Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 37
FÉTTIR 37Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Saudi Aramco, ríkisolíufélag Sádi-Arabíu, var tekið til
skráningar í Tadawul-kauphöllinni í heimalandinu í gær.
Hækkuðu bréf félagsins um 10% við opnun markaða og
jókst virði félagsins við það um meira en 20 þúsund milljarða
íslenskra króna. Fyrirtækið er nú verðmætasta skráða
fyrirtæki í heimi og metið á 1.900 milljarða dollara, jafnvirði
ríflega 230 þúsund milljarða íslenskra króna.
Félagið var tekið til skráningar á markað í gær kjölfar
þess að ákveðið var að bjóða 1,5% hlut í félaginu til sölu í
hlutafjárútboði. Upplegg stjórnvalda var að með útboðinu
fengist staðfest að félagið væri 2.000 milljarða dala virði.
Þær áætlanir gengur ekki eftir og í útboðinu varð niðurstað-
an sú að félagið var metið á 1.700 milljarða dala.
Hin mikla hækkun bréfanna á fyrsta degi í kauphöll er því
álitin sárabætur í kjölfar þess sem greiningaraðilar hafa
kallað brokkgengt útboðsferli. Hækkunin í gær kom í kjöl-
far þess að stjórnvöld í Riyadh hvöttu stofnanafjárfesta og
auðugar fjölskyldur í landinu til þess að kaupa fleiri hluti í
félaginu. Hvatningin var hugsuð í þeim tilgangi að ýta undir
hærri verðlagningu bréfanna og ná með því hinu langþráða
markmiði Salmans konungs að sjá félagið metið á fyrr-
nefnda 2.000 milljarða dali.Saudi Aramco er arðbærasta
fyrirtæki í heimi, þ.e. ekkert félag skilar meiri hagnaði ár
hvert. Umsvif fyrirtækisins birtast hvað best í því að mark-
aðsverðmæti þess er nú meira en samanlagt virði fimm
stærstu skráðu olíufélaga heims.
Fjórðungur af upphaflegum
hugmyndum stjórnvalda
Þrátt fyrir þau vonbrigði sem hlutafjárútboðið olli verður
ekki hjá því litið að það er hið stærsta í sögunni. Heildar-
umfangið nam 25,6 milljörðum dollara en stærsta útboðið
fram til þess var útboðið sem hið kínverska Alibaba réðist í
árið 2014 í tengslum við skráningu þess í Kauphöllina á Wall
Street. Það útboð var 25 milljarðar dollara að stærð. Upp-
haflegar áætlanir konungsfjölskyldunnar í Riyadh höfðu
verið að selja 5% hlut í Aramco og fá fyrir hlutinn um 100
milljarða dollara. Því varð endanleg stærð þess aðeins ríf-
lega fjórðungur af því sem fyrstu hugmyndir hljóðuðu upp á.
Verðmætasta fyrirtæki
í heimi hækkaði um 10%
Hækkunin talin sárabætur í kjölfar misheppnaðs útboðs
AFP
Skráning Amin Nasser, forstjóri og stjórnarformaður
félagsins, hringir inn viðskipti í kauphöllinni í gær.
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans ákvað í gær að halda vöxt-
um bankans óbreyttum frá síð-
ustu vaxtaákvörðun.
Meginvextir verða því áfram
3%. Þetta var
tilkynnt með
yfirlýsingu
nefndarinnar í
gær þar sem
fram kom að
nýlega birtir
þjóðhagsreikn-
ingar sýndu að
hagvöxtur
hefði reynst
0,2% á fyrstu
níu mánuðum
ársins. Hefði hann reyndst að-
eins meiri en Seðlabankinn hefði
gert ráð fyrir í nóvember en að í
meginatriðum væri efna-
hagsþróunin með svipuðu sniði
og í nóvemberspá bankans.
Athygli vekur að yfirlýsing
peningastefnunefndar var með
stysta móti að þessu sinni eða
aðeins 118 orð. Hefur nefndin
raunar aldrei verið fáorðari í yf-
irlýsingum sínum en nú en
nefndin hefur starfað frá árinu
2009 og sent frá sér 89 yfirlýs-
ingar. Í hinni stuttu yfirlýsingu
segir að verðbólga hafi mælst
2,7% í nóvember og að und-
irliggjandi verðbólga hafi hjaðn-
að milli mánaða. Þá hafi verð-
bólguhorfur breyst lítið frá
síðustu vaxtaákvörðun og verð-
bólguvæntingar séu við mark-
mið miðað við flesta mæli-
kvarða.
Samtök atvinnulífsins sendu
frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess
að peningastefnunefnd tilkynnti
ákvörðun sína. Segja samtökin
að ákvörðun nefndarinnar sé
misráðin. „Samtök atvinnulífsins
telja ákvörðunina misráðna í
ljósi hagtalna sem sýna dýpk-
andi lægð í efnahagslífinu,
fækkun starfa og vaxandi at-
vinnuleysi. Þá hefur verðbólga
hjaðnað og verðbólguvæntingar
eru við markmið.“ Þá segja
samtökin að peningalegt aðhald
hafi aukist frá síðustu vaxta-
ákvörðun þar sem verðtryggðir
og óverðtryggðir vextir á mörk-
uðum hafi hækkað. SA nefna
einnig að í yfirlýsingu peninga-
stefnunefndar hafi verið skautað
fram hjá áhrifum af öðrum
stjórntækjum peningastefn-
unnar, m.a. eiginfjárauka bank-
anna sem leiði til minni útlána-
getu þeirra og hærri
útlánavaxta. Benda samtökin á
að eiginfjáraukarnir hafi verið
hækkaðir í maí og að til standi
að hækka þá enn frekar í janúar
næstkomandi. ses@mbl.is
Heldur stýrivöxt-
um óbreyttum
Ásgeir
Jónsson
SA harma ákvörðun Seðlabankans
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
TM hf. hyggst bjóða til sölu 93.750.000 nýja hluti í TM, eða sem samsvarar um 13,8% af
útgefnu hlutafé félagsins. Markmið útboðsins er fjármögnun á kaupum TM á öllu hlutafé
Lykils fjármögnunar hf.
Heildarsöluandvirði útboðsins er áætlað nema 3,0 milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum
sem boðnir eru til sölu í útboðinu.
Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:
1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM
2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr.
108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi almenn útboð. Í auglýsingu þessari
er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.
Heildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst
félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar. Hver hlutur er 1 króna að
nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti
með hina nýju hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM
(ISIN: IS0000000586).
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á
hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á
Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttar-
hafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM
kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa
forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma
samkvæmt reglum útboðsins.
Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangs-
réttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttar-
hafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða
ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember
2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019
og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti
með þá hefjist þann 18. desember 2019.
Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.
Helstu skilmálar útboðsins:
Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/
tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019
kl. 17:00 (GMT)
Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á
útboðstímabilinu
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion
banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til
12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að
áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála
útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði
er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í
hlutabréfum.
Nánari upplýsingar:
Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má
finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á
www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
HLUTAFJÁRÚTBOÐI TM LÝKUR KL. 17:00 Í DAG