Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 12
Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Taugaröskunin ADHD (e.Attention deficit hype-ractivity disorder) stafaraf truflun í boðefnakerfi
heilans á svæðum sem stýra hegðun
og athygli. Um það bil 7-10% barna
greinast með ADHD og er röskunin
algengari hjá strákum en stelpum.
ADHD er yfirleitt meðfætt og eru
erfðir stærsti orsakaþátturinn.
ADHD stafar ekki af lélegu uppeldi
eða erfiðleikum í félagsumhverfi en
álag getur ýtt undir einkennin og
gert þau meira hamlandi.
Hamlandi áhrif
Börn með ADHD eru gjarnan
hressir, skemmtilegir orkuboltar
með fjörugt ímyndunarafl. Eru oft
listrænir skapandi einstaklingar og
með leiðtogahæfileika. Athyglis-
brestur, stutt úthald, ofvirkni og
hvatvísi geta hins vegar haft afar
hamlandi áhrif á hegðun, nám, fé-
lagasamskipti og líðan.
Börn með ADHD eiga erfitt með
að hlusta og fylgjast með, eru utan
við sig, gleymin í athöfnum daglegs
lífs, týna hlutum, truflast auðveld-
lega og gera kæruleysisleg mistök.
Þau eiga erfitt með að sitja kyrr,
eru mikið á iði, fikta í hlutum,
skemma óvart og tala mikið. Þau
eiga erfitt með að bíða í röð, grípa
fram í fyrir öðrum og framkvæma
hluti án þess að hugsa fyrir afleið-
ingum.
Breytileg einkenni
Stýrifærni er skert sem birtist
gjarnan í slakri reiði- og tilfinn-
ingastjórnun, erfiðleikum við að
skipuleggja sig, slakri tímastjórnun
og skorti á félagsfærni. Oft er daga-
munur á einkennum og sveiflur í líð-
an. Með aldrinum minnkar ofvirkni
en eirðarleysi og einbeitingar-
skortur eru áfram hamlandi, mis-
mikið þó. Erfið hegðun, mótþrói og
samskiptavandi eru gjarnan fylgi-
fiskar ADHD. Kækir, námserfið-
leikar og/eða lesblinda eru einnig al-
geng. Ákveðinn hópur barna með
ADHD er með viss einkenni ein-
hverfu og/eða greinist með ein-
hverfu.
Mikilvægt er að greina vandann
og grípa til viðeigandi meðferðar
þegar einkenni verða hamlandi, því
ef ekkert er að gert er hætta á að
börn og ungmenni með ADHD þrói
með sér lágt sjálfsmat, kvíða og/eða
depurð. Auknar líkur eru á áhættu-
hegðun og slæm reynsla af skóla-
göngu eykur líkur á brottfalli úr
framhaldsskóla. Það er ekkert sem
læknar ADHD. Meðferð miðar að
því að draga úr einkennum, koma í
veg fyrir fylgiraskanir, auka náms-
og félagsfærni, bæta líðan og sjálfs-
mat. Með því að fræða og kenna að-
ferðir sem eru gagnreyndar er hægt
að efla færni og/eða bjargráð barna,
foreldra, kennara og annarra
umönnunaraðila til að takast á við
vandann.
Skipulag og fastar venjur
Börn með ADHD þurfa skýrt
skipulag, fastar venjur og rútínur,
skýr og einföld fyrirmæli. Mynd-
rænt skipulag hjálpar. Gott er að
búta niður verkefni og vinna í litlum
hópum. Lágmarka þarf áreiti og
stuðla að stöðugleika í umhverfi.
Tryggja þarf nægan svefn og hollar
matarvenjur. Markviss stuðningur í
skóla, þátttaka í íþróttum eða tóm-
stundum og skilningur umhverfisins
er lykilatriði. Lyfjameðferð við
ADHD er stór þáttur í meðferðinni.
Ekki þurfa öll börn með ADHD lyf,
en ef farið er að halla undan fæti
varðandi nám, líðan og félagsleg
samskipti þrátt fyrir önnur úrræði
er rétt að prófa lyf. Góð eftirfylgd er
nauðsynleg og með markvissri með-
ferð og eftirfylgd er hægt að bæta
stöðu barna með ADHD og minnka
líkur á vanda síðar meir.
Nánar um ADHD má finna undir
Ráð á síðu Þroska- og hegðunar-
stöðvar á vef Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins, www.heilsu-
gaeslan.is/throska-og-hegdunarstod
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ærslabelgir Það er gaman að vera til, lifa og leika sér þegar lífið er allt í góðu jafnvægi. Hoppað í þorpi úti á landi.
Orkuboltar með ADHD
Heilsuráð
Katrín Davíðsdóttir
barnalæknir og fagstjóri lækn-
inga, Þroska- og hegðunarstöð
heilsugæslunnar
Bráðum koma blessuð jólin er yfir-
skrift jóladagskrár sem boðið til í Ár-
bæjarsafni í Reykjavík sunnudagana
15. og 22. desember næstkomandi.
Viðburðir verða á öllu safnsvæðinu og
getur fólk rölt á milli húsanna og
fylgst með undirbúningi jólanna, eins
og hann var forðum daga. Hrekkjóttir
jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í
potta. Börn og fullorðnir dansa í kring-
um jólatréð á torginu og syngja vinsæl
jólalög.
Húsin í Árbæjarsafni bera uppruna-
leg og skemmtileg nöfn. Í Árbænum
sitja fullorðnir og börn með vasahnífa
og skera út laufabrauð en uppi á bað-
stofulofti er spunnið og prjónað. Í
Kornhúsinu búa börn og fullorðnir til
fallegt jólaskraut. Í Hábæ er hangikjöt
í potti sem gestir fá að bragða á. Í Ný-
lendu má fylgjast með tréútskurði og í
Miðhúsum fæst prentuð jólakveðja.
Jólahald heldra fólks við upphaf 20.
aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Kram-
búðinni er kramarhús, konfekt og
ýmis jólavarningur til sölu.
Fastir liðir á safninu á sunnudögum
til jóla eru að klukkan 14 er guðsþjón-
usta í safnkirkjunni, kl. 15 dansað í
kringum jólatréð á torginu og sungin
jólalög og milli kl. 14-16 skemmta jóla-
sveinar gestum og taka þátt í söng og
dansi í kringum jólatréð. Að vanda eru
svo ljúffengar og hefðbundnar jóla-
veitingar í boði í Dillonshúsi.
sbs@mbl.is
Jólagleði á sunnudögum í Árbæjarsafni í Reykjavík
Laufabrauð, hangikjöt og tréútskurður
Morgunblaðið/Hari
Gaman Þjóðlegir jólasveinar heilsa upp á gesti Árbæjar-
safns nú á aðventunni og láta þeir öllum illum látum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Handverk Það er kúnst að móta kerti, en nú verður hægt
að kynna sér vinnubrögðin sem þar ligga að baki.
Einstök stílgáfa höfundar nýtur
sín vel í frásögnum af búsmala
og fjallferðum. Skemmtileg og
mannbætandi lesning.
„Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði
í Laxárdal er án efa einhver fjörmesta og
skemmtilegasta sjálfsævisaga, sem íslenzkur
alþýðumaður hefur skrifað.“
Sjómannablaðið Víkingur 1947
Morð á Vatnsleysuströnd um
aldamótin 1900 og Strandaringum
stendur á sama! Hrollvekjandi en
samt bráðskemmtileg saga.
Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar 2019. Heillandi
og hófstillt verk þar sem hugsanir
um æsku og elli vega salt.
Í þessari bók eru rifjaðar upp sögur
af íslenskum kindum að fornu og
nýju, afrekum þeirra, uppátækjum
og viðureignum við óblíða náttúru
og kappsfulla smala.