Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fólk úr Hollvinafélagi MR afhenti
um helgina þriggja milljóna króna
framlag til skólans sem notað verð-
ur til að endurnýja húsgögn á lofti
Íþöku, sem er bókhlaða skólans.
„Ræktarsemi fyrrverandi útskrif-
aðra nemenda við gamla skólann
sinn er einstök og skiptir miklu fyrir
skólann. Ýmislegt þar hefði varla
komist áfram ef ekki væri þessi
stuðningur,“ segir Halldór Krist-
jánsson, verkfræðingur og formaður
hollavinafélagsins.
Margir svara kalli
Í fjórða sinn nú í haust efndi
Hollavinafélag MR til fjársöfnunar.
Stofnaðar voru valkröfur í heima-
banka fólks sem brautskráðst hefur
frá MR allt frá 1951. Alls eru um
11.000 manns á lista og í hvert sinn
hafa um 1.500 svarað kalli. Með
þessu móti hefur félagsskapur holl-
vinanna, sem stofnaður var árið
2013, safnað og gefið um 20 milljónir
króna til skólans.
Af verkefnum sem félagið hefur
stutt má nefna tölvukaup, endurnýj-
un innra tölvunets skólans og kaup á
líkamsræktartækjum auk verðlauna
til nemenda sem hafa sýnt fram-
úrskarandi árangur.
Íþaka, sem stendur sunnan við
aðalbyggingu MR, er lítið hús byggt
1866-67. Er nefnt eftir bænum It-
haca í New York-ríki í Bandaríkj-
unum, sem var heimabær Willards
Fiske, prófessors við Cornell-
háskóla. Fiske kom til Íslands árið
1879 og beitti sér þá fyrir stofnun
lestrarfélags við Lærða skólann sem
farið var að nefna Menntaskólann í
Reykjavík þegar kom fram á 20. öld.
Húsið í upprunalegt horf
„Endurbætur á Íþöku voru að-
kallandi,“ segir Einar Hreinsson,
konrektor MR. „Húsið er tekið í
gegn og fært í upprunalegt horf. Því
jafnhliða er sú breyting gerð að all-
ur bókakostur er færður á jarðhæð
en lesaðstaða verður á þeirri efri.
Þessar framkvæmdir kosta sitt og
þá kemur stuðningur hollvinafélags-
ins og raunar fleiri sér afar vel.
Raunar þurfum við afar margs með,
því í dag er starfsemi MR í alls 10
húsum sem mörg eru orðin gömul.
Því er bygging nýrra skólahúsa,
sem lengi hefur verið í umræðunni,
orðin afar brýn.“
Hollvinir
styðja Íþöku
Gamlir nemendur MR leggja skól-
anum lið Ný húsgögn fyrir bókhlöð-
una Hafa safnað 20 milljónum kr.
Ljósmynd/Aðsend
Stuðningur Halldór Kristjánsson, formaður Hollvinasamtaka MR, til vinstri og Ólafur Þorsteinsson afhenda
Elísabetu Siemsen, rektor skólans, styrkinn. Atfylgi félagsins hefur komið sér vel í ýmsum verkefnum skólans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Íþaka Húsið var byggt 1866-1867 og er þekkt kennileiti.
Ljósmynd/Aðsend
Safnið Lestur er bestur og bækurnar eru fróðleikslind.
RAYMOND WEIL söluaðilar:
Reykjavík: GÞ - skartgripir & úr, Bankastræti 12, s: 551-4007
Meba, Kringlunni, s: 553-1199 Meba, Smáralind, s: 555-7711
Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10, s: 554 4320
Hafnarfjörður: Úr & Gull, Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar, s: 565-4666
Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður, Hafnargötu 49, s: 421-5757
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður, Glerártorgi, s: 462-2509
Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður, Austurvegi 11, s: 482-1433