Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Útkall Björgunarsveitarmenn hafa staðið í ströngu síðustu daga vegna óveðursins sem geisað hefur í flestum landshlutum. Hér eru nokkrir að störfum á þaki iðnaðarhúss í Reykjavík. Kristinn Magnússon Börn eru yfirleitt ekki gömul þegar þau átta sig á að það er betra að vera stór en lítil, eldri en yngri. Stærð og aldri fylgja völd og möguleikinn til að hafa áhrif á eigið líf og samfélag. Orð- ræða endurspeglar ráðandi við- horf til samfélagshópa og eru börn þar engin undantekning. Óforsvaranleg hegðun fullorð- inna er stundum kölluð barnaleg. Það liggur í augum uppi að til þess að hafa vægi í samfélaginu, eins og það er uppbyggt í dag, skiptir máli að vera fullorðinn. Ósjaldan heyrum við því haldið fram, við hin ýmsu tilefni, að börnin séu framtíðin. Falleg hugsun liggur þar eflaust að baki og ætlunin að benda á mikilvægi þess að hlúa vel að heiminum til þess að geta afhent hann börnunum þegar þau verða stór. Það sem margir átta sig hins vegar ekki á er að með þessum orðum erum við að segja að tími barnanna komi seinna. Barnæskan er hins vegar ekki biðstofa fullorðinsáranna. Börn og ungmenni eiga að hafa rödd frá því að þau eru fær um að koma skoðunum sínum á framfæri og þeirra rödd á að fá svigrúm og vægi. Barnasáttmálinn loforð til barna Fyrir rúmlega þrjátíu árum var börnum heimsins gefið loforð. Loforð um að standa skyldi vörð um réttindi þeirra og velferð framar öllu öðru. Loforðið, sem í daglegu tali kallast Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, en sáttmálinn felur í sér al- þjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild rétt- indi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn var fullgiltur af Alþingi árið 1992 og lögfestur 2013. Þrátt fyrir að langt sé um liðið eru mörg af ákvæðum hans enn ekki orðin að veruleika. Það telst til dæmis enn til fyrirmyndar og vekur athygli þegar börnum er gefið tækifæri til að tjá sig á op- inberum vettvangi. Það ætti hins vegar að vera orðið með öllu sjálfsagt enda eru, þegar öllu er á botninn hvolft, fá mál- efni sem ekki snerta líf þeirra með einhverjum hætti. Raddir barna fá aukið vægi Víðtæk endurskoðun stend- ur nú yfir á allri þjónustu við börn á Íslandi að mínu frum- kvæði. Við stöndum á kross- götum og höfum alla burði til að búa til einhverja framsækn- ustu umgjörð í heimi þegar kemur að því að hlusta á raddir barna og uppfylla réttindi þeirra. Aukinn skilningur er að verða á því að raddir barna og Barnasáttmálinn sé átta- vitinn sem eigi að liggja til grundvallar öllum ákvörðunum og stefnumótun sem varða líf yngri kynslóðarinnar. Því til staðfestingar má nefna að ríkisstjórnin samþykkti fyrr á þessi ári tillögu mína um að allar stórar ákvarðanir sem og lagafrumvörp sem varða börn skuli rýnd út frá áhrifum á stöðu og réttindi þeirra. Þessi hugsun liggur til grundvallar allri minni vinnu í embætti félags- og barna- málaráðherra. Ekki síst í fyrrnefndi endur- skoðun og samþættingu á þjónustu við börn sem nú fer fram undir forystu félagsmála- ráðuneytisins þvert á önnur ráðuneyti. Hugsunin endurspeglast einnig í stuðningi ráðuneytisins við nýafstaðið Barnaþing um- boðsmanns barna og nýundirrituðum sam- starfssamningi félagsmálaráðuneytisins við UNICEF um markvisst samstarf við innleið- ingu sveitarfélaga á Barnasáttmálanum. Mun það fara fram undir formerkjum Barn- vænna sveitarfélaga og er stefnt að því að að minnsta kosti 30 prósent sveitarfélaga á Ís- landi hafi fengið viðurkenningu sem barn- væn sveitarfélög við árslok 2021. Hluti af daglegu lífi Til að tryggja raunverulega barnvænt samfélag þurfa börn að njóta þeirra réttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um í sínu nærumhverfi á degi hverjum. Þess vegna þarf innleiðing hans ekki síst að fara fram hjá sveitarfélögum en þangað sækja börn að stærstum hluta þá þjónustu sem þau þurfa á að halda. Innleiðing Barnasáttmálans þýðir að forsendur hans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi sveitarfélagsins á öllum stigum. Barnasáttmálinn verði þannig ekki lengur falleg kóróna sem sett er upp á hátíð- isdögum heldur hluti af daglegu lífi, alla daga og alls staðar. Ég legg áherslu á að hér er ekki aðeins um að ræða falleg orð og fögur fyrirheit. Að baki þessum breytingum liggja beinhörð vísindi en æ fleiri rannsóknir sýna að velferð barna skiptir sköpum þegar kemur að því að byggja upp heilbrigt og gott samfélag til skemmri og lengri tíma. Lengi býr að fyrstu gerð og ein besta fjárfesting sem samfélög geta ráðist í er að hlúa vel að börnum. Eftir Ásmund Einar Daðason » Börn og ungmenni eiga að hafa rödd frá því að þau eru fær um að koma skoð- unum sínum á framfæri og þeirra rödd á að fá svigrúm og vægi. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Æskan er ekki biðstofa fullorðinsáranna Morgunblaðið/Eggert Breytingar „Til að tryggja raunverulega barnvænt samfélag þurfa börn að njóta þeirra rétt- inda sem Barnasáttmálinn kveður á um í sínu nærumhverfi á degi hverjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.