Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Marta María mm@mbl.is „Við bjuggum í lítilli íbúð í gamla Vesturbænum sem við keyptum 2015 og okkur leið alveg rosalega vel þar. Við fórum svo að hugsa um að stækka við okkur í janúar á þessu ári og við tók löng leit,“ segir Guðrún en að lokum fundu þau réttu íbúðina. „Við skoðuðum margar íbúðir bæði nýjar og gamlar en eftir mikl- ar vangaveltur komumst við að því að við heillumst af gömlum húsum. Við römbuðum á þessa íbúð og féll- um strax fyrir henni. Í grunninn var hún mjög falleg, eldhúsið í fínu standi, gólfið hrikalega flott en það þurfti að láta pússa það upp, en íbúðin í heild þurfti smá ást í formi málningarvinnu. Ég leitaði til snill- inganna hjá Slippfélaginu og fékk frábær ráð varðandi gólflista, vegg- lista, hurðakarma og annað en þetta var mikil lakkvinna sem við fórum í,“ segir Guðrún. Hún segir þau hafa verið svolítið týnd þegar kom að baðherberginu. „Baðherbergið var það eina sem ég var í vandræðum með. Við tímd- um ekki að rífa það og gera nýtt því í raun var ekkert að flísunum nema þá að liturinn var heldur úreltur. Innréttingin hafði orðið fyrir vatns- skemmdum og var upphleypt og ljót en við fengum aðila til að filma hana fyrir okkur. Ég ákvað að leggjast í það verkefni að lakka flís- arnar og aftur leitaði ég til Slipp- félagsins,“ segir hún. Þau notuðu tveggja þátta epoxy- lakk sem oft er kallað skipalakk. „Tveggja þátta lakk þýðir ein- faldlega að maður þarf sjálfur að blanda saman lakkinu og herðinum rétt áður en það er notað en það er ekkert mál með réttum áhöldum. Áður en lakkað er þarf að grunna með tveggja þátta epoxy-grunni. Heildarkostnaður var í kringum 35.000 sem er alveg frábært fyrir gjörsamlega nýjar flísar. Loftið var svo málað í litnum öldugrár.“ Hvar fenguð þið innblástur í þetta verkefni? „Ég skoðaði mikið myndir á net- inu og blaðaði í blöðum.“ Tók þetta langan tíma? „Það er bara hægt að gera eina umferð á dag svo þetta eru allavega þrír dagar. Undirbúningsvinnan er mikilvægust en hún tekur kannski einn dag í heildina líka. Ætli þetta hafi ekki verið fjórir eða fimm dag- ar með öllu; undirbúningi, lökkun og öllum frágangi.“ Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga fyrir lökkun:  Þrífa alla fitu vel af flísum og allt baðherbergið vel.  Pússa flísar með meðalgrófum sandpappír.  Þrífa aftur vel og passa að engin fita eða sandur sé til staðar.  Teipa meðfram því sem ekki á að lakka. Setja pappa eða plast yfir innréttingar, bað og gólf.  Mæli með að vera tveir saman í verkinu.  Fjárfesta í góðum hönskum og góðri grímu yfir öndunarfæri. Þetta efni er mikið eitur og því þarf að vanda til verka og passa að það snerti ekki húðina.  Lofta vel út en passa að hafa her- bergið ekki of kalt því þá er erf- iðara að vinna með efnið.  Fjárfesta í hrærara framan á skrúfvél. Notast til að blanda saman efni og herði.  Fjárfesta í þynningarefni fyrir bæði grunn og lakk. Það er erfitt að vinna með efnið þegar maður er langt komin með dolluna svo gott er að þynna það aðeins.  Athugið að eftir að penslar eða rúllur eru notaðir á eina umferð eru þeir ónýtir og því þarf að kaupa umgang fyrir hverja um- ferð.  Kaupa lakkið í minni umbúðum, eftir að herðinum og lakkinu er blandað saman hefur maður bara vissan tíma til að vinna með það og því betra að hafa þetta í minni einingum og blanda nýtt þegar ein dolla er búin.  Ein umferð af grunni, við not- uðum gráan grunn.  Tvær umferðir af lakki  Skera meðfram köntum og rúlla á sama tíma, einn að skera og annar að elta strax með rúllu. Eftir hverja umferð mæli ég með að taka teipið strax á meðan lakkið er blautt og teipa svo aftur fyrir næstu umferð. Ef það er ekki gert mæli ég með að skera með dúka- hníf meðfram teipi áður en það er tekið svo teipið fletti ekki lakkinu af. Eftir hverja umferð, loka strax öllum dollum sem eru búnar, ganga frá penslum og fara með út. Mæli með að fara strax með þetta í eitur- efnagáminn í Sorpu. Frágangur. Eins og kom fram hér að framan er mikilvægt að teiptð sé ekki tekið af á meðan lakkið er ennþá blautt og skera með dúkahníf meðfram áður en teipið er tekið svo það fletti ekki lakkinu af. Ég mæli svo með að kítta með silíkonkítti í öll sár, með- fram gólfi, meðfram baði, meðfram innréttingu og annars staðar svo ekki komist vatn á milli. Gjörbreyttu baðherberginu fyrir 35.000 kr. Guðrún Emilsdóttir rekstrarstjóri og Dagur Ólafs- son læknir búa ásamt tveggja ára syni sínum, Þor- valdi Daða, í fallegri í búð í Reykjavík. Á dögunum ákváðu þau að taka baðherbergið í gegn á snið- ugan og ódýran hátt en þau fluttu inn í nóvember. Hér eru Dagur og Guðrún ásamt syni sínum, Þorvaldi Daða. Svona leit baðherbergið út þegar búið var að grunna það. Þá átti ljósi liturinn eftir að koma yfir. Guðrún segir að það hafi tekið nokkra daga að mála baðherbergið því það sé bara hægt að fara eina umferð á dag. Unga parið kunni ekki að meta þessar hvítu og bláu flísar og ákvað að mála baðherbergið. Eins og sést á myndinni er baðher- bergið eins og nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.