Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Bandaríski leikstjórinnNoah Baumbach hefurundanfarin ár vakið miklalukku fyrir kvikmyndir sínar. Athyglisverðar myndir eftir hann eru til dæmis Frances Ha (2012), The Meyerowitz Stories (2017) og The Squid and the Whale (2005), en sú síðastnefnda var tilnefd til Óskarsverðlauna fyrir besta handrit. Baumbach er hluti af vissri bandarískri indí-nýbylgju, þar sem einnig mætti flokka leikstjóra á borð við Gretu Gerwig, sem leikstýrði Lady Bird (2017) og Sean Baker sem leikstýrði t.a.m. Florida Project (2017) og Tangerine (2015). Það fer ekki milli mála að Baum- bach er afar innblásinn af höfund- arverki Woody Allen. Hann gerir sósíal-dramatískar gamanmyndir um kunnugleg vandamál, vinslit, skilnaði, fjölskylduerjur o.s.frv., kvikmyndir sem einkennast af húm- or, líflegu persónugalleríi og oftar en ekki eiga þær sér stað í New York. Marriage Story er engin undantekn- ing frá þessu en hún er vitaskuld líka afar innblásin af meistaraverki Ing- mars Bergman, Broti úr hjónabandi, líkt og titillinn gefur til kynna. Marriage Story fjallar um hjónin Charlie (Adam Driver) og Nicole Barber (Scarlett Johanson) og einkason þeirra Henry. Myndin hefst á myndfléttuatriði með talsetn- ingu þar sem Charlie byrjar á að lýsa Nicole og svo öfugt. Þannig kynnumst við persónunum á djúp- stæðan hátt á örfáum mínútum. Þau búa í New York og kynntust þegar Nicole fór með hlutverk í leiksýn- ingu sem Charlie leikstýrði. Allar götur síðan hafa þau verið eins kon- ar ofur-par, jafnt í lífinu sem á svið- inu. Þrátt fyrir að þau virðist vera hin fullkomnu hjón kemur í ljós að þau eru að skilja að borði og sæng. Nicole flytur til heimaborgar sinnar Los Angeles til að fara með aðal- hlutverk í nýjum sjónvarpsþáttum. Fyrst um sinn fáum við tilfinningu fyrir því að þau vilji skilja í góðu, skipta öllu jafnt á milli sín og forðast að blanda lögfræðingum í málið. En Adam var ekki lengi í paradís. Marriage Story er stórkostleg kvikmynd og maður veit varla hvað maður á að byrja á að mæra. Það er kannski augljósast að byrja á leikn- um því þetta er mikil „leikaramynd“, það er mikið talað og sumar senur eru nokkuð leikhúslegar að því leyti að þær sýna fólk tala saman í langan tíma á sama stað. Adam Driver og Scarlett Johansson eru mögnuð í að- alhlutverkunum en aukaleikararnir eru ekki síðri, hver öðrum betri. Reyndar verður að viðurkennast að hin óviðjafnanlega Laura Dern stel- ur senunni í hlutverki lagasnápsins Noru. Handritið er mikil völundarsmíð, þetta er sígild frásögn en samt er sagan fersk, hún er alls ekki fyrir- sjáanleg. Það er svakalegur heiðar- leiki í þessu handriti, það er svo ekta að það er eins og það hafi ekki verið skrifað heldur hafi það bara birst. Helsti styrkleiki sögunnar er hvern- ig tekst að miðla samkennd, við höf- um samkennd með báðum aðilum í hjónabandinu, með brestum þeirra og sigrum, kostum og göllum. Við höldum með þeim báðum og hötum þau bæði. Þarna birtast tveir ein- staklingar sem tákna ólíka hluti, hið karllæga gegnt hinu kvenlega, New York á móti Los Angeles, listsköpun sem hark gegnt listsköpun sem „bransa“. Þetta virðist ósamræman- legt og niðurstaðan er líkast til að líf- ið snýst um að samræma hluti sem vilja ekki samræmast, gera mála- miðlanir, gefa eftir þegar það er óhugsandi að gefa eftir. Kvikmyndatakan í myndinni er frábær og styður efniviðinn vel. Oft- ast nær er hún öguð og hnitmiðuð en á köflum eru stundaðir loftfimleikar með myndavélinni og með flóknum þysjum og hreyfingum, til dæmis þegar áherslan er á tilfinningalegt uppnám eða þegar sena inniheldur margar persónur. Hér er líka unnið listilega vel með skipulag og kóreó- grafíu innan ramma, hvernig per- sónurnar hreyfa sig innan kyrr- stæðra ramma. Þessi stórfína myndataka forðar myndinni frá því að vera bara leikrit á filmu, sem hefði getað gerst þar sem áherslan á texta er jafnmikil og raun ber vitni. Stórkostlegar bíómyndir eins og Marriage Story eru ekki á hverju strái. Þetta er besta mynd Baum- bachs og ein athylgisverðasta kvik- mynd áratugarins sem lýkur brátt. Verkið talar þráðbeint inn í samtím- ann en er samt algjörlega tímalaust því það fjallar um tímalaus viðfangs- efni, samskipti, eftirsjá, uppeldi og ást. Þetta er kvikmynd sem tekur sér undir eins pláss í kvikmyndasög- unni, raunar er einhvern veginn eins og hún hafi alltaf verið til. Svoleiðis er kallað „instant klassík“, sem Mar- riage Story er svo sannarlega, sam- stundis sígild. Samstundis sígild Tímalaust „Verkið talar þráðbeint inn í samtímann en er samt algjörlega tímalaust því það fjallar um tímalaus við- fangsefni, samskipti, eftirsjá, uppeldi og ást,“ segir gagnrýnandi m.a. um Marriage Story. Hér sjást aðalleikarar kvikmyndarinnar, Scarlett Johansson og Adam Driver, með Azhy Robertson, sem leikur Henry, á milli sín. Bíó Paradís og Netflix Marriage Story  Leikstjórn og handrit: Noah Baumbach. Kvikmyndataka: Robbie Ryan. Klipping: Jennifer Lame. Aðalhlutverk: Scarlett Johansson, Adam Driver, Laura Dern, Azhy Robertson. Alan Alda, Ray Liotta, Julie Hagerty, Merritt Wever. 136 mín. Bandaríkin, 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.