Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 ✝ Unnur LáraJónasdóttir fæddist hinn 30. mars 1935. Hún andaðist á St. Franciskusspít- alanum í Stykk- ishólmi 30. nóv- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Jónas Páls- son frá Höskuldsey, f. 24. september 1904, d. 13. september 1988, og Dagbjört H. Níelsdóttir, f. 6. febrúar 1906, d. 14. maí 2002. Jónas og Dagbjört bjuggu í El- liðaey frá 1929 til 1948 og síðar í Stykkishólmi. Auk Unnar Láru eignuðust þau þrjár dætur: Ástríði Helgu, f. 1930, d. 2018, Jóhönnu, f. 1937, og Ásdísi, f. 1941. Unnur Lára var í sambúð með Árna Sigurjónssyni, f. 20. jan- úar 1911, d. 20. mars 1982, þau slitu samvistum. Þau eignuðust einn son: 1) Ásgeir, f. 27. apríl 1958. Hann er kvæntur Katrínu Pálsdóttur, f. 1958, búsett í 2009, og Alexandra María, f. 2012, Hreiðar Má, f. 1984, kvæntur Huldu Hildibrands- dóttir, börn þeirra eru: Hrefna María, f. 2014, og Hildur Birna, f. 2017. Unnar Örn, f. 1990, Arn- þrúði Heiðrúnu, f. 1993, börn hennar eru: Víkingur Leó, f. 2010, og Atlas Ernir, f. 2018, og Rúnu Birnu, f. 2001, unnusti hennar er Davíð Máni Vikt- orsson. Í dag er Guðrún Birna í sambúð með Einari Þór Strand, f. 1960, búsett í Stykkishólmi og á hann tvö börn. 3) Jóhann Garðar, f. 8. ágúst 1967, kvænt- ur Helgu Lilju Sólmundsdóttir, f. 1967, búsett í Stykkishólmi. Jóhann Garðar á einn son með fyrrverandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, f. 1971, Eggert Thorberg, f. 1996. Jóhann Garðar á einnig Elberg Loga, f. 1991, barnsmóðir hans er Bergdís Rósantsdóttir, f. 1972. 4) Unnsteinn Logi, f. 22. júlí 1973, kvæntur Halldóru Halldórsdóttur, f. 1974, búsett á Efra-Seli í Hrunamannahreppi og eiga þau þrjú börn: Áslaugu Guðnýju, f. 1997, Halldór Frið- rik, f. 2000, og Gísla Gunnar, f. 2005. Unnur Lára verður jarðsung- in frá Stykkishólmskirkju í dag, 12. desember 2019, og hefst at- höfnin klukkan 14. Stykkishólmi og eiga þau tvö börn: Árna, f. 1986, kvæntur Önnu Mar- gréti Ólafsdóttur, f. 1985, börn þeirra eru: Davíð Ágúst, f. 2012, Katrín Lára, f. 2015, og Iðunn Margrét, f. 2018, og Unni Láru, f. 1990, gift Rut Herner, f. 1989, börn þeirra eru: Kristinn Herner, f. 2016, og Hákon Herner, f. 2019. Dóttir Katrínar og fósturdóttir Ásgeirs er Kristín Óladóttir, f. 1981, barn hennar er Sara Björk, f. 2017. Unnur Lára giftist hinn 24. apríl 1964 Eggerti Thorberg Björnssyni, f. 2. desember 1915, d. 30. mars 2004. Börn þeirra eru: 2) Guðrún Birna, f. 22. nóv- ember 1964, áður í sambúð með Jóhannesi Ólafssyni, f. 1955, og eignuðust þau fimm börn: Ólaf Eggert, f. 1981, í sambúð með Kingu Mariu Kotwika, börn þeirra eru: Viktoría Thelma, f. Mamma ólst upp í Elliðaey, með foreldrum sínum og þrem- ur systrum, þar sem búið var með kindur, nautgripi og hænsni, sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Pabbi mömmu, Jónas afi, var vitavörð- ur í eynni auk þess að stunda sjómennsku. Dagbjört amma sá til þess að allt gengi sinn vana- gang á heimilinu og stýrði heim- ilishaldinu af mikilli röggsemi. Í Elliðaey bjó fjölskyldan allt til ársins 1946 þegar þau fluttu til Stykkishólms til þess að syst- urnar fjórar gætu sótt þar barnaskóla, en næstu tvö ár á eftir bjuggu þau í eyjunni að sumarlagi og fluttust síðan al- farið í Stykkishólm 1948. Mamma ólst upp með systr- um sínum í einstöku umhverfi og náttúrufegurð Breiðafjarð- areyja og átti Elliðaey hug hennar og hjarta alla tíð. Búseta í eyjum Breiðafjarðar á þessum árum var auðvitað krefjandi, en mamma ræddi oft um að þau hefðu haft það gott, enda matar- kistan skammt undan. Sjálfur minnist ég óteljandi ferða fram í eyjar við dúntekju, eggjatöku, stangveiðar, lundaveiðar og samveru í einstöku umhverfi, nokkuð sem ég verð þakklátur fyrir alla mína tíð. Mamma stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni veturinn 1953-1954 og myndað- ist þar vinátta góðra skólasystra sem varði það sem eftir var. Það hýrnaði alltaf yfir henni þegar talið barst að þessum tíma sem var henni greinilega ákaflega dýrmætur. Mamma vann lengst af hjá Pósti og síma, sem talsímavörð- ur og starfsmaður hjá póstinum við Aðalgötu í Stykkishólmi eða í yfir 30 ár. Hún vann einnig ýmis störf í gegnum tíðina, s.s. í fiski og í skelvinnslu og á Hótel Stykkishólmi utan þess að hafa umsjón með hinu annasama heimili á Höfðagötunni. Einnig rak hún útgerð með pabba, fyrstu ár útgerðarinnar. Helstu ákvarðanir voru teknar við eld- húsborðið, eins og gjarnan er þegar um lítil fjölskyldufyrir- tæki er að ræða. Mamma hafði gaman af hvers kyns ferðalögum, innanlands og utan, og þá gjarnan með sinni bestu vinkonu, Þóru Ágústs- dóttur, sem lést langt fyrir ald- ur fram. Fráfall hennar var mömmu sem og öllum öðrum þungbært. Þóra og mamma voru systkinabörn í báðar ættir. Á Höfðagötunni, þar sem ég ólst upp, var alltaf gestkvæmt og margir og skemmtilegir per- sónuleikar sóttu okkur iðulega heim. Mamma og pabbi opnuðu heimili sitt fyrir fólki sem þurfti húsaskjól til lengri eða skemmri tíma, það þótti ekkert tiltöku- mál. Það var oft glatt á hjalla og mjög oft voru samskiptin í bundnu máli, enda hafði pabbi gaman af kveðskap og þótti nokkuð sterkur á svellinu á því sviði. Þá var gaman að fylgjast með því sem fram fór manna á milli. Mamma ritaði gjarnar hinar ýmsu greinar og var liðtækur penni. Þar benti hún gjarnan á það sem betur mætti fara í sam- félaginu auk þess að skrifa minningar frá æskuárum sínum, eyjalífinu. Í dag er hún vafalaust frjáls eins og fuglinn, kannski jafn- frjáls og krían, hennar uppá- haldsfugl, er á góðviðrisdegi í Breiðafirði. Takk fyrir samfylgdina elsku mamma, hvíl í friði. Þinn sonur, Unnsteinn Logi. Nú þegar þú hefur kvatt okk- ur elsku amma streyma um hugann góðar minningar. Við minnumst þess hve góður félagi og vinur þú varst okkur. Þú hreifst okkur með þér í hug- arheim æsku þinnar og sagðir okkur alla tíð frá lífinu í Elliða- ey og hve yndislegur staður eyjan væri, algjör paradís barna. Elliðaey skipaði alla tíð mik- ilvægan sess í hjarta hennar. Ferðirnar út í eyju verða alltaf minnisstæðar og sérstaklega þegar amma kom með en í seinni tíð fækkaði þeim jafnt og þétt. Í minningunni var amma yfirleitt illa skóuð, klöngraðist upp þangið, labbaði með hendur niður með síðum í gegnum kríu- varpið og fiktaði í kertum þang- að til allt var út í kertavaxi. Þetta var hennar heimur. Amma var það stolt af upp- runa sínum að henni fannst t.d. engin mold betri en moldin úti í eyju; kolsvört, því næringin í moldinni var svo mikil að bestu kartöflur sem til voru komu upp úr þeirri mold. Moldin var í svo miklum gæðaflokki að við sótt- um einhvern tímann nokkra tugi kílóa af henni í beðin hjá henni, bara því þetta var eyja- mold. Þessu fylgdi mikið bras og eflaust algjör vitleysa en þetta þótti okkur ömmu skemmtilegt. Amma vildi allt fyrir okkur börnin gera og alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. Eitt sinn bauðst hún meira að segja til að kenna einu okkar dönsku þar sem dönsku- lærdómurinn hjá barninu var farinn vægast sagt í skrúfuna og stutt í próf. Amma setti sig í kennaragírinn og við tóku nokkrir dönskutímar og prófinu náði barnið. Þessa dönskukunn- áttu rifjuðum við upp með henni fyrir stuttu en þá hvíslaði hún til okkar og brosti: „Var ég að kenna þér dönsku, ég sem hef aldrei kunnað neina dönsku!“ Amma var lúmskur húmoristi. Það besta var að hún hafði húm- or fyrir sjálfri sér og var ekkert feimin við að segja af sér vand- ræðalegar sögur. Amma var alltaf til staðar fyrir okkur systkinin og sýndi það best með því að láta Krist- ínu líða eins og sínu eigin barnabarni og stóð við bakið á Unni Láru nöfnu sinni þegar hún kom út úr skápnum. Amma talaði fallega til lang- ömmubarnanna sinna og brosti alltaf hlýlega til þeirra þegar við heimsóttum hana á dvalar- heimilið. Álíka hrós hafa börnin okkar aldrei fengið og rifjum við reglulega upp ýmislegt fal- legt sem langamma þeirra hefur sagt. Hver er með fallegustu bláu augun? Hver er með svona löng og falleg augnhár? Þú ert alltaf svo nett og fín, fallegi langömmustrákurinn minn og margt fleira fallegt sagði hún þegar barnabörnin kíktu í heim- sókn upp á dvaló. „Er hann að hægja, hvernig er hann úti í eyju, er hægt að komast fram í eyju núna, er hann vestan, hvernig ætli sé að leggja að núna, er hún farin að verpa, er búið að taka af roll- unum?“ eru setningar sem lifa í minningunni um þig en oft sát- um við og horfðum yfir sundin út í eyju úr herberginu á dvaló og muldruðum þessar setningar hvert við annað, líklega án þess að taka eftir því. Við munum sakna þín meira en orð fá lýst. Minning þín lifir og fá börnin okkar að kynnast þér í gegnum minningar okkar af þér. Takk fyrir samveruna, elsku amma. Árni Ásgeirsson, Unnur Lára Ásgeirsdóttir og Kristín Óladóttir. Elsku amma mín, tómarúm hefur myndast í fjölskyldunni. Í söknuðnum birtast svo fal- legar minningar sem við sköp- uðum síðan ég fæddist og mun ég ylja mér við þær svo lengi sem ég lifi. Þú varst alltaf kletturinn minn, frá því að ég fór reglulega vestur. Þriggja ára varstu með mig þegar pabbi vann á sjó og sótti ég mikið í þinn félagsskap og alveg fram á fullorðinsár enda var faðmur þinn svo hlýr. Við ræddum oft um Elliðaey sem átti svo vísan stað hjá þér og hlustaði ég ætíð á þær sögur með áhuga, við áttum svo fallegt og náið samband, elsku amma mín. Það var erfitt að ganga með þér síðasta spölinn og sjá þig svo máttfarna. Ég segi í hljóði sofðu rótt. Þeim svefni enginn rænir þig. Takk fyrir lífið, elsku amma mín. Þitt elskandi barnabarn, Eggert Thorberg. Við fráfall móðursystur minn- ar rifjast upp minningar allt frá bernsku. Unnur var glaðsinna og létt í lund og var ein fjögurra systra sem áttu heima í Elliðaey á Breiðafirði, en svo undir miðja síðustu öld fluttist Unnur með foreldrum sínum í Stykkishólm og bjó þar alla tíð síðan. Ég ólst upp í Borgarnesi en kom á sumrin til Stykkishólms að hitta ömmu og afa og var þá mikið í samneyti við móðursystur mína. Hún giftist Eggerti Björnssyni en hann var vitavörður í Elliða- ey og var því farið oft til Elliða- eyjar á sumrin þar sem kátt var á hjalla og mikið hlegið og sagð- ar sögur spilað auk húslestra. Unnur var mikil áhugamann- eskja um eyjaferðir og talaði oft um það við mig að koma með út í eyjar. Hún var listræn og mál- aði og fékk maður að sjá mynd- irnar og steinanna hjá henni. Áttræðisafmæli Unnar var ald- eilis flott en þá bauð hún vinum og vandamönnum í siglingu um Breiðafjörð auk kræsinga á skipinu sem var glæsiskip með veisluaðstöðu og var meðal ann- ars siglt kringum Elliðaey. Það ríkti gleði hjá Unni og Eggerti og var sérlega notalegt að heimsækja þau í Hólminum þar sem húsbóndinn sagði sögur og tók bakföll af hlátri og skellti hendi á lærið. Það er tregt tungu að hræra en ég kveð Unni með einlægri þökk fyrir öll árin og við sendum samúðar- kveðjur til fjögurra barna henn- ar og afkomenda. Jónas, Stefanía og fjölskylda. Við útnefndum Unni Láru frænku okkar verndara eggja- ferða okkar Víkurfrænda út í Breiðafjarðareyjar, sem Ásgeir, elsti sonur Unnar, hefur farið með okkur á bát sínum um ára- bil. Um leið og vora tók fór hún að spyrja frétta og hvenær við værum væntanlegir í okkar ár- legu ferð til að heimsækja eyjar sem forfeður okkar bjuggu í og voru henni kærar, enda uppalið eyjabarn. Svo í lok ferðar okkar var farið upp á elliheimili til Unnar og gefin skýrsla, því hún þurfti að vita um allt mögulegt sem viðkemur eyjunum, hvernig eftirtekjan var, veður og þessa föstu hluti, sem voru hluti af lífi hennar kynslóðar. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem ólust upp í þessum fallegu eyjum sem Breiðafjarðareyjar eru og voru Unni Láru hugleiknar, enda sótti hún þær reglulega heim löngu eftir að hún sleit þar barnsskónum og var flutt upp á fastalandið. Þar var Elliðaey henni efst í huga. Það er auðvelt að ímynda sér að frjálsræðið hefur verið mikið hjá börnum sem þar ólust upp, umlukt stór- fenglegri náttúru, þótt oft hafi það verið erfitt, sérstaklega á vetrum í fámenni fyrir fjöruga unglinga og langt til lands. Þessar uppeldisstöðvar upplifði Unnur Lára með sínu jafnaðar- geði og glaðværð. Þótt oft gæti hún verið alvörugefin var alltaf stutt í glettnina og auðvelt að taka við hana spjallið um menn og málefni. Unnur var mikil vinkona Unnur Lára Jónasdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT SIGURLAUG EINARSDÓTTIR, Kirkjumel í Norðfjarðarsveit, lést á hjúkrunardeild HSA í Neskaupstað að kvöldi 5. desember. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 16. desember klukkan 14. Steinþór Hálfdanarson Sigríður H. Wium Haraldur Hálfdanarson Jóhanna Gísladóttir Þórunn Hálfdanardóttir Skúli Björnsson Hálfdan Hálfdanarson Rósa Þóra Halldórsdóttir Einar V. Hálfdanarson Stella Kjartansdóttir Unnur E. Hálfdanardóttir Hjálmar I. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, EYÞÓR ÓLAFSSON frá Skeiðflöt í Mýrdal, verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 14. desember klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á reikning Skeiðflatarkirkju 317-13-300261, kt. 590269-0699. Sæunn Sigurlaugsdóttir Sigurlaug Guðmundsdóttir Sigurður Ó. Eyþórsson Svafa K. Pétursdóttir Halldór Ingi Eyþórsson Reynir Örn Eyþórsson Sigurlaug Helgadóttir Guðmundur Helgason Jón Þór Helgason og barnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN KRISTJÁNSSON, Kórsölum 5, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heru, sérhæfðrar líknarþjónustu, blóðlækningadeildar 11G og líknardeildar Kópavogs fyrir hlýtt viðmót, virðingu og góða umönnun. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og kærleik á erfiðum tímum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Mattína Sigurðardóttir Anna Sigríður Sigurjónsd. Sólveig Magnea Jónsdóttir Elísabet Sigurjónsdóttir Ríkey Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hlýju og væntumþykju við andlát og útför THEODÓRS JÓNSSONAR fv. skipstjóra frá Auðkúlu í Arnarfirði, sem lést þriðjudaginn 19. nóvember. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Múlabæjar og Líknardeildar Landspítalans fyrir umönnun og aðstoð. Sólveig Júlía Baldursdóttir Margrét Theodórsdóttir Ágúst Ingi Jónsson Halldór Jón Theodórsson Ingibjörg Leifsdóttir Sigrún Edda Theodórsdóttir Karl K.Á. Ólafsson Guðbjörg Íris Atladóttir Ottó Sverrisson Birna Sif Atladóttir Guðjón Helgi Ólafsson Sigríður María Atladóttir Sigurjón Birgisson Pálmi Þór Atlason Elín Guðmannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, ÁSBJÖRN JÓNSSON hæstaréttarlögmaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 3. desember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. desember klukkan 13. Auður Vilhelmsdóttir Björg Ásbjörnsdóttir Niels H. Bennike Birna Ásbjörnsdóttir Andreas H. Christiansen Bergrún Ásbjörnsdóttir Jón B. Stefánsson Ásbjörn, Bergur og Eyrún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.