐ Svo sem alþjóð er kunnugt, þá gerðist sá atburður nokkru fyrir síðustu jól að nokkrir alþingismenn settust inn á það vínveitinga- hús er Klausturbar nefnist og tóku þar að kneyfa áfengi. Um þetta var fjallað í Kast- ljósi RÚV nú í kvöld 20. nóvember. Nú er það svo með þennan drykk sem áfengi nefnist, að hann hefur hin aðskiljanlegustu áhrif á fólk, allt eftir því hver neytandinn er. Áfengið hefur nánast engin áhrif á suma. Ég þekkti mann sem þoldi áfengi svo vel, að þótt hann neytti þess í heilan dag og fjórðung næstu nætur, þá sáust ekki á honum áfengisáhrif; ytri persónuleiki breyttist ekkert og tal- andi hans næsta lítið. Slíkir menn munu mjög fágætir. Ég þekkti líka fólk sem var þeirr- ar gerðar, að strax við byrjun áfeng- isneyslu urðu menn að „umskipt- ingum;“ göngulagið reikult, við- ræðurnar urðu án alls samhengis, fólk fór að segja frá „atburðum“ sem vitað var að aldrei höfðu gerst og slíka menn heyrði ég tala illa um vini sína. Sennilega til- heyrir allur þorri áfengisneytenda hvor- ugum þessara hópa. Einhverjir fyrr- nefndra alþingismanna hafa tilheyrt þeim hópi manna sem glata tíma- bundið vitinu við vín- neyslu og var það tekið upp á hljóðband svo sem frægt varð af Báru Halldórsdóttur. Ég hélt að allir sem komn- ir eru til einhverrar lífsreynslu þekktu svona bull og hefðu vitsmunaþroska til að átta sig á að alls ekkert mark er takandi á orðum slíkra manna við þvílíkar að- stæður – orðin hlutu því að falla dauð og ómerk. Eftir að þessir orðgífurmenn komust til sjálfs sín iðruðust þeir orða sinna og báðust afsökunar á því sem þeir höfðu sagt. Þar með héldu margir að málið væri úr sögunni. Því var öðru nær, því nú hófst á alþingi margra daga „darraðardans“, þar sem margir þingmanna lýstu yfir fyrirlitningu sinni á þeim „Klaust- ursystkinum“. Einn þeirra fjöl- mörgu var formaður Samfylkingar- innar með heilagleikasvip og um- vöndunarorð, en hann hætti því snögglega þegar alþingismaður úr hans eigin flokki tók sér frí frá þing- störfum vegna ósæmilegs athæfis. Sumir vandlætingarpostularnir virt- ust ganga um með grátskeifu á vör. Þessi „dans“ á alþingi var „stiginn“ í þeim eina tilgangi að reyna að koma höggi á Miðflokkinn og þá sérstak- lega formann flokksins, Sigmund Davíð, sem ég veit ekki til, sam- kvæmt upptökunum, að hafi sagt eitt aukatekið neikvætt orð í garð annarra. Það hefði verið nær að nota þessa daga þingsins í eitthvað þarf- ara. Stefán frá Hvítadal var nokkuð gott skáld og fólu sum kvæði hans í sér nokkra speki. Eitt þessara kvæða nefnist „Húsfreyjan að Hóli“ og eru m.a. þar þessar ljóðlínur: Húsfreyjan að Hóli, hún hafði þann sið, að læðast í húsunum, og hlera jafnan við. Og hún stóð oft að hurðarbaki, er hjúin ræddust við, en slíkt er vondur vani og veitir engum frið. … Eftirsótt er mannorð manna og margt því sárið veitt. Ég hygg þó mönnum hentast að hlera ekki neitt. Hér endurspeglast það forna við- horf, að það hafa ekki þótt merki- legar persónur sem liggja á hleri, til að hlusta á einkasamtöl. Þessar ljóð- línur komu mér strax í hug þegar upplýstist um leynilegar upptökur Báru á Klausturbarnum. Þess utan munu þessar upptökur brot á þeim landslögum sem kveða á um frelsi til að tala, jafnvel þótt sá talsmáti sé með öllu ósæmilegur og ekki í sam- ræmi við daglegar skoðanir viðkom- andi, þegar hann gengur um með óbrengluðu viti. Annars er Bára þessi hreinasti snillingur. Þarna var hún rétt kona á réttum tíma á réttum stað, að vísu líklega með gamaldags upptökutæki vegna þröngs fjárhags þess sem lifir á örorkubótum einum. Í gerðinni er hún enginn öryrki, því hún er snill- ingur og það ætti að veita henni starf í samræmi við hæfni hennar með tilsvarandi góðum launum svo hún geti veitt sér sómasamleg lífs- gæði, bæði hérlendis og þegar hún er á ferð erlendis. Kona með snilld- arhæfileika eins og Bára hlýtur að vera eftirsóttur starfskraftur hjá rannsóknarlögreglunni. Og meira en það, hún hlyti að fá háttlaunað starf hjá þeim erlendu ríkjum þar sem það tíðkast að njósna um orð og skoðanir fólks. Það er miður þegar hæfileikar fólks eru ekki nýttir. Kengdrukknir menn og konur sem liggja á hleri Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún » Þessi „dans“ á alþingi var „stiginn“ í þeim eina tilgangi að reyna að koma höggi á Miðflokkinn og þá sérstaklega formann flokksins, Sigmund Davíð. Gunnar Guðmundsson Höfundur er fræðimaður og rithöfundur. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.