Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Myndbandsverkið Kiss the Day Goodbye eftir bandaríska kvik- myndagerðar- og myndbandslista- manninn Charles Atlas verður á sýningu Atlas sem verður opnuð í i8 galleríi við Tryggvagötu í dag, fimmtudag, klukkan 17. Charles Atlas (f. 1949) hefur í fjóra áratugi unnið á persónulegan hátt með kvikmyndamiðilinn svo eftir hefur verið tekið. Í Kiss the Day Goodbye er stillt saman upp- tökum af 24 sólsetrum sem Atlas kvikmyndaði yfir Mexíkóflóa frá Rauschenberg-gestavinnustofunni. Í endurtekinni hnígandi sólinni blandast hefðbundin tilfinninga- semi sólsetursmynda áríðandi póli- tískri umhverfisumræðu. Gagnrýn- endur hafa sagt verkið vísa, á áhrifamikinn átt, að yfirvofandi endalokum – og um leið sé það afar fallegt. Þetta verk Atlas, Kiss the Day Goodbye, hefur meðal annars verið sýnt á Feneyjatvíæringnum. Birt með leyfi i8 gallerís Sólsetur Umtalað verk Atlas hefur verið sýnt á Feneyjatvíæringnum. Myndbandsverk eftir Charles Atlas sýnt í i8 Nú stendur yfir í Tanya Bonadkar- galleríinu í Los Angeles fyrsta einkasýning Jónsa – Jóns Þórs Birgissonar, söngvara og gítarleik- ara Sigur Rósar. Jónsi hefur oft unnið með öðrum myndlistar- mönnum en á þessari sýningu vinn- ur hann með „umlykjandi innsetn- ingar“, eins og segir í frétt gallerísins, með hljóðheima sem hann hefur sjálfur skapað sem og ilmi sem hann hefur einnig mótað. Gestum er boðið að klæðast hvít- um skóm og ganga inn í alhvítan aðalsal gallerísins, inn í hljóðmynd listamannsins sem hann kallar „Hvítblindu“. Annar minni salur er nær alveg myrkvaður, með loft sem bylgjast og þar leikur Jónsi einnig með mögnun raddarinnar og flytur meðal annars kvæði Hannesar Haf- stein um hafið. Þann hluta sýning- arinnar kallar hann „Svartöldu“. Í sölunum eru ilmir sem undirbyggja stemninguna, minna á snjó og haf. Þá er einnig sýnt stakt verk, hljóð- skúlptúr úr meðal annars 14 hátöl- urum sem kallast „Í blóma“. Gagnrýnandinn Gregory Volk, sem oft hefur fjallað um íslenska myndlist, skrifar afar lofsamlega um sýninguna á Hyperallergic- vefnum og segir hana bæði heillandi og hlaðna merkingu. Vís- anir í íslenska náttúru séu sterkar og áhrifamiklar og vel unnið með örvun skynfæra gesta. Í blóma Eitt verka Jónsa á sýningu hans í Tanya Bonadkar Gallery í Los Angeles. Jónsi vinnur með hljóð í myndlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég plataði sjálfan mig eiginlega út í þetta,“ segir myndlistarmaðurinn Páll Haukur Björnsson glottandi þar sem við stöndum frammi fyrir einu hinna stóru málverka hans í sýning- arsal BERG Contemporary. Páll Haukur hefur á undanförnum árum getið sér orð fyrir skúlptúra og teikn- ingar, sem sumar hverjar hafa verið býsna stórar, en hann hefur ekki ver- ið að mála með þessum hætti. Blaða- maður sá þessi stóru málverk hans fyrst á listkaupstefnunni CHART í Kaupmannahöfn í haust, þar sem þau vöktu athygli, og nú eru þau á sýn- ingu hans í galleríinu á Klapparstíg 16, auk áður ósýndra skúlptúra og teikninga. Sýninguna kallar hann Loforð um landslag. Páll Haukur viðurkennir að hafa forðast striga fram að þesu. „En allt í einu er ég orðinn málari! Er orðinn það sem ættingjar hafa alltaf verið að spyrja mig um: Ertu að mála? En nú get ég heiðarlega svarað því játandi,“ segir hann og brosir. Á hvítum grunni málverkanna birtast litir, orð, setningar og ým- iskonar form – inn á milli eru einnig ljósmyndir. „Að einhverju leyti var ég vanur þessari stærð úr stærstu teikningum mínum en þetta er samt annað,“ segir hann. „Það hvílir ein- hvers konar heilagleiki yfir striga. Við Raggi Kjartans vorum að ræða þetta og hann sagði stríðnislega: Þú ert kominn inn í glímuna!“ Og írónían leynir sér ekki. „Það er þessi marg- umtalaða glíma við strigann,“ segir hann til skýringar. Sjálfsagt er að rifja upp að fyrir áratug var Páll Haukur fyrirsæta hjá Ragnari sem málaði á Feneyja- tvíæringnum hvert málverkið á fætur öðru af honum. Útrás fyrir regluverkið – Þú hleður þetta klassíska fyrir- bæri, málverkið, alls kyns táknum og orðum, og ferð líka þá persónulegu leið að skella inn í verkin myndum af fólki sem stendur þér nærri. Eru það lyklar að túlkun málverkanna? „Þetta eru engar sögur í hefðbund- inni mynd … en kannski einhver sannleikur sem ég reyni að nálgast. Í rauninni tekst ég á við alls kyns til- finningar við að gera verkin; einn daginn get ég nánast rústað því sem ég málaði daginn áður, sé svo eftir því og reyni að laga það. Ég er oft að laga það sem ég hef þegar gert – það geisa stríð milli mismunandi Palla …“ – Er auðveldara að gera skúlptúr en málverk? „Nei, mér finnst þetta haldast í hendur. Ég vinn jöfnum höndum að þessu. Núna finnst mér innsetninga- lega séð vélin vera að ganga, loksins er stúdíóið orðið staður sem ég hef góða tilfinningu fyrir. Svo eru fleiri hliðar hér, eins og þessar strang- flatateikningar,“ segir hann og bend- ir. „Þær eru einhvers konar útrás fyrir regluverkið og það að afsala sér stjórninni. Þær eru byggðar á kerfi, eru greiningar-aðgerð á línu. Ég byrja með tilviljanakennda handa- hreyfingu, nota svo sama kerfið til að greina þessa hreyfingu og úr því verða geómetrísk form. Svona strangir fletir geta líka komið inn í málverkin en mæta þar tilfinningum og allt að því tryllingi.“ – En tilfinningar sagðirðu; í sum- um skúlptúrunum eru blómaljós- myndir og þarna sé ég ljósmynd af pabba þínum í einu málverkinu. Eru það tilfinningalegar vísanir? „Það að segja að slíkt merki eitt- hvað ákveðið finnst mér vera hálf- klístrað. Mér finnst ég ekki geta að- greint mig í minni tilfinningalegu heild frá því klístraða samhengi sem það að búa til listaverk er. Vissulega blæða persónulegir hlutir inn í þetta og svo ég fæ líka útrás fyrir vissa amatörljósmyndapraktík í þessu.“ Málverkið sannar sig – Ég skil það en ég sé líka tog- streitu listamanns 21. aldar sem finnst að í málverki þurfi að vera ýmsir litir og þá skrifarðu á strigann „Lots of color“. Og í öðru verki hér eru ýmsir litfletir og við þá stendur „Bird“ – en þú ert ekkert að mála myndir af fuglum í þá. Er kannski búið að mála nóg af fuglum? Páll Haukur brosir og spyr á móti: „Hvað er mynd? Vissulega erum við ofurseld tungumálinu og getum ekki greint okkur frá því. Ég hef verið stundakennari í Listaháskólanum í hjáverkum og þar erum við einmitt alltaf að greina verk og það getur verið fyndið, og byrjað með: Já, það er mikið af litum …“ –… og þarna stendur „True senti- mentality“ – sönn tilfiningasemi. Er það efniviðurinn? „Þetta snýst um það að gleyma sér, ég næ stundum að vera um tíma frjáls í algleyminu en svo rífur sjálfs- meðvitundin mann niður á milli. Það er sífelld togstreita milli leikgleð- innar og eitthvers konar listrænnar meðvitundar sem telur sig ábyrga fyrir verkinu.“ – Og kannski líka sektarkennd listamanns sem hefur heyrt frá æsku að málverkið sé dautt en finnst gam- an að mála? „Það er já fyndið – en málverkið heldur áfram að sanna sig. Það er í raun talsverð málverkaslagsíða í dag. En mér finnst fyndið að sjá mig standa og skapa málverk – ég sá það ekki fyrir … Og þetta er fyrsta sýningin í lang- an tíma sem ég hef verið stressaður fyrir, ég viðurkenni það.“ Er kominn í glímuna  Páll Haukur Björnsson sýnir Loforð um landslag í BERG Contemporary  „Ég næ stundum að vera um tíma frjáls í algleyminu,“ segir hann um verkin Morgunblaðið/Einar Falur Listamaðurinn „Mér finnst fyndið að sjá mig standa og skapa málverk – ég sá það ekki fyrir,“ segir Páll Haukur um sum nýju verkin sem hann sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.