Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019
Brosið í radd-
blænum barst að
hjartarótum,
væntumþykjan og
gleðin streymdu
fram, sama hvaðan ég hringdi.
Hún Anna mín var engin venju-
leg manneskja, átti meira
hjartarúm en gengur og gerist
og þar var einnig pláss fyrir
mig.
Við Bjössi vorum skólafélag-
ar og ræddum saman á balli
fyrir austan fjall sumarið ’74,
hann að vinna í Gunnarsholti
og ég í kaupavinnu. Við skipt-
umst á fréttum úr hverfinu á
meðan við kíktum ofan í pyttlu
og hlógum. Þegar haustaði hitt-
umst við í strætó á morgnana,
þá sagði hann mér eitt og ann-
að af heimilislífinu og ég var
gáttuð, gat alls ekki ímyndað
mér lífið á heimili þar sem voru
sjö börn. Ég vissi að pabbi
hans var kallaður Þórður
„sleggja“ og kenndi stærð-
fræði.
Hann sagðist nýlega hafa
farið í bíó með mömmu sinni. Í
bíó með mömmu sinni! Í ann-
arri strætóferð sagðist hann
hafa verið að hlusta á nýút-
komna tónlist með henni. Enn
varð ég orðlaus.
Anna var mamma sem tók
þátt í öllu með krökkunum sín-
um og tónlist elskaði hún af
öllu hjarta, hún sem spilaði á
píanó. Við Bjössi urðum par og
leiddumst inn í veturinn og
giftum okkur ári síðar. Mig
langaði að gleðja þessa konu
sem gustaði af, í mínum augum
var hún aðal. Ég prjónaði
peysu sem hún fékk í afmæl-
isgjöf og brosið er ógleyman-
legt, augun ljómuðu. Við urðum
smátt og smátt vinkonur, mér
áskotnaðist stórfjölskylda, eð-
altengdaforeldrar og yngri
systkinin til viðbótar.
Sunnudagsmáltíðirnar voru
með hátíðarbrag þar sem beðið
var eftir rjómalögðu brúntert-
unni af mikilli spennu. Anna
hélt vel utan um börnin sín,
hafði Sjönu frænku á heimilinu
og síðar Siggu ömmu. Og Þórð-
ur, hann Bobbý, mér fannst
Anna Christiane
Lárusdóttir
Hjaltested
✝ Anna Hjalte-sted fæddist
23. maí 1932. Hún
lést á 8. nóvember
2019.
Útför Önnu fór
fram í kyrrþey.
hann alltaf vera að
vinna eða í djúpum
svefni í stofustóln-
um. Aldrei sá ég
miðaldra fólk faðm-
ast og knúsast svo
hlýlega, heima í
stofu, bara si svona.
Ég fékk að passa
krakkana, læra eitt
og annað af henni,
elda, baka smákök-
ur fyrir jólin, sem
faldar voru í kjallaranum og
steikja kleinur. Kaffistundirnar
með Önnu og Sjönu eru
ógleymanlegar, ég hlustaði á
þær rifja upp örlagasögur frá
Vatnsenda. Ég hafði aldrei
heyrt annað eins og rembdist
við að verða fullorðin og reykja
dálítið með þeim. Við Anna gát-
um hlegið út í eitt, stelpna-
hlátri.
Þau hjón héldu utan um mig,
jafnvel eftir að við Bjössi hætt-
um að leiðast og fórum hvort í
sína áttina. Ég átti þau að.
Þegar Anna Birta fæddist
’85 voru Anna og mamma
mættar til þess að styrkja mig.
Þá löngu nótt skiptust þær á að
svara símtölum föður míns. Ég
man enn, í miðjum hríðum,
þegar mamma bað Önnu í guðs-
bænum að tala við hann Inga,
hún gæti ekki staðið í þessu!
Önnu óx ekkert í augum.
Anna tók mér ekki einungis
eins og sínu áttunda barni held-
ur einnig börnunum mínum.
Það var enginn annar en hún
sem tók upp barnaefni úr sjón-
varpinu og sendi mér til út-
landa.
Það var vorið ’93 sem hún
tók mig á teppið. Hvort ég vissi
hvað ég væri að fara út í.
Hvernig ég ætlaði að sjá fyrir
þremur börnum og hvort ég
vissi ekki að líf einstæðra
mæðra væri ekki dans á rósum
hér heima.
Ég skældi. Að yfirgefa ör-
yggið og góða lífið sem ég átti
úti! Ég sagði að hann væri hálf-
viti. Hún tók mínar hendur í
sínar og horfði í augun á mér.
Fyrrverandi tengdamóðir mín,
engum lík.
Við Anna skrifuðumst á í
mörg ár, hún geymdi bréfin
mín í möppu og lét mig fá þau
fyrir nokkrum árum. Ég átti
athvarf í lífi Önnu, það er mín
gæfa.
Ingibjörg Ingadóttir.
Meira: mbl.is/andlat
✝ Gylfi Haralds-son fæddist í
Stykkishólmi 7.
apríl 1946. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold 2.
desember 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Har-
aldur Ísleifsson
verkstjóri og fisk-
eftirlitsmaður, f.
27. september
1914, d. 31. mars 1985, og
Kristín Cecilsdóttir húsmóðir, f.
20. júní 1921, d. 27. desember
2000. Systkini Gylfa eru: Cecil,
f. 2. maí 1943, og Kristborg, f.
2. mars 1950.
Gylfi hóf sambúð 1976 með
Höllu Arnljótsdóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 5. júní 1947, d. 7.
ágúst 2006. Þau slitu síðar sam-
vistum. Börn þeirra eru: 1)
Þröstur Freyr sérfræðingur, f.
22. maí 1979, maki Una Björk
Ómarsdóttir lögfræðingur. Syn-
ir þeirra eru Þorri, f. 20. sept-
ember 2005, Fróði, f. 29. apríl
2009, og Skírnir, f. 31. mars
2011. 2) Guðbjört Gylfadóttir,
fjármálaverkfræðingur, f. 19.
1992, og b) Dagur Hrafn, f. 13.
júní 1998. 3) Hreiðar Ingi Þor-
steinsson, tónskáld og kórstjóri,
f. 31. mars 1978, maki Nue Mi-
lici sérnámslæknir, f. 12. sept-
ember 1988.
Gylfi ólst upp í Stykkishólmi.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1966 en á
sumrum var hann á sjó. Gylfi
varð læknakandídat frá Há-
skóla Íslands 1974. Hann starf-
aði sem heilsugæslulæknir í
Ólafsvík 1975-1977 og lauk sér-
fræðinámi í heimilislækningum
í Svíþjóð árið 1980. Gylfi starf-
aði sem heimilislæknir í Svíþjóð
til ársins 1984 þegar hann flutti
í Laugarás í Biskupstungum.
Hann starfaði í 32 ár sem heim-
ilislæknir í Laugaráslæknishér-
aði með Pétri Skarphéðinssyni,
þar til hann lét af störfum árið
2016 vegna aldurs. Gylfi var
alla tíð virkur í félagsstörfum
og hlaut árið 2016 æðstu
heiðursviðurkenningu
Lions-hreyfingarinnar. Síðustu
árin hafa Gylfi og Rut búið í
Garðabænum en þau eiga einn-
ig sumarhús í Langholti í Laug-
arási.
Útför Gylfa fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 12. desember
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
desember 1982,
maki Bjarni Krist-
inn Torfason hag-
fræðingur. Börn
þeirra eru Ísabella
Laufey, f. 15. mars
2015, og Benedikt
Freyr, f. 31. júlí
2017.
Árið 1994
kvæntist Gylfi Rut
Meldal Valtýsdótt-
ur, f. 4. febrúar
1947. Fyrri maður Rutar var
Þorsteinn Björgvinsson, skipa-
smíðameistari, f. 19. júlí 1944,
d. 26. ágúst 1988. Synir þeirra
eru: 1) Björgvin Þorsteinsson, f.
3. júlí 1966, maki María Eu-
genia Sambiagio, f. 19. nóv-
ember 1973. Börn þeirra eru
Anna Leonor, f. 19. desember
2002, Alex Þorsteinn, f. 3. mars
2011, og Alara Liv, f. 16. júlí
2013. 2) Rúnar Már Þor-
steinsson guðfræðiprófessor, f.
27. nóvember 1968, maki Sig-
urbjörg Rutardóttir efnafræð-
ingur, f. 4. október 1971. Börn
þeirra eru a) Sigrún Rut, f. 15.
júní 1993, unnusti Nathaniel
Vreekamp, f. 15. september
Fallinn er frá kær vinur og
skólafélagi.
Það var haustið 1962 sem við
hittumst fyrst í MA. Báðir
komnir langt að, hann frá
Stykkishólmi og ég frá Hafn-
arfirði. Okkur var úthlutað
íverustað á gömlu vistinni í
skólahúsinu uppi á háalofti und-
ir súð.
Hann lenti á suður-vistum en
ég á norður-vistum. Hreinlæt-
isaðstaðan var niðri í kjallara
fjórum hæðum neðar. Oft var
talsvert mál að ná þangað niður
á tilskildum tíma. Bjuggum við
þarna við þessar aðstæður í tvo
vetur.
Matsalurinn sem við sóttum
var uppi í nýju heimavistinni og
þurfti því að fara á milli húsa.
Seinni veturinn, þá komnir í
stærðfræðideildina, veiktist
Gylfi illilega seinnipart vetrar
og var frá námi í fleiri vikur og
dvaldi m.a. á sjúkrahúsinu.
Meðan á veikindunum stóð
þurfti að bera honum mat og
halda honum upplýstum úr
skólastarfinu til að hann missti
sem minnst úr námi. Þessu hélt
áfram meðan á sjúkrahúsvist-
inni stóð nema ekki þurfti að
hugsa um matinn. Í þessum
samskiptum okkar þróaðist ná-
inn vinskapur sem haldist hefur
æ síðan.
Gylfi var reglusamur og góð-
ur námsmaður, afar samvisku-
samur og nákvæmur í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur.
Hann var afar víðlesinn og oft
var gaman að fletta upp í hon-
um um menn og málefni og ég
tala nú ekki um nærumhverfið
og staðhætti. Sjaldan kom mað-
ur að tómum kofunum hjá hon-
um.
Hann hafði mikinn áhuga á
frímerkjum og átti stórt og
viðamikið frímerkjasafn, sem
hann lagði mikinn metnað í.
Eftir stúdentsprófið lagði
hann leið sína í HÍ, las þar
læknisfræði og lauk því námi á
tilsettum tíma. Hélt síðan til
Svíþjóðar í sérnám í heimilis-
lækningum.
Við heimkomuna fékk hann
héraðslæknisstöðu í Laugarási í
Biskupstungum þar sem hann
dvaldi út sína starfsævi. Var
hann vel liðinn af sveitungum,
sem báru honum mjög gott orð.
Gylfi þótti viðræðugóður og gaf
sér tíma fyrir sína skjólstæð-
inga.
Í Karmínu 1966, riti gefið út
um alla útskrifaða stúdenta í
MA, er vísa sem lýsir vini mín-
um ágætlega:
„Þótt þú ekki hrópir hátt
né haldir langar ræður,
þú munt eflaust á þinn hátt
einnig reynast skæður.“
Gylfi er sá nítjándi sem fellur
frá úr hópi stúdenta MA ’66.
Hans er sárt saknað.
Vottum nánustu ættingjum
hans okkar innilegustu samúð.
Ólafur og Sigríður.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Við kveðjum nú hinstu
kveðju Gylfa Haraldsson heilsu-
gæslulækni, sem lést eftir erfið
veikindi, allt of fljótt.
Við Gylfi áttum því láni að
fagna að eyða meirihluta starfs-
ævinnar í hinu víðfeðma og fal-
lega Laugaráslæknishéraði og
starfa þar með afbragðsfólki.
Samstarf okkar Gylfa var
farsælt og gott þótt ólíkir vær-
um og það verður seint full-
þakkað. Rut, Gylfi og fjölskylda
voru góðir grannar, bæði í
Launréttinni með útsýni yfir
Hvítána sem og í Langholtinu
þar sem þau áttu sinn sælureit
sem ber gróður- og ræktunar-
áhuga þeirra fagurt vitni.
Árið 1997 var ný og glæsileg
heilsugæslustöð vígð í Laug-
arási. Þá var kátt í höllinni þar
sem öll aðstaða gjörbreyttist.
Fram að þeim tíma höfðum við
Gylfi t.d. deilt stól og skrifborði
á tvískiptri vakt. Á meðan ann-
ar nýtti stólinn sinnti hinn
margs konar verkefnum í hér-
aði.
Ýmislegt brölluðum við fé-
lagar saman utan vinnutíma.
Þegar við vorum upp á okkar
besta höfðum við gaman af að
veiða lax í net „okkar megin“ í
Hvítá þótt veiðin væri ekki allt-
af upp á marga fiska. Einnig
deildum við hesthúsi í mörg ár.
Hann var ekki mikið fyrir út-
reiðar en hafði þeim mun meira
gaman af að sinna hestunum
heima við.
Gylfi var góður og gegn mað-
ur, afar samviskusamur og ná-
kvæmur í öllum sínum störfum
sem læknir og naut virðingar og
vinsælda skjólstæðinga sinna.
Við fjölskyldan þökkum fyrir
samfylgdina í gegnum árin og
sendum Rut, Þresti, Guðbjörtu
og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Pétur Skarphéðinsson,
Sigríður Guttormsdóttir.
Gylfi var góður maður og
traustur. Stoð og stytta. Ávallt
reiðubúinn að hjálpa og veita
góð ráð. Heiðarlegur maður
sem kom til dyranna eins og
hann var klæddur.
Sjaldan heyrði ég Gylfa
kvarta – man reyndar ekki eftir
einu einasta tilviki, núna þegar
ég hugsa um það – enda virðist
hann hafa tekið lífinu og tilver-
unni með stóískri ró, sem er
góður eiginleiki og líklega nauð-
synlegur í lífsins ólgusjó. En
það er ekki auðvelt að lifa eftir
þessari lífsstefnu, að sætta sig
við það sem maður fær ekki
breytt og reyna að einbeita sér
að því sem maður getur breytt
– þetta eru eiginleikar sem
Gylfa hafði tekist að tileinka
sér, eiginleikar sem við hin get-
um nú tekið með okkur sem
veganesti frá honum. Annar
eiginleiki sem Gylfi hafði til að
bera var hreinn og beinn kær-
leikur í verki:
Gylfi kom inn í líf mitt eftir
að ég var vaxinn úr grasi, við
fremur erfiðar fjölskylduað-
stæður, en hann tók á móti sínu
nýja hlutverki með virðingu,
auðmýkt og kærleika, ekki
þannig að það færi mikið fyrir
þeim kærleika út á við, heldur í
því formi kærleika sem er
traustur og hægt að reiða sig á
þegar á reynir.
Páll postuli segir í lýsingu
sinni á kærleikanum í Fyrra
Korintubréfi: „Kærleikurinn er
langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsam-
ur, hreykir sér ekki upp. Hann
hegðar sér ekki ósæmilega, leit-
ar ekki síns eigin, hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn“
(13.4-5).
Þetta er kærleikurinn sem
Gylfi tileinkaði sér gagnvart
samferðafólki sínu. Líkt og seg-
ir í Fyrsta Jóhannesarbréfi:
„Elskum ekki með tómum orð-
um, heldur í verki og sann-
leika.“ (3.18) Ég er Gylfa æv-
inlega þakklátur fyrir allt sem
hann gerði fyrir fjölskyldu
mína.
Það er með mikilli virðingu
fyrir góðum manni sem ég kveð
hann nú. Minning hans lifir með
okkur.
Rúnar Már Þorsteinsson.
Hlutverk lionsklúbba er að
láta gott af sér leiða fyrir sam-
félag og einstaklinga. Í þeim fé-
lagsskap sem klúbbarnir skapa
verða til dýrmæt vináttubönd
og mörg góðverk vinnast ef vel
tekst til. Slíkur félagsskapur er
ekkert án liðsmanna. Gylfi okk-
ar Haraldsson á 34 ára starfs-
feril í lionsklúbbnum Geysi.
Ekki nóg með það, Gylfi lagði
mikið og óeigingjarnt framlag
til klúbbsins allan þann tíma.
Svo mikið er víst að klúbburinn
væri ekki eins öflugur í dag og
raun ber vitni ef Gylfi hefði
ekki verið hluti af honum allan
þennan tíma. Ef til vill hefði
hann lognast út af ef okkar
maður hefði ekki verið til stað-
ar.
Í kringum aldamótin síðustu
voru vangaveltur um að leggja
klúbbinn niður þar sem hann
var orðinn mjög fámennur.
Gylfi mátti ekki heyra á það
minnst og átti hann stóran þátt
í að blaðinu var snúið við. Eng-
inn mætti betur en Gylfi á fundi
og oftast var hann mættur
fyrstur í öll verkefni. Hann kom
gjarnan með gott og fróðlegt
innlegg í umræður á fundum
enda maðurinn víðlesinn og
stálminnugur. Gylfa lá ekki hátt
rómur og hann var einkar orð-
var en engu að síður náði hann
eyrum allra. Formaður klúbbs-
ins var hann í þrígang og
gegndi auk þess embættum rit-
ara og gjaldkera. Um skeið var
hann heilbrigðisfulltrúi lionsum-
dæmisins.
Gylfa var veitt Melvin Jones-
viðurkenning, ein sú æðsta inn-
an lionshreyfingarinnar, árið
2016 og ári síðar, þegar hann
lét af störfum sem héraðslækn-
ir, var honum veitt enn æðri
viðurkenning, svonefnd Pro-
gressive MJ-viðurkenning. Það
verðskuldaði hann margfalt.
Við sem eigum langa sögu í
lionsklúbbnum samhliða Gylfa
nutum þess að kynnast honum
vel, innan klúbbs sem utan.
Vandaður á allan hátt, strang-
heiðarlegur og vinur vina sinna.
Allra manna dagfarsprúðastur.
Hann var ekki bara mikilvægur
klúbbnum okkar.
Margir okkar geta borið vitni
um farsæl ráð hans við heilsu-
kvillum. Á fjórða áratug gegndi
Gylfi starfi héraðslæknis í
Laugarási, en umdæmið nær yf-
ir hinar víðfeðmu uppsveitir Ár-
nessýslu. Það er óhætt að full-
yrða að Gylfi naut fádæma
vinsælda í sínu starfi. Sinnti
hann því af mikilli ástríðu.
Enda vildi hann allt fyrir alla
gera og varð fljótt gjörkunn-
ugur íbúum héraðsins. Gjarnan
hringdi hann upp á sitt eindæmi
í skjólstæðinga sína ef honum
fannst tilefni til að athuga með
líðan þeirra.
Þétt störfuðu þeir saman, svo
aðdáunarvert var, læknarnir
Pétur Skarphéðinsson og Gylfi í
öll þessi ár.
Í dreifbýlissamfélagi er fátt
dýrmætara en traust heilsu-
gæsla sem knúin er áfram af af-
burða mannauði.
Okkur félögunum féll þungt
að heyra að heilsu Gylfa fór
hrakandi á síðustu misserum.
Með sorg í hjarta kveðjum við
vin okkar.
Við hefðum svo sannarlega
viljað njóta krafta hans og vin-
áttu miklu lengur. Lionsklúbb-
urinn Geysir mun svo lengi sem
hann verður við lýði eiga Gylfa
Haraldssyni mikið að þakka.
Rut og börnunum, fósturbörn-
um og fjölskyldunni allri færa
félagar klúbbsins innilegar sam-
úðarkveðjur með kærri þökk
fyrir dýrmæt kynni.
Fyrir hönd lionsklúbbsins
Geysis,
Kristófer Tómasson
og Þorsteinn Þórarinsson
formaður.
Gylfi Haraldsson
Sálm. 16.1-2
biblian.is
Varðveit mig, Guð,
því að hjá þér leita
ég hælis. Ég segi
við Drottin: „Þú ert
Drottinn minn, ég
á engin gæði nema
þig.”
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna