Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 66
66 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Meistaradeild Evrópu C-RIÐILL: Dinamo Zagreb – Manch. City................ 1:4 Shakhtar Donetsk – Atalanta ................. 0:3 Lokastaðan: Manchester City 6 4 2 0 16:4 14 Atalanta 6 2 1 3 8:12 7 Shakhtar Donetsk 6 1 3 2 8:13 6 Dinamo Zagreb 6 1 2 3 10:13 5  Manchester City og Atalanta fara í 16- liða úrslit en Shaktar í Evrópudeildina.  Leikjum í A-, B- og D-riðlum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld en París SG, Real Madrid, Bayern Münc- hen, Tottenham og Juventus voru þegar komin áfram og Atlético Madrid og Bayer Leverkusen börðust um síðasta sætið. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. Noregur Umspil, seinni úrslitaleikur: Lilleström – Start .................................... 4:3  Arnór Smárason kom inn á hjá Lille- ström eftir 85 mínútur.  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start. Jóhannes Harðarson þjálfar liðið.  Umspilið fór 5:5 samanlagt, og Start leik- ur í úrvalsdeildinni 2020. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Valur ...................... 19.15 Dalhús: Fjölnir – Njarðvík .................. 19.15 Hertz-hellirinn: ÍR – Tindastóll .......... 19.15 1. deild karla: VHE-höllin: Höttur – Álftanes ........... 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Snæfell.... 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – ÍBV U ................... 19 Í KVÖLD! HANDBOLTI Spánn Puente Genil – Barcelona................... 27:33  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. Frakkland Tremblay – París SG........................... 32:41  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir PSG. Noregur Elverum – Halden ............................... 33:29  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir Elverum. HM kvenna í Japan Milliriðill 1: Suður-Kórea – Holland........................ 33:40 Serbía – Danmörk ................................ 26:26 Noregur – Þýskaland........................... 32:29  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.  Lokastaðan: Noregur 8, Holland 6, Serb- ía 5, Þýskaland 5, Danmörk 4, Suður-Kórea 2. Milliriðill 2: Spánn – Rússland................................. 26:36 Rúmenía – Japan.................................. 20:37 Svartfjallaland – Svíþjóð ..................... 26:23  Lokastaðan: Rússland 10, Spánn 7, Svartfjallaland 6, Svíþjóð 5, Japan 2, Rúm- enía 0. Undanúrslit á morgun: Noregur – Spánn Rússland – Holland Leikur um 5. sætið á morgun: Serbía – Svartfjallaland Leikur um 7. sætið á morgun: Þýskaland – Svíþjóð Dominos-deild kvenna Grindavík – KR..................................... 53:76 Keflavík – Skallagrímur ...................... 69:63 Valur – Breiðablik ................................ 90:69 Haukar – Snæfell................................ 101:81 Staðan: Valur 12 11 1 1046:797 22 Keflavík 12 9 3 905:843 18 KR 12 9 3 924:790 18 Skallagrímur 12 7 5 826:803 14 Haukar 12 7 5 856:834 14 Snæfell 12 3 9 821:938 6 Breiðablik 12 2 10 771:948 4 Grindavík 12 0 12 754:950 0 Meistaradeild Evrópu Zaragoza – Bonn ................................. 72:77  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig, tók 8 fráköst og varði 3 skot fyrir Zaragoza. NBA-deildin Charlotte – Washington................... 114:107 Philadelphia – Denver.......................... 97:92 Miami – Atlanta ....................... (frl.) 135:121 Portland – New York ......................... 115:87 KÖRFUBOLTI mínútur sínar vel. Anna Ingunn gerði það vel í gærkvöldi og töluverðir hæfileikar þar á ferðinni. Helst til óagaður sóknarleikur Borgnesinga á löngum köflum leiks- ins varð þeim að falli. Skallagrímur gerði hinsvegar góða tilraun til að stela stigunum á lokasprettinum, undir forystu Emilie Hesseldal. Ekki kom það í veg fyrir verðskuldaðan sigur Keflavíkur. Valur vann án Helenu Topplið Vals er komið aftur á sigurbraut og hafði betur á heima- velli gegn Breiðabliki 90:69. Valur lék án Helenu Sverrisdóttur en landaði sigri eftir jafnan leik. Valur er á toppnum með 22 stig, fjórum meira en KR og Keflavík. KR fór til Grindavíkur og vann býsna öruggan sigur 76:53. Fyrir síð- asta leikhlutann var munurinn níu stig en Grindavík skoraði aðeins tvö stig í síðasta leikhlutanum. Haukar unnu sinn þriðja sigur í röð er Snæfell kom í heimsókn í Hafnarfjörðinn, 101:81. Haukar voru yfir allan leikinn og var sigurinn aldr- ei í hættu. Jólaandi sveif yfir í Keflavík  KR og Keflavík elta Val Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Heimasiagur Keflavík snéri dæminu við frá fyrri leik liðanna í vetur. Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Keflavík vann Skallagrím í Dominos- deild kvenna í körfuknattleik í gær. Liðin eru bæði við topp deildarinnar að elta Valsliðið en um leið að slást um þau þrjú sæti sem eftir eru í úr- slitakeppninni. Ekki var hinsvegar að sjá framan af leik að stigin væru mikilvæg liðunum miðað við spila- mennskuna. Svo fór að Keflavík land- aði stigunum með 67:63 sigri. Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur og þá hafði Skallagrímur betur í Bluehöll Keflavíkinga. Keflvíkingar höfðu því harma að hefna en stemn- ingin í upphafi leiks var alls ekki í takti við það. Andi jólanna sveif yfir og var þjálfari Keflavíkur, Jón Hall- dór Eðvaldsson, sammála því. „Það er eins og leikmenn séu bara komnir í smákökurnar og jólastuð,“ sagði Jón eftir leik. En Keflavíkurliðið hitnaði þegar leið á leikinn og þar ber helst að nefna þátt Önnu Ingunar Svansdóttur. Alltaf gaman að sjá unga leikmenn springa út og nýta Jóhannes Þór Harðarson stýrði liði Start í gær upp í efstu deild karla í norsku knattspyrnunni. Síðari leik- ur Lilleström og Start í umspili um laust sæti fór þá fram á heimavelli Lilleström. Start vann fyrri leikinn 2:1 en síðari leikurinn var í meira lagi dramatískur. Lilleström komst í 4:0 en Lilleström minnkaði mun- inn niður í 4:3 með mörkum á sex mínútna kafla, 76.-82. mínútu. Kemst liðið upp á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Aron Sigurð- arson leikur með Start og Arnór Smárason með Lilleström. Dýrmætur sex mínútna kafli Ljósmynd/Ole Endre Kallhovd/Ik Noregur Jóhannes Harðarson tók við Start í apríl á þessu ári. Glódís Perla Viggósdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, er í ellefu manna úrvalsliði sænsku úrvals- deildarinnar sem stuðningsmenn liðanna hafa valið. Glódís varð sænskur meistari með Rosengård í haust en hún lék alla 22 leikina í vörn liðsins og hverja einustu mínútu á tímabilinu, annað tímabilið í röð. Glódís hefur ekki misst úr eina mínútu með lið- inu í deildinni frá því hún kom til félagsins frá Eskilstuna fyrir hálfu þriðja ári. Rosengård á sex leik- menn í úrvalsliðinu. vs@mbl.is Glódís í hópi þeirra bestu Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Frammistaða Glódísar fer ekki framhjá stuðningsmönnum. Ítalska liðið Atalanta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu karla í knatt- spyrnu. Leikið var snemma í C- riðlinum í gær og fóru Ítalirnir til Donetsk í Úkraínu og unnu Shaktar 3:0. Sigurinn fleytti þeim upp í 2. sæti riðilsins og upp fyrir tvö lið, Shaktar og Dinamo Zagreb. Englandsmeistararnir í Man- chester City höfðu áður tryggt sér efsta sætið í riðlinum. Þeir fóru til Króatíu og mættu Dinamo Zagreb. Þrátt fyrir að heimamenn skoruðu fyrsta markið þá vann City engu að síður 4:1. Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus skoraði þrennu fyrir City og hinn ungi Phil Foden skoraði einn- ig. City fékk 14 stig í riðlinum og Atalanta helmingi minna. Atlalanta vann tvo leiki, gerði eitt jafntefli en tapaði þremur. Shaktar fékk 6 stig og Dinamo Zagreb 5 stig. Leikjunum í hinum riðlunum þremur var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en þar lá fyrir í fimm tilfellum af sex hvaða lið væru kom- in áfram: París St. Germain, Real Madríd, Bayern München, Totten- ham og Juventus. kris@mbl.is AFP Úkraína Leikmenn Atalanta fagna niðurstöðunni í Donetsk í gær. Atalanta komst áfram með aðeins 7 stig Hnémeiðsli miðherjans Michael Craion hjá reyndust ekki alvarleg en hann fór í myndatöku í vikunni. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Ís- landsmeistaranna, tjáði Morgun- blaðinu í gær að meiðsli hans ættu ekki að vera langvarandi. Ekki væri víst að hann yrði leikfær þeg- ar KR mætir Val í kvöld í Dominos- deildinni í körfuknattleik. Það yrði skoðað betur í dag. „Ekkert er slit- ið er rifið í hnénu og þetta virðast því vera bólgur og smávægileg tognun.“ Meiðsli og veikindi herja á leik- mannahóp meistaranna um þessar mundir. Ljóst er að Ingi getur ekki teflt fram þeim Jóni Arnóri Stef- ánssyni og Kristófer Acox í leikj- unum tveimur sem eftir eru á árinu. KR kemur til með að heimsækja Þórsara til Akureyrar hinn 19. des- ember. Eins og greint var frá í blaðinu á þriðjudaginn er Kristófer með nýrnabilun og framvindan svo- lítið óljós. Mun það skýrast betur þegar líður á árið hvernig til stend- ur að meðhöndla þau veikindi. Jón varð fyrir ökklameiðslum í leik gegn Tindastóli hinn 8. nóv- ember. Hefur hann tekið þátt í fjór- um leikjum síðan þá og á Inga má heyra að ekki hafi verið skyn- samlegt að tefla Jóni fram. „Hann þarf að fá tíma til að jafna sig. Jón hefði átt að stoppa eftir Keflavíkurleikinn en við mátum það þannig að hann gæti spilað. Vonandi mun hvíldin gera honum gott og hann verði heill heilsu eftir áramót,“ sagði Ingi en fyrsti leikur KR á nýju ári verður 5. janúar í Grindavík. Björn Kristjánsson mun leika með KR í desember en á nýju ári mun hann fara í aðgerð á mjöðm og fer þá á sjúkralistann . kris@mbl.is Mikil forföll hjá meisturunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Meiddur Hnémeiðsli Michael Craion virðast ekki vera alvarleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.