Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum H ringurJóhannesson JÓLAPERLUR Vefuppboð á gæðaverkum lýkur 18. desember JÓLASÝNING Í GALLERÍ FOLDERRÓ sölusýning á grafíkverkum Rauðarárstígur 14–16, sími 551 0400 · www.uppbod.is úrval verka eftir listamenn Gallerís Foldar Br ag iÁ sg ei rs so n Þórunn Bára Björnsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í vikunni að fela lögmanni bæjarins að leita eftir heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Garðabæjar gegn ríkinu vegna starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísa- foldar. Þar var ríkið sýknað af kröf- um Garðabæjar um bætur vegna uppsafnaðs taps af rekstri hjúkrun- arheimilisins á árunum 2013-15. Dómur héraðsdóms var því staðfest- ur. Pétur Magnússon, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að málið hafi verið rætt á stjórnarfundi SFV á þriðjudag. Nið- urstaða dómsins valdi vonbrigðum þó að hún hafi ekki komið algerlega á óvart miðað við niðurstöðu Hér- aðsdóms. Hann segir að í ár séu yfir 80% hjúkrunarheimila rekin með tapi. Daggjöld frá ríkinu dugðu ekki fyrir rekstri Garðabær höfðaði málið og gerði fjárkröfu á hendur ríkinu sem nam uppsöfnuðu tapi af rekstri Ísafoldar á árunum 2013 til 2015 þar sem dag- gjöld frá ríkinu dugðu ekki fyrir rekstrarkostnaði. Landsréttur taldi að samningur aðila frá því í maí 2010 yrði ekki túlkaður með þeim hætti að ríkið hefði með honum skuld- bundið sig til að greiða rekstrar- kostnað hjúkrunarheimilisins. Jafnframt taldi Landsréttur að þótt hjúkrunarheimilum hefðu verið markaðar fjárveitingar í fjárlögum og fjáraukalögum og Trygginga- stofnun ríkisins og síðar Sjúkra- tryggingum Íslands hefði verið falið það hlutverk að tryggja hjúkrunar- heimilum rekstrarfé í formi dag- gjalda á grundvelli laga og reglu- gerða á grundvelli þeirra og gjaldskrár Sjúkratrygginga Íslands, yrði ekki ráðið af þeim réttarheim- ildum að í þeim fælist skuldbinding ríkisins til þess að tryggja rekstr- araðilum hjúkrunarheimila algert skaðleysi af rekstrinum. Landsréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ríkið hefði axlað skyldur sínar lögum samkvæmt gagnvart hjúkrunarheimilinu Ísafold með því að tryggja hjúkrunarheimilum fjár- veitingar á fjárlögum fyrir árin 2013 til 2015 og leggja hjúkrunarheim- ilinu til daggjöld samkvæmt reikni- líkani um skiptingu fjárveitinga frá Alþingi til hjúkrunarheimila, í sam- ræmi við reglugerðir og gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, eins og segir í útdrætti Landsréttar með dómnum 22. nóvember. Pétur Magnússon segir að kröfur Garðabæjar hafi snúist um kröfur á hendur ríkinu vegna ófullnægjandi greiðslna ríkisins. Hann segir stjórn SFV telja dóminn lýsa þeirri stöðu að ríkinu sé heimilt að ákveða fjár- veitingar til þjónustu hjúkrunar- heimila með annarri hendinni, en setja kröfur á starfsemina með hinni hendinni og ekki þurfi að vera sam- hengi þar á milli. Um sé að ræða hagsmunamál sem hjúkrunarheimili hafi barist fyrir í sínum rekstri, en samningsstaðan sé erfið þegar viðsemjandinn sé aðeins einn, íslenska ríkið. Með kröfum á þjónustuaðila sé eðlilegt og réttlátt að fjármagn dugi til að uppfylla kröfur um rekstur. Sorgleg staðreynd Spurður um stöðuna í rekstri hjúkrunarheimila segir Pétur að staðan sé mjög erfið. Óformleg könnun sýni að 80-90% þeirra verði rekin með tapi á þessu ári. Í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja eigi rekstrargrunn hjúkr- unarheimila, en það hafi ekki verið gert, þvert á móti hafi hann verið skertur. Árið 2016 hafi rekstragrunnur hjúkrunarheimila síðast verið lagað- ur eftir langvarandi niðurskurð frá efnahagskreppunni 2008. Fyrir þremur árum hafi stjórnendur heim- ilanna því loksins talið reksturinn vera kominn í þokkalega réttlátt starfsumhverfi en það hafi nánast allt verið tekið til baka. Það sé sorg- leg staðreynd miðað við góðærið í samfélaginu síðustu ár. Hjúkrunar- heimili hafi ekki fengið að njóta þess. Vilja álit Hæstaréttar á Ísafold  Ríkið var sýknað af kröfum Garðabæjar vegna uppsafnaðs taps af rekstri hjúkrunarheimilisins  Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ræddu stöðuna  Taprekstur á yfir 80% hjúkrunarheimila Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Ísafold Hjúkrunarheimilið var tekið í notkun árið 2013 í Garðabæ og hefur verið tekist á um daggjöld vegna rekstrar tvö fyrstu árin. Matvælastofnun hefur tilkynnt að frá áramótunum verði varnar- hólfið Skjálf- andahólf ekki lengur skilgreint sem sýkt svæði með tilliti til riðu. Stofnunin segir þetta mikilvægan áfanga- sigur í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé. Enn eru þó sjö af 25 hólfum á landinu skilgreind sem sýkt og ekki sér fyrir endann á baráttunni við sjúkdóminn. Samkvæmt reglugerð er svæði skilgreint sem sýkt svæði í 20 ár frá staðfestingu riðutilfellis í hólfinu. Eftir 20 riðulaus ár telst svæðið vera orðið hreint. Engin riða við Skjálfanda Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála býður til hádegisfundar í dag í Lögbergi, stofu 101. Tilefnið er út- koma ævisögu Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráð- herra, eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Mun Guðjón stikla á stóru um áhrif Halldórs á íslensk stjórnmál og Jón Sigurðsson, fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins, bregðast við og lýsa reynslu sinni og sýn á stjórnmála- manninn Halldór Ásgrímsson. Ræða ævisögu Hall- dórs Ásgrímssonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.