Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum H ringurJóhannesson JÓLAPERLUR Vefuppboð á gæðaverkum lýkur 18. desember JÓLASÝNING Í GALLERÍ FOLDERRÓ sölusýning á grafíkverkum Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is úrval verka eftir listamenn Gallerís Foldar Br ag iÁ sg ei rs so n Þórunn Bára Björnsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vikunni að fela lögmanni bæjarins að leita eftir heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Garðabæjar gegn ríkinu vegna starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísa- foldar. Þar var ríkið sýknað af kröf- um Garðabæjar um bætur vegna uppsafnaðs taps af rekstri hjúkrun- arheimilisins á árunum 2013-15. Dómur héraðsdóms var því staðfest- ur. Pétur Magnússon, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi SFV á þriðjudag. Nið- urstaða dómsins valdi vonbrigðum þó að hún hafi ekki komið algerlega á óvart miðað við niðurstöðu Hér- aðsdóms. Hann segir að í ár séu yfir 80% hjúkrunarheimila rekin með tapi. Daggjöld frá ríkinu dugðu ekki fyrir rekstri Garðabær höfðaði málið og gerði fjárkröfu á hendur ríkinu sem nam uppsöfnuðu tapi af rekstri Ísafoldar á árunum 2013 til 2015 þar sem dag- gjöld frá ríkinu dugðu ekki fyrir rekstrarkostnaði. Landsréttur taldi að samningur aðila frá því í maí 2010 yrði ekki túlkaður með þeim hætti að ríkið hefði með honum skuld- bundið sig til að greiða rekstrar- kostnað hjúkrunarheimilisins. Jafnframt taldi Landsréttur að þótt hjúkrunarheimilum hefðu verið markaðar fjárveitingar í fjárlögum og fjáraukalögum og Trygginga- stofnun ríkisins og síðar Sjúkra- tryggingum Íslands hefði verið falið það hlutverk að tryggja hjúkrunar- heimilum rekstrarfé í formi dag- gjalda á grundvelli laga og reglu- gerða á grundvelli þeirra og gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands, yrði ekki ráðið af þeim réttarheim- ildum að í þeim fælist skuldbinding ríkisins til þess að tryggja rekstr- araðilum hjúkrunarheimila algert skaðleysi af rekstrinum. Landsréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ríkið hefði axlað skyldur sínar lögum samkvæmt gagnvart hjúkrunarheimilinu Ísafold með því að tryggja hjúkrunarheimilum fjár- veitingar á fjárlögum fyrir árin 2013 til 2015 og leggja hjúkrunarheim- ilinu til daggjöld samkvæmt reikni- líkani um skiptingu fjárveitinga frá Alþingi til hjúkrunarheimila, í sam- ræmi við reglugerðir og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, eins og segir í útdrætti Landsréttar með dómnum 22. nóvember. Pétur Magnússon segir að kröfur Garðabæjar hafi snúist um kröfur á hendur ríkinu vegna ófullnægjandi greiðslna ríkisins. Hann segir stjórn SFV telja dóminn lýsa þeirri stöðu að ríkinu sé heimilt að ákveða fjár- veitingar til þjónustu hjúkrunar- heimila með annarri hendinni, en setja kröfur á starfsemina með hinni hendinni og ekki þurfi að vera sam- hengi þar á milli. Um sé að ræða hagsmunamál sem hjúkrunarheimili hafi barist fyrir í sínum rekstri, en samningsstaðan sé erfið þegar viðsemjandinn sé aðeins einn, íslenska ríkið. Með kröfum á þjónustuaðila sé eðlilegt og réttlátt að fjármagn dugi til að uppfylla kröfur um rekstur. Sorgleg staðreynd Spurður um stöðuna í rekstri hjúkrunarheimila segir Pétur að staðan sé mjög erfið. Óformleg könnun sýni að 80-90% þeirra verði rekin með tapi á þessu ári. Í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja eigi rekstrargrunn hjúkr- unarheimila, en það hafi ekki verið gert, þvert á móti hafi hann verið skertur. Árið 2016 hafi rekstragrunnur hjúkrunarheimila síðast verið lagað- ur eftir langvarandi niðurskurð frá efnahagskreppunni 2008. Fyrir þremur árum hafi stjórnendur heim- ilanna því loksins talið reksturinn vera kominn í þokkalega réttlátt starfsumhverfi en það hafi nánast allt verið tekið til baka. Það sé sorg- leg staðreynd miðað við góðærið í samfélaginu síðustu ár. Hjúkrunar- heimili hafi ekki fengið að njóta þess. Vilja álit Hæstaréttar á Ísafold  Ríkið var sýknað af kröfum Garðabæjar vegna uppsafnaðs taps af rekstri hjúkrunarheimilisins  Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ræddu stöðuna  Taprekstur á yfir 80% hjúkrunarheimila Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Ísafold Hjúkrunarheimilið var tekið í notkun árið 2013 í Garðabæ og hefur verið tekist á um daggjöld vegna rekstrar tvö fyrstu árin. Matvælastofnun hefur tilkynnt að frá áramótunum verði varnar- hólfið Skjálf- andahólf ekki lengur skilgreint sem sýkt svæði með tilliti til riðu. Stofnunin segir þetta mikilvægan áfanga- sigur í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé. Enn eru þó sjö af 25 hólfum á landinu skilgreind sem sýkt og ekki sér fyrir endann á baráttunni við sjúkdóminn. Samkvæmt reglugerð er svæði skilgreint sem sýkt svæði í 20 ár frá staðfestingu riðutilfellis í hólfinu. Eftir 20 riðulaus ár telst svæðið vera orðið hreint. Engin riða við Skjálfanda Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála býður til hádegisfundar í dag í Lögbergi, stofu 101. Tilefnið er út- koma ævisögu Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Mun Guðjón stikla á stóru um áhrif Halldórs á íslensk stjórnmál og Jón Sigurðsson, fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins, bregðast við og lýsa reynslu sinni og sýn á stjórnmála- manninn Halldór Ásgrímsson. Ræða ævisögu Hall- dórs Ásgrímssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.