Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
LJÓSADAGAR
12.-23. DESEMBER
20-40%
AF ÖLLUM LJÓSUM
PERUM OG KERTUM
25-30%
AF ÖLLUM RÚMFÖTUM,
SÆNGUM OG KODDUM
30-60%
AF ÖLLUM MOTTUM
FJÖLDI ANNARA TILBOÐA
Uppistandshópurinn Fyndnustu
mínar stendur fyrir jólasýningu
annað kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói sem
ber yfirskriftina Heilögustu mínar:
Jólakraftaverk. Munu þær fyndnu
blanda saman tónlist, dansi,
trópíkalskri sviðsmynd og hvaða
rugli sem þeim dettur í hug. Fyndn-
ustu mínar eru þær Lóa Björk,
Salka Gullbrá og Rebecca Scott
Lord og fá þær til liðs við sig Heklu
Elísabetu Aðalsteinsdóttur sem
verður kynnir og líka uppistandari.
Jólakraftaverk
fyndinna í Tjarnarbíói
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Þórir Hergeirsson er kominn með
norska kvennalandsliðið í hand-
knattleik í undanúrslit á stórmóti í
ellefta skipti í þrettán tilraunum
eftir sigur á Þýskalandi, 32:29, á
HM í Japan í gær. Þórir er á sínu
ellefta ári sem aðalþjálfari norska
liðsins og hefur þegar unnið með
því sex gullverðlaun á heimsmeist-
aramótum, Evrópumótum og
Ólympíuleikum. » 67
Í ellefta skipti í undan-
úrslitum stórmóts
ÍÞRÓTTIR MENNING
Söngvarinn Harold Burr verður
með jólatónleika í kvöld í Hann-
esarholti kl. 20 og mun syngja
bandarísk jólalög. Sveinn Pálsson
kemur fram með honum og leikur á
gítar. Burr er bandarískur en hefur
búið hér og starfað um árabil.
Hann söng áður með söngsveitinni
The Platters og í febrúar heldur
hann í tónleikaferð um
Finnland með tón-
skáldinu Thomas
Enroth og nokkr-
um söngvurum
og verða á
henni flutt
þekkt-
ustu lög
The
Platt-
ers.
Bandarísk jól með Burr
í Hannesarholti í kvöld
varð viðburðurinn Vígþóri að yrkis-
efni. Síðan hafa merkisviðburðir á
hverju ári, jafnt innlendir sem er-
lendir, ratað í ljóðaformi á jólakortin
hans. Hann hefur til dæmis ort um
snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík,
Skaftárhlaup, árásina á tvíburaturn-
ana í New York og fjöldamorðin í Út-
ey. „Okkur systkinunum, mér, Berki
og Loga, finnst merkilegt að hann
hafi haft kjark til þess að yrkja kær-
leiksrík ljóð um jól um nýliðna, erfiða
atburði,“ segir Sif, sem sendir sjálf
um 250 jólakort á ári.
Vígþór yrkir enn tækifærisvísur,
en er hættur að útbúa jólakort. Kort-
in 2017 og í fyrra voru því ekki ný
heldur kortin sem hann gerði 1987 og
1988, og kortið í ár er kortið sem
hann bjó til eftir fall Berlínarmúrsins
fyrir 30 árum. „Við höfum velt því
fyrir okkur að gefa bestu ljóðin út í
bók með myndskreytingunum,“ segir
Sif. »28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mjög hefur dregið úr sendingum jóla-
korta og þykir mörgum það miður.
Einn virkra sendenda er Vígþór
Hrafn Jörundsson, fyrrverandi skóla-
stjóri, sem sendi um 500 kort með
eigin teikningum
og ljóðum á
hverju ári frá
1989, en hefur
þurft að fækka
þeim vegna
heilsubrests og
sendi „aðeins“ um
300 kort 2017 og í
fyrra. Sami fjöldi
verður í ár.
Vígþór tók við
skólastjórastöðu á
Hólmavík 1959 og byrjaði þar að búa
til eigin jólakort fyrir jólin sama ár. Í
fyrstu voru kortin einföld, jafnvel
bara teikningar af jólasveinum. Hann
fjölritaði þau á sprittfjölritara og
sendi vinum og vandamönnum og
hélt uppteknum hætti, þar til hann
bætti við ljóðunum fyrir tæplega 40
árum.
Með kort í töskunni
Sif Vígþórsdóttir segir að fólk hafi
beðið eftir jólakortum föður síns.
Hann hafi ekki bara sent þau í pósti
heldur gefið fólki sem hann mætti á
förnum vegi eða átti viðskipti við eins
og stúlkunum í Mosfellsbakaríi.
„Hann var alltaf með kort í töskunni
og þakkaði fyrir árið með því að færa
fólki kort,“ segir hún. „Mamma hand-
skrifaði utan á umslögin, en nú geta
þau þetta ekki lengur.“
Foreldrar Vígþórs voru Jörundur
Gestsson og Elín Lárusdóttir á Hellu
í Steingrímsfirði. Jörundur hand-
skrifaði ljóðabókina Fjaðrafok og Sif
segir að faðir hennar og bræður hans
hafi verið talandi skáld. „Þeir köstuðu
fram tækifærisvísum við öll tækifæri
og Svar við bréfi Helgu, bók Berg-
sveins Birgissonar, endurspeglar
þessa ríku sagnahefð. Þessi sagna-
andi var ríkjandi norður á Ströndum
og pabbi drakk hann í sig.“
Þegar Berlínarmúrinn féll 1989
Tileinkar jólakort
sérstökum viðburðum
Vígþór Hrafn Jörundsson teiknaði jólakort í tæp 60 ár
Jólakortið 1989 og í ár Vígþór Hrafn Jörundsson teiknaði fall Berl-
ínarmúrsins á þennan hátt. Meðfylgjandi ljóð eftir hann er á bls. 28.
Vígþór Hrafn
Jörundsson