Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Glæsilegar
jólagjafir
Undirföt
Náttföt
Náttkjólar
Sloppar
Opið
alla daga
til jóla
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hreinar skuldir ríkissjóðs í lok nóv-
ember námu um 20,8% af vergri
landsframleiðslu (VLF). Þær eru því
hálfu prósentustigi lægri en í janúar.
Þróun ríkisskulda er hér sýnd á
tveimur gröfum. Á því stærra má sjá
þróun hreinna skulda frá ársbyrjun
2013 en þær skiptast í verðtryggðar,
óverðtryggðar og erlendar skuldir.
Á minna grafinu má svo sjá hlutfall
heildarskulda annars vegar og
hreinna skulda hins vegar af vergri
landsframleiðslu frá ársbyrjun 2017.
Hreinar skuldir eru heildarskuldir
að frádregnum endurlánum og sjóðs-
stöðu ríkissjóðs.
Náðu lágmarki í febrúar
Upplýsingar um þróun skuldanna
eru sóttar í mánaðaryfirlit Lánamála
ríkisins hjá Seðlabankanum.
Samkvæmt þeim náðu hreinar
skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF
lágmarki í febrúar sl. er þær fóru
niður í 19,7% af VLF.
Hreinar skuldir sem hlutfall af
VLF lækkuðu úr 34,8% í 27,9% árið
2017, eða um tæp 7%. Þær lækkuðu
svo úr 28,2% í 21,1% árið 2018, eða
um rúm 7%. Þær hafa hins vegar sem
áður segir aðeins lækkað um hálft
prósentustig frá janúar í ár.
Athygli vekur að hreinar óverð-
tryggðar skuldir ríkissjóðs voru um
600 milljarðar í janúar 2017 en hrein-
ar verðtryggðar skuldir um 200 millj-
arðar. Voru óverðtryggðu skuldirnar
þannig þrefalt hærri.
Um síðustu mánaðamót voru
hreinar óverðtryggðar skuldir um
346 milljarðar en hreinar verð-
tryggðar skuldir um 233 milljarðar.
Voru hreinu verðtryggðu skuldirnar
þar með orðnar 2/3 af hreinu óverð-
tryggðu skuldunum. Það er mikil
breyting á tæpum þremur árum.
65 milljarða bréf í febrúar
Framundan er gjalddagi á óverð-
tryggða ríkisbréfaflokknum RIKB 20
0205 sem er á gjalddaga 5. febrúar
nk. Um síðustu mánaðamót stóð
flokkurinn í 65,5 milljörðum króna.
Björgvin Sighvatsson, forstöðu-
maður Lánamála hjá Seðlabanka Ís-
lands, segir hafa verið greitt inn á
bréfið að undanförnu með fjármunum
úr stöðugleikasjóði.
Bréfið hafi til dæmis staðið í 76
milljörðum króna í lok júlí sl.
Spurður um þróun ríkisskulda
bendir Björgvin á að þær geti lækkað
töluvert sem hlutfall af VLF í kring-
um stóra gjalddaga.
„Þegar flokkur ríkisbréfa fellur á
gjalddaga minnka skuldirnar gjarnan
mikið en þá gengur líka á sjóðsstöð-
una. Svo byggjum við upp sjóðsstöð-
una með útgáfu. Þetta getur því
sveiflast,“ segir Björgvin.
Erlendir vextir við núllið
Fram kom í Morgunblaðinu í sept-
ember að horfur væru á enn frekari
vaxtalækkunum þrátt fyrir samdrátt.
Það gæti aftur dregið úr vaxtabyrði
ríkissjóðs á næstu árum og gert fjár-
festingar á Íslandi fýsilegri. Seðla-
bankinn lækkaði síðan vexti í tvígang
en hélt þeim svo óbreyttum við vaxta-
ákvörðun í gær.
Seðlabankinn tók í júní 500 millj-
óna skuldabréfalán í evrum sem bar
aðeins 0,1% vexti. Dæmi voru um nei-
kvæða vexti af ríkisskuldabréfum í
Evrópu í lok ágúst.
Spurður hvort minni hagvöxtur og
hallarekstur ríkissjóðs í ár kunni að
hafa áhrif á lánskjör ríkissjóðs á
næstunni bendir Björgvin á að staða
ríkissjóðs sé sterk. Líkt og á öðrum
löndum á Norðurlöndum séu skuldir
ríkissjóðs lágt hlutfall af VLF.
„Erlendu matsfyrirtækin gáfu ný-
verið út mjög gott lánshæfismat fyrir
íslenska ríkið,“ segir Björgvin. Hann
bendir svo á að mörg ríki í Evrópu
glími hins vegar við hátt hlutfall ríkis-
skulda af VLF. „Þegar þjóðir skulda
orðið jafn mikið og gömlu stóru ríkin í
Evrópu er spurning hvernig þau
muni ráða við þessar háu skuldir
þegar vextir hækka. Þær hafa getað
fjármagnað skuldirnar með litlum
vaxtakostnaði að undanförnu.“
Hægt hefur á lækkun hreinna skulda
Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa verið um 20% af landsframleiðslu í ár Hröð skuldalækkun að baki
Hreinar skuldir ríkissjóðs 2013-2019
Milljarðar króna á verðlagi hvers árs
Óverðtryggðar skuldir
Verðtryggðar skuldir
800
700
600
500
400
300
200
100
0
-100
60%
40%
20%
0%
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Erlendar skuldir
Hreinar skuldir sem
hlutfall af vergri
landsframleiðslu (VLF)
% VLF
Hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu
Heildarskuldir og hreinar skuldir í % 2017-2019
45%
40%
35%
30%
25%
20%
15%
2017 2018 2019
Heildarskuldir Hreinar skuldir
Mars 2019
26,8%
Febrúar 2019 19,7% Nóv. 2019 20,8%
Nóv. 2019
30,1%