Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 3

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1850 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2020/106 55 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ráðherra verður að þola gagnrýni á mála- flokkinn sem hún ber ábyrgð á,“ segir María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður Félags sjúkrahús- lækna. Félagið sendi frá sér harðorða ályktun í aðdraganda fundar heilbrigðisráðherra með Læknaráði Landspítala 13. janúar sem varð tilefni ummæla ráðherra um að erfitt væri að standa með spítalanum vegna ályktana lækna á „færi- bandi“ um bágborið ástand þar. „Yfirlýsing félagsins var harðorð en á sama tíma viljum við að hlustað sé á okkur og að við séum hluti af lausninni. Okkur langar að hafa áhrif á málaflokkinn og teljum það mikil- vægt.“ Hún sé ekki talsmaður þess að vera með orðaskak í fjölmiðlum. „Okkur ber að hafa þann þroska að hafa augun á boltanum og sleppa því að rífast, en við þurfum að tala saman og ef þessi fundur Lækna- ráðs og stóru orð verða til þess að eitthvað gerist í málinu þá var hann til góðs.“ Hún segir hitann skýrast af því að læknar séu langþreyttir á úrræðaleysinu og vaxandi vanda. „Það þreytir lækna að sjá ekki til lands. Róðurinn þyngist og þyngist. Við verðum að sjá skýra tímasetta aðgerðaáætlun,“ segir María sem vonast eftir slíkri sem fyrst eftir þessa miklu fjöl- miðlahrinu. „Óbreytt ástand er óviðunandi.“ María er bjartsýn fyrir hönd sjúkrahúslækna. „Við getum leyst þetta mál og höfum burði til þess,“ segir hún uppörvandi og hvetur yfirstjórn spítalans til þess að hlusta á ákall lækna um lausnir og þiggja boð þeirra um að koma spítal- anum á réttan kjöl. „Það er mikilvægt að tillit sé tekið til skoðana lækna,“ segir hún. „Ef fólk segir endalaust eitt- hvað og kemur með tillögur sem ekkert verður úr upplifir það vanmátt og þreytu. Það hefur áhrif á líðan lækna heilt yfir sem vilja vinna af fagmennsku og sinna því hlutverki sem þeir eru menntaðir til. Orð þeirra sýna vilja þeirra til að hafa velferð sjúklinga að leiðarljósi.“ María segir að það fylli forsvarsmenn Félags sjúkrahúslækna krafti til góðra verka hve margir mættu á fund félagsins sjálfs sem haldinn var þann 8. janúar. „Við eflumst í hlutverki okkar sem er að veita yfirstjórn spítalans aðhald með spurningum. Við fylgjum því fast eftir að gerð verði aðgerðaáætlun og tímasetningar kynntar. Við krefjumst svara. Við þurfum öll að vera á tán- um og biðja um úrræði landsmönnum til heilla.“ Hún segir að stjórn Félags sjúkrahúslækna fagni hugmyndum landlæknis um nýja úttekt á Landspítala og skipun átakshóps vegna bráða- móttökunnar. „Við munum hafa vakandi auga með nýskipuðum starfshópi á vegum heilbrigðis- ráðuneytis og Landspítala,“ segir hún. Orð lækna ákall til stjórnvalda „Ályktanir lækna í fjölmiðlum eru ákall til stjórnvalda um að hlustað sé á okkur. Við erum að benda á að heilbrigðiskerfið stefnir víða í óefni. Það þarf að grípa í taumana,“ segir María I. Gunnbjörnsdóttir, formaður Félags sjúkrahúslækna. María I. Gunnbjörnsdóttir, lungna- og ofnæmislæknir og for- maður Félags sjúkrahúslækna, hvetur til þess að yfirstjórn spíta- lans, heilbrigðisyfirvöld og læknar leysi vanda Landspítala saman. Mynd/gag Heilbrigðisráðuneytið hefur skipað átakshóp um lausnir á vanda bráðamóttöku Landspítala sem skila á hugmyndum um lausn á fjórum vik- um, eða um miðjan febrúar. Skýrar tillögur um tafarlausar aðgerðir til að leysa vandann eiga þá að liggja fyrir. Hópinn skipa fjórir, tveir frá ráðuneytinu og tveir frá Landspítala. Hópnum er ætlað að hafa víðtækt samráð við starfsfólk Landspítala og aðra aðila eins og þörf krefur. Tveir erlendir ráðgjafar með sérþekkingu á sviði bráðaþjónustu og flæðis sjúklinga innan sjúkrahúsa verða hópnum innan handar. Sagt var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins þann 26. janúar að landlæknir vildi sjá óháða úttekt á fjárþörf spítalans gerða af McKinsey & Company. Skera þyrfti úr um hvort fjármagnið sem spítalinn fengi væri í takti við verkefni hans þar sem ekki sé samhljómur milli stjónrenda spítalans og fjárveitingarvaldsins þar um. Átakshópur um lausnir á vandanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.