Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 62

Morgunblaðið - 12.12.2019, Síða 62
62 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2019 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ljósmyndarinn Charlotta María Hauksdóttir var stödd hér á landi í síðustu viku til að kynna nýút- komna bók sína, A Sense of Place: Imprints of Iceland, sem hefur að geyma þrjár myndaseríur af ís- lensku landslagi sem hún hefur unnið að frá 2003. Bandaríska for- lagið Daylight Books gefur bókina út. Charlotta hefur búið vestur í Bandaríkjunum síðastliðin átján ár, en kemur títt hingað til að taka myndir og halda sýningar. Sýndi síðast í Ramskram galleríi fyrir tveimur árum og með Félagi íslenskra samtímaljósmyndara á Korpúlfstöðum í sumar. Hún hefur einnig sýnt ljós- myndir víða um heim og átt myndir í ýmsum útgáfum, blöðum, tímaritum, bókum og sýning- arskrám svo dæmi séu tekin. Aðspurð hvað vaki fyrir henni með myndaröðinni segir Charlotta að seríurnar þrjár fjalli um þau tilfinningalegu áhrif sem landslag hefur á manneskjuna sem og okk- ar áhrif á landslagið. „Meira en að sýna landslagið er ég að leita að hughrifum við því.“ Eins og sjá má á myndinni sem birtist hér vinnur Charlotta mikið með myndirnar, sérstaklega í þessu verkefni. „Í eldri verkum hef ég raðað saman myndum í tvennum og þrennum en nú er ég að klippa niður prentaðar myndir og leggja saman í lögum. Með því að umbreyta landslaginu verða verkin meira einstaklingsbundin upplifun, þar sem hver og einn dregur af sinni reynslu til að sjá heildarmyndina.“ – Fyrir vikið verður landslagið óraunverulegt og ævintýrakennt – byggist það að einhverju leyti á því að þú hefur búið ytra svo lengi? „Ég byrjaði að mynda lands- lagið eftir að ég flutti til Banda- ríkjanna og gerði það draumkennt til að sýna hversu hverfult það getur verið í minningunni. Eftir því sem ég bjó lengur úti breytt- ust verkin í raunsæislegri mann- hæðarháar samsettar myndir þar sem ég gat betur staðsett mig í landslaginu. Nýjustu verkin eru hins vegar mjög abstrakt. Ég er með flogaveiki í gagnaugalappa heilans sem gerir að verkum að minningar mínar og tilfinningar eru brotakenndar og tilfærslukenndar. Þetta birtist í stórum hluta verka minna og frá því ég byrjaði að taka landslags- myndir braut ég landslagið upp, endurraðaði því og gerði að til- búnu rými. Ég ferðast um landið og tek hundruð mynda á hverjum stað, frá ýmsum sjónarhornum. Síðan vinn ég í gegnum myndirnar og set þær saman þegar ég er komin heim til Kaliforníu, vel 20-30 myndir frá tilteknum stað sem mér finnst ríma saman, vinn þær og prenta út og klippi þær síðan og raða saman í þrívítt form. Það sem sést og það sem sést ekki af landslaginu gefur til kynna sam- spil manns og náttúru og líka það hve minnið er ófullkomið. Ég vil gjarnan draga áhorfendur inn í verkið og slitrótt samhengi mynd- anna fær þá til að sækja í eigin reynslu til að fullklára þær. Með því að nota fingrafaramynstur skírskota myndirnar líka til per- sónulegrar ábyrgðar okkar á því hvaða áhrif við höfum á náttúr- una.“ Óraunverulegt og ævintýrakennt landslag Ljósmyndarinn Charl- otta Hauksdóttir tekur landslagsmyndir og klippir niður til að búa til þrívítt ímyndað landslag. Hún sendi frá sér ljós- myndabók á dögunum. Ljósmynd/Charlotta Hauksdóttir Samhengi Ein þrívíðra mynda Charlottu Hauksdóttur úr bókinni A Sense of Place. Þessa mynd nefnir hún Topography Study XXVI. Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Stúdenta- myndatö urk Einstökminning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.