Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 54
106 LÆKNAblaðið 2020/106
út þessa ábyrgð hefur ekki komið fram.
Hafa samtök sjúklinga óskað eftir skertri
ábyrgð lækna?
Vanmat sérfræðilegrar þekkingar
Á seinni árum hefur fjölgað rekstrarstjórn-
endum heilbrigðisþjónustu (sviðsstjórum,
framkvæmdastjórum, forstöðumönnum)
sem ekki eru ráðnir á grundvelli fagþekk-
ingar sinnar. Aðeins er gerð krafa um
lægstu háskólagráðu í „einhverri heil-
brigðisgrein“ en ekki um yfirlæknishæfi.
Þessir rekstrarstjórnendur eru settir yfir
yfirlæknana. Huglægir þættir að hætti
Capacent ráða för við mannaráðningar.
Viðskiptanám virðist vera tekið fram yfir
kunnáttu í vísindalegri læknisfræði. Að-
alatriðið er að vera „liðsmaður“, að rugga
ekki bátnum. Þá er framinn vís. Þó vita
allir að aðeins heilaskurðlæknir er fær um
að vera í forystu fyrir og bera ábyrgð á
skipulagningu og framþróun heilaskurð-
lækninga. Rekstrarnám er ekki forsenda
þess að vera leiðtogi lækningastofnana
frekar en hjá arkitekt sem stýrir arki-
tektastofu eða biskup sem stýrir kirkju.
Fagþekkingin gerir fólk hæft til forystu
þekkingarstofnana.
Lögleiðir Alþingi lögbrot post hoc?
Þrátt fyrir rökstuddar umkvartanir um
ólöglegar valdatilfærslur frá yfirlæknum
til faglega vanhæfra aðila allt frá árinu
2000, úrskurði umboðsmanns og lagasetn-
ingu Alþingis 2007, hafa rekstrarstjórnend-
ur spítalans haldið áfram á sömu braut.
Ráðherrar, hver á fætur öðrum, hafa með
samþykkt skipurita – ef til vill án þess að
gera sér grein fyrir því – fært aðilum sem
ekki eru til þess bærir höfuðlæknisábyrgð,
jafnvel ólæknislærðum. Allan þann tíma
hefur spítalinn brunnið. Þeir sem hafa
maldað í móinn á Landspítala hafa verið
kallaðir „umdeildir menn“ og hafa verið
beittir bolabrögðum.
Nýjasta skipurit Landspítala, staðfest af
ráðherra, tók gildi 1. október síðastliðinn
(mynd 2A einfölduð mynd höfundar og
2B skipurit forstjóra). Ráðherrann hefur
fengið forstjóra konungsvald án lagastoðar
og forstjórinn síðan skipað þrjá jarla og 11
greifa yfir starfsemina. Fagstjórnendum
sem eiga að bera ábyrgð skv. 10. grein
laga um heilbrigðisþjónustu er sparkað
til hliðar eða niður. Framkvæmdastjórar
lækninga og hjúkrunar eru hliðsettir sem
ráðgjafar í skipuriti forstjórans og hinir
endanlega ábyrgu lögformlegu yfirlæknar
koma hvergi fyrir í skipuritinu. Stjórn-
kerfið fylgir ekki lögmætisreglu og er
ófaglegt.
Sviptir völdum bera yfirlæknar samt
ábyrgð á starfsemi sinni að lögum. Af
þessu leiðir að yfirlæknar bera ábyrgð á
starfi yfirmanna sinna – eða hvað? Eru
það ekki öfugmæli? Ábyrgð og valdheim-
ildir fara ekki saman. Til þess að vera
fær um að bera ábyrgð á starfi sérgreina
þurfa yfirlæknar að uppfylla strangt mat
um fagleg hæfnisskilyrði. Starfsmenn sér-
greinanna þurfa að heyra undir yfirlækn-
ana sem og ákvarðanir um tæki og tól eins
umboðsmaður bendir á í áliti sínu 6. sept-
ember síðastliðinn. En þar kreppir skórinn
á Landspítala. Heilbrigðisráðherra hefur
samþykkt skipuritsþvæluna þótt hún sé
andstæð lögum. Landlæknir aðhefst ekki,
ekki heldur ríkisendurskoðun eða stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Hvað er til ráða?
Landspítali hefur frá sameiningu árið
2000, verið rekinn sem deild í ráðuneyti
heilbrigðismála eða síðan stjórnarnefndir
spítalanna voru aflagðar. Núverandi „ráð-
gjafarstjórn“ Landspítala er valdalaus og
ábyrgðarlaus. Spítalinn og sjúklingarnar
hafa tapað málsvörum og forstjórinn misst
nauðsynlegt aðhald.
Á fjölsóttum læknaráðsfundi Landspít-
ala 15. nóvember 2019 höfnuðu læknar
Landspítala stjórnkerfi forstjórans. Hvöttu
læknar ráðherra til að sjá til þess að
skipurit sjúkrahússins sé faglegt, fylgi
lögum, og taki mið af umsögnum um-
boðsmanns. Fundurinn ályktaði að tryggja
þyrfti að yfirlæknar beri sem fyrr faglega
ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir
þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra
lækninga. Sömuleiðis að læknaráð starfi
með sama hætti og verið hefur um ára-
tuga skeið. Jafnframt hvatti fundurinn til
þess að íhugað verði að skipa stjórn yfir
Landspítala sem hafi það hlutverk að ráða
og hafa eftirlit með forstjóra, tryggja fjár-
mögnun og sjá til þess að spítalinn sinni
þríþættu hlutverki sínu sem lækninga-
stofnun, kennslu- og vísindastofnun.
Þessar ályktanir lækna spítalans þýða
á mannamáli að núverandi stjórnkerfi
Landspítala sé hvorki faglegt né löglegt og
að ofríki rekstrarstjórnenda ógni jafnvel
öryggi sjúklinga. Ábyrgðarkeðjan sé alls
ekki eins og sjúklingar og Alþingi ætlist
til.
Ég á bágt með að trúa að Svandís Svav-
arsdóttir hafi samþykkt hið nýja skipurit
Landspítala vitandi að það stæðist ekki
fagleg sjónarmið, lög eða álit umboðs-
manns sem birt var fáum vikum fyrr. Hafi
ráðherra ekki áttað sig á vanköntunum
eða verið beinlínis dulinn þeim af ráðgjöf-
um sínum, væri ráð að draga staðfestingu
skipuritsins til baka, hlusta á fagmenn,
lesa álit umboðsmanns, og tryggja að
rekstrarstjórnendur Landspítala fari að
gildandi lögum eins og forsætisráðherra
krafðist í ræðustól Alþingis. Með skipun
sjálfstæðrar stjórnar mætti frelsa spítal-
ann undan ráðuneytinu. Í dag er íslenski
háskólaspítalinn lítt eftirsóknarverður
vinnustaður fyrir metnaðarfulla unga
lækna, sem hafa lagt á sig sérmenntun
og strit á leiðandi háskólasjúkrahúsum
austan og vestan hafs. Vill þjóðin ekki
endurheimta bestu námsmenn sína til
starfa á þjóðarsjúkrahúsinu? Ráðamenn
ættu að íhuga að verði viðskiptanám og
stjórnunarheimspeki metin meira virði en
hin eiginlega þekking og starf (lækningar
og hjúkrun, kennsla og vísindastarf) er
hætt við að íslenskri læknisfræði hraki á
næstu árum. Hæfasta unga fólkið, leið-
togar læknisfræðinnar, munu sækjast eftir
sínum frama annars staðar. Ég efast um að
ráðherra og kjósendur vilji það.
S J Ó N A R H O R N