Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Glæsilegar jólagjafir Undirföt Náttföt Náttkjólar Sloppar Opið alla daga til jóla BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hreinar skuldir ríkissjóðs í lok nóv- ember námu um 20,8% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þær eru því hálfu prósentustigi lægri en í janúar. Þróun ríkisskulda er hér sýnd á tveimur gröfum. Á því stærra má sjá þróun hreinna skulda frá ársbyrjun 2013 en þær skiptast í verðtryggðar, óverðtryggðar og erlendar skuldir. Á minna grafinu má svo sjá hlutfall heildarskulda annars vegar og hreinna skulda hins vegar af vergri landsframleiðslu frá ársbyrjun 2017. Hreinar skuldir eru heildarskuldir að frádregnum endurlánum og sjóðs- stöðu ríkissjóðs. Náðu lágmarki í febrúar Upplýsingar um þróun skuldanna eru sóttar í mánaðaryfirlit Lánamála ríkisins hjá Seðlabankanum. Samkvæmt þeim náðu hreinar skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF lágmarki í febrúar sl. er þær fóru niður í 19,7% af VLF. Hreinar skuldir sem hlutfall af VLF lækkuðu úr 34,8% í 27,9% árið 2017, eða um tæp 7%. Þær lækkuðu svo úr 28,2% í 21,1% árið 2018, eða um rúm 7%. Þær hafa hins vegar sem áður segir aðeins lækkað um hálft prósentustig frá janúar í ár. Athygli vekur að hreinar óverð- tryggðar skuldir ríkissjóðs voru um 600 milljarðar í janúar 2017 en hrein- ar verðtryggðar skuldir um 200 millj- arðar. Voru óverðtryggðu skuldirnar þannig þrefalt hærri. Um síðustu mánaðamót voru hreinar óverðtryggðar skuldir um 346 milljarðar en hreinar verð- tryggðar skuldir um 233 milljarðar. Voru hreinu verðtryggðu skuldirnar þar með orðnar 2/3 af hreinu óverð- tryggðu skuldunum. Það er mikil breyting á tæpum þremur árum. 65 milljarða bréf í febrúar Framundan er gjalddagi á óverð- tryggða ríkisbréfaflokknum RIKB 20 0205 sem er á gjalddaga 5. febrúar nk. Um síðustu mánaðamót stóð flokkurinn í 65,5 milljörðum króna. Björgvin Sighvatsson, forstöðu- maður Lánamála hjá Seðlabanka Ís- lands, segir hafa verið greitt inn á bréfið að undanförnu með fjármunum úr stöðugleikasjóði. Bréfið hafi til dæmis staðið í 76 milljörðum króna í lok júlí sl. Spurður um þróun ríkisskulda bendir Björgvin á að þær geti lækkað töluvert sem hlutfall af VLF í kring- um stóra gjalddaga. „Þegar flokkur ríkisbréfa fellur á gjalddaga minnka skuldirnar gjarnan mikið en þá gengur líka á sjóðsstöð- una. Svo byggjum við upp sjóðsstöð- una með útgáfu. Þetta getur því sveiflast,“ segir Björgvin. Erlendir vextir við núllið Fram kom í Morgunblaðinu í sept- ember að horfur væru á enn frekari vaxtalækkunum þrátt fyrir samdrátt. Það gæti aftur dregið úr vaxtabyrði ríkissjóðs á næstu árum og gert fjár- festingar á Íslandi fýsilegri. Seðla- bankinn lækkaði síðan vexti í tvígang en hélt þeim svo óbreyttum við vaxta- ákvörðun í gær. Seðlabankinn tók í júní 500 millj- óna skuldabréfalán í evrum sem bar aðeins 0,1% vexti. Dæmi voru um nei- kvæða vexti af ríkisskuldabréfum í Evrópu í lok ágúst. Spurður hvort minni hagvöxtur og hallarekstur ríkissjóðs í ár kunni að hafa áhrif á lánskjör ríkissjóðs á næstunni bendir Björgvin á að staða ríkissjóðs sé sterk. Líkt og á öðrum löndum á Norðurlöndum séu skuldir ríkissjóðs lágt hlutfall af VLF. „Erlendu matsfyrirtækin gáfu ný- verið út mjög gott lánshæfismat fyrir íslenska ríkið,“ segir Björgvin. Hann bendir svo á að mörg ríki í Evrópu glími hins vegar við hátt hlutfall ríkis- skulda af VLF. „Þegar þjóðir skulda orðið jafn mikið og gömlu stóru ríkin í Evrópu er spurning hvernig þau muni ráða við þessar háu skuldir þegar vextir hækka. Þær hafa getað fjármagnað skuldirnar með litlum vaxtakostnaði að undanförnu.“ Hægt hefur á lækkun hreinna skulda  Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa verið um 20% af landsframleiðslu í ár  Hröð skuldalækkun að baki Hreinar skuldir ríkissjóðs 2013-2019 Milljarðar króna á verðlagi hvers árs Óverðtryggðar skuldir Verðtryggðar skuldir 800 700 600 500 400 300 200 100 0 -100 60% 40% 20% 0% 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Erlendar skuldir Hreinar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) % VLF Hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu Heildarskuldir og hreinar skuldir í % 2017-2019 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 2017 2018 2019 Heildarskuldir Hreinar skuldir Mars 2019 26,8% Febrúar 2019 19,7% Nóv. 2019 20,8% Nóv. 2019 30,1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.