Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 12.12.2019, Qupperneq 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADAGAR 12.-23. DESEMBER 20-40% AF ÖLLUM LJÓSUM PERUM OG KERTUM 25-30% AF ÖLLUM RÚMFÖTUM, SÆNGUM OG KODDUM 30-60% AF ÖLLUM MOTTUM FJÖLDI ANNARA TILBOÐA Uppistandshópurinn Fyndnustu mínar stendur fyrir jólasýningu annað kvöld kl. 20 í Tjarnarbíói sem ber yfirskriftina Heilögustu mínar: Jólakraftaverk. Munu þær fyndnu blanda saman tónlist, dansi, trópíkalskri sviðsmynd og hvaða rugli sem þeim dettur í hug. Fyndn- ustu mínar eru þær Lóa Björk, Salka Gullbrá og Rebecca Scott Lord og fá þær til liðs við sig Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur sem verður kynnir og líka uppistandari. Jólakraftaverk fyndinna í Tjarnarbíói FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 346. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í hand- knattleik í undanúrslit á stórmóti í ellefta skipti í þrettán tilraunum eftir sigur á Þýskalandi, 32:29, á HM í Japan í gær. Þórir er á sínu ellefta ári sem aðalþjálfari norska liðsins og hefur þegar unnið með því sex gullverðlaun á heimsmeist- aramótum, Evrópumótum og Ólympíuleikum. » 67 Í ellefta skipti í undan- úrslitum stórmóts ÍÞRÓTTIR MENNING Söngvarinn Harold Burr verður með jólatónleika í kvöld í Hann- esarholti kl. 20 og mun syngja bandarísk jólalög. Sveinn Pálsson kemur fram með honum og leikur á gítar. Burr er bandarískur en hefur búið hér og starfað um árabil. Hann söng áður með söngsveitinni The Platters og í febrúar heldur hann í tónleikaferð um Finnland með tón- skáldinu Thomas Enroth og nokkr- um söngvurum og verða á henni flutt þekkt- ustu lög The Platt- ers. Bandarísk jól með Burr í Hannesarholti í kvöld varð viðburðurinn Vígþóri að yrkis- efni. Síðan hafa merkisviðburðir á hverju ári, jafnt innlendir sem er- lendir, ratað í ljóðaformi á jólakortin hans. Hann hefur til dæmis ort um snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík, Skaftárhlaup, árásina á tvíburaturn- ana í New York og fjöldamorðin í Út- ey. „Okkur systkinunum, mér, Berki og Loga, finnst merkilegt að hann hafi haft kjark til þess að yrkja kær- leiksrík ljóð um jól um nýliðna, erfiða atburði,“ segir Sif, sem sendir sjálf um 250 jólakort á ári. Vígþór yrkir enn tækifærisvísur, en er hættur að útbúa jólakort. Kort- in 2017 og í fyrra voru því ekki ný heldur kortin sem hann gerði 1987 og 1988, og kortið í ár er kortið sem hann bjó til eftir fall Berlínarmúrsins fyrir 30 árum. „Við höfum velt því fyrir okkur að gefa bestu ljóðin út í bók með myndskreytingunum,“ segir Sif. »28 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mjög hefur dregið úr sendingum jóla- korta og þykir mörgum það miður. Einn virkra sendenda er Vígþór Hrafn Jörundsson, fyrrverandi skóla- stjóri, sem sendi um 500 kort með eigin teikningum og ljóðum á hverju ári frá 1989, en hefur þurft að fækka þeim vegna heilsubrests og sendi „aðeins“ um 300 kort 2017 og í fyrra. Sami fjöldi verður í ár. Vígþór tók við skólastjórastöðu á Hólmavík 1959 og byrjaði þar að búa til eigin jólakort fyrir jólin sama ár. Í fyrstu voru kortin einföld, jafnvel bara teikningar af jólasveinum. Hann fjölritaði þau á sprittfjölritara og sendi vinum og vandamönnum og hélt uppteknum hætti, þar til hann bætti við ljóðunum fyrir tæplega 40 árum. Með kort í töskunni Sif Vígþórsdóttir segir að fólk hafi beðið eftir jólakortum föður síns. Hann hafi ekki bara sent þau í pósti heldur gefið fólki sem hann mætti á förnum vegi eða átti viðskipti við eins og stúlkunum í Mosfellsbakaríi. „Hann var alltaf með kort í töskunni og þakkaði fyrir árið með því að færa fólki kort,“ segir hún. „Mamma hand- skrifaði utan á umslögin, en nú geta þau þetta ekki lengur.“ Foreldrar Vígþórs voru Jörundur Gestsson og Elín Lárusdóttir á Hellu í Steingrímsfirði. Jörundur hand- skrifaði ljóðabókina Fjaðrafok og Sif segir að faðir hennar og bræður hans hafi verið talandi skáld. „Þeir köstuðu fram tækifærisvísum við öll tækifæri og Svar við bréfi Helgu, bók Berg- sveins Birgissonar, endurspeglar þessa ríku sagnahefð. Þessi sagna- andi var ríkjandi norður á Ströndum og pabbi drakk hann í sig.“ Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 Tileinkar jólakort sérstökum viðburðum  Vígþór Hrafn Jörundsson teiknaði jólakort í tæp 60 ár Jólakortið 1989 og í ár Vígþór Hrafn Jörundsson teiknaði fall Berl- ínarmúrsins á þennan hátt. Meðfylgjandi ljóð eftir hann er á bls. 28. Vígþór Hrafn Jörundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.