Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 64
64 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 60 ára Droplaug ólst upp á Vopnafirði en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er forstöðumaður þjónustuíbúða á Dal- braut 27. Maki: Kristján Geirs- son, f. 1963, verkefna- stjóri hjá Orkustofnun. Börn: Baldvin, f. 1974, Bjarni Páll, f. 1988, d. 2008, og tvíburarnir Anna Björk og Birkir, f. 2009. Foreldrar: Guðni Þórarinn Valdimarsson, f. 1932, d. 2010, verkstjóri, og Ásta Ólafsdóttir, f. 1934, fv. skrifstofumaður. Hún er búsett á Vopnafirði. Droplaug Guðnadóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeit- inguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Tilfinningar þínar byggjast ekki á því hvernig aðrir bregðast við þeim og fólki finnst það þægilegt. Spáðu í hvort eða hvern- ig það hjálpar þér eða skaðar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver er aðgangsharður og vill komast nær þér en þú kærir þig um. Kannski af því að þú skilur hvers hann þarfnast og gefur honum það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Yfirmenn þínir taka eftir þér í dag og þess vegna skaltu vanda verk þín. Sum verk- efni eru þess eðlis að þau þarf að leysa í samráði við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert til í allt og gætir farið í furðuferð eða gengið í furðufélag, svona til að prófa eitthvað nýtt. Gakktu úr skugga um að þú vitir hvaða breytingar þú vilt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Efndir verða að fylgja orðum, því ann- ars situr þú uppi með það orðspor að ekkert sé á þig treystandi. Vertu þú sjálf/ur og njóttu þess sem gefur lífinu lit. 23. sept. - 22. okt.  Vog Til þín eru gerðar miklar kröfur og auð- vitað gerir þú þitt besta til að standa undir þeim. Vandaðu þig þegar þú tekur ákvarðanir sem geta haft áhrif þegar fram líða stundir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það hefur legið eitthvert slen í þér, en nú mætir þú tvíefldur til leiks. Sum- um finnst það frábært, öðrum hræðilegt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu frítímann jafn alvarlega og ef um vinnu væri að ræða. Samstarfsmenn sýna meiri samstarfsvilja og tækifæri gefast til að bæta sig í starfi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hugmyndir þínar eiga virðingu skilið. Ef einhver gagnrýnir þig skaltu taka til þín það sem þú átt og breyta því sem þú get- ur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst þú sigurvegari og hagar þér sem slíkur. Ef þú leggur þig fram er ekki langt í að þú náir takmarki þínu. Sýndu tillits- semi og leggðu áherslu á samvinnu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert dásamlega heillandi þessa dagana og getur talað þig í gegnum hvaða uppákomur sem er. tekið mér hana sem áttundu syst- urina. Má það ekki alveg?“ segir hún og hlær. Helga Sigrún tók að sér rekstur höfundarréttarsamtakanna Fjölís árið 2011. „Það var svo fyrir tveim- við ýmsar áleitnar samtíma- spurningar um pólitík og lögfræði eftir hrun og svo kynntist ég Theo- dóru vinkonu minni þar líka. Við höfum verið eins og samvaxnar á mjöðm síðan í náminu og ég hef H elga Sigrún Harð- ardóttir fæddist í Keflavík 12. desem- ber 1969. Hún bjó ásamt foreldrum og þremur yngri systrum í Grænási á Keflavíkurflugvelli til 14 ára aldurs þegar þau fluttu í nýtt hús í Njarð- vík sem foreldrar hennar höfðu þá byggt. Æskuslóðirnar voru því í bakgarði Keflavíkurflugvallar, sem var ákaflega friðsæl herstöð með móum og lóum og stöku orrustu- þotu sem tók á loft með ærandi há- vaða. Helga gekk í Njarðvíkurskóla og svo lá leiðin í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja. Þar eignaðist hún Írisi dóttur sína á fyrsta ári. Hún dreif sig svo í kennaranám og bætti við sig námi í námsráðgjöf sem hún lauk 1994. Þar sem Helga Sigrún er forvitin að eðlisfari lét hún hins vegar ekki staðar numið þar heldur bætti við sig meistaraprófi í sam- skiptastjórnun við Oklahoma- háskóla á Keflavíkurflugvelli 2002. Vorið 2013 lauk hún svo laganámi við Háskólann í Reykjavík og bætti við sig lögmannsréttindum í kjöl- farið. „Ætli þetta sé ekki orðið gott bara?“ segir hún. Helga Sigrún dvaldi í sveitinni hjá móðurömmu sinni og nöfnu í Skagafirði öll sumur fram til 15 ára aldurs þar sem hún, ásamt systr- um, frændsystkinum og öðrum heimilismönnum, sinnti fjósverk- um, heyskap og öðru því sem til féll á stóru heimili enda eftirsótt að komast í sveitina til ömmu þar sem allir voru velkomnir og nóg pláss fyrir ærslafulla krakka. Helga Sigrún hefur unnið hér og þar í gegnum tíðina, m.a. við kennslu og ráðgjöf. Hún vann einn- ig fyrir þingflokk Framsóknar um nokkurra ára bil og tók sæti á Al- þingi í nóvember 2008 eftir að þá- verandi flokksbræður hennar höfðu sagt af sér unnvörpum dag- ana þar á undan. Sú seta varði þó ekki nema fram á vor 2009 þegar hún hélt áfram laganáminu. „Sem er líklega með betri ákvörðunum sem ég hef tekið þar sem ég fékk ótrúlega mikið út úr því að takast á ur árum að ég var svo heppin að vera valin til að leiða mest spenn- andi vinnustað sem ég hef unnið á, Staðlaráð Íslands. Þar vörðum við leið að árangri við lausn á flóknum verkefnum samtímans, s.s. sjálf- bærni, jafnrétti og loftslagsmálum, svo eitthvað sé nefnt. Eitthvað fyr- ir alla, sama hvað. Og allir vinna!“ Helga Sigrún hefur átt ýmis áhugamál í gegnum tíðina. Handa- vinna og handverk ýmiskonar er þar efst á baugi sem og elda- mennska en hún hefur líka brunað um á mótorhjóli, kastað fyrir lax og silung og tók nýverið upp golf- iðkun, „þótt ég sé alls ekki nógu gömul til þess“, segir hún og glott- ir. Aðallega hefur hún þó áhuga á fólkinu sínu, ekki síst barnabörn- unum sem orðin eru fjögur. Sambýlismaður Helgu Sigrúnar er Jónatan Fjalar Vilhjálmsson, f. 11. nóvember 1971, tæknimaður á RÚV. Foreldrar hans voru Vil- hjálmur Frímann Magnússon, f. 1937, d. 1998, og Oddrún Valborg Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands – 50 ára Systur og dóttir Harpa Lind, Helga Sigrún, Íris og Brynja Björk á mánaðarlegu stefnumóti þeirra fjögurra. Mest spennandi vinnustaðurinn Afmælisbarnið Helga Sigrún að spila golf í Brautarholti 2019. 40 ára Sigríður er úr Kópavogi en býr á Sól- vangi við Eyrarbakka. Hún er ferðamála- fræðingur og MBA frá Háskóla Íslands og reiðkennari frá Há- skólanum á Hólum Hún er eigandi Hestamiðstöðvarinnar Sólvangs. Börn: Berta Sóley Grétarsdóttir, f. 2008, og Elsa Kristín Grétarsdóttir, f. 2009. Foreldrar: Elsa Magnúsdóttir, f. 1957, reiðkennari og bóndi á Sólvangi, og Pjetur N. Pjetursson, f. 1954, fram- kvæmdastjóri PON ehf. Þau eru búsett á Sólvangi. Sigríður Pjetursdóttir Til hamingju með daginn Grenivík Hrefna Karítas Olgeirs- dóttir fæddist 12. janúar 2019 kl. 3.29. Hún vó 3.238 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Margrét Freysdóttir og Olgeir Gunnarsson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.