Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 20

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 20
72 LÆKNAblaðið 2020/106 R A N N S Ó K N Leitað var að öllum börnum rannsóknarhópsins í gagnagrunni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR) og upplýsingar um börnin sem þangað var vísað voru sóttar í gagnagrunninn í mars 2015. Þroskastaða var ákvörðuð út frá nýjustu upplýsingum um þroska og færni barns og miðað við ICD-10 greiningarnúmer. Skil- greiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (World Health Org- anization) frá 1980 á skerðingu (impairment), hömlun (disability) og fötlun (handicap) voru hafðar til hliðsjónar þegar matið var gert.20 Gagnasöfnun fór fram í Microsoft Excel 2013. Tölfræðiúrvinnsla fór fram í JMP 11 SAS Institute Inc. og 24. útgáfu SPSS. Óparað t-próf og kí-kvaðrat próf voru notuð í samanburði á hópum. Gerð var einþátta og fjölþátta aðhvarfsgreining til að meta áhrif hverrar breytu fyrir sig, í fjölþáttagreiningu var leiðrétt fyrir kyni. Fyr- ir flokkabreytur voru niðurstöður settar fram sem hlutfallstölur og fyrir talnabreytur voru niðurstöður settar fram sem meðaltöl ± staðalfrávik. Áhættuhlutfall (ÁH, relative risk) var reiknað með 95% öryggisbili (ÖB, confidence interval). Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05. Niðurstöður Rannsóknarhópurinn Á árabilinu 1988 til og með 2012 útskrifuðust 189 fyrirburar með fæðingarþyngd ≤ 1000 g á lífi af vökudeild Barnaspítala Hringsins, 76 (40%) drengir og 113 (60%) stúlkur. 93 börn fæddust á fyrri hluta rannsóknartímabilsins (1988 til og með 2000) og 96 börn á seinni hluta þess (2001 til og með 2012). Mæðraskrár tveggja mæðra fundust ekki. Fæðingarþyngd var að meðaltali 807,4±137,9 g. Með- göngulengd var að meðaltali 270 vikur ± 13 dagar, 266±13 á fyrri hluta tímabilsins og 271±14 á því seinna. Flest börnin fæddust eftir 250-266 vikna og 270-286 vikna meðgöngu eða 73 (39%) og 64 (33%). Börn fædd eftir 290 vikna meðgöngu eða meira voru 28 (15%). Einungis 24 börn (13%) fæddust eftir 230-246 vikna meðgöngu, 8 á fyrri hluta rannsóknartímabilsins og 16 á seinni hluta þess. Af 189 fyrirburum var 61 vísað til mats á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þroski minnstu fyrirburanna Athuganir á þroska barnanna fóru oftast fram við 5-6 ára aldur (mynd 1). Börn með væg þroskafrávik (n=13) höfðu greiningar á borð við hreyfiþroskaraskanir og væg CP-einkenni, málþroskaraskan- ir, vitsmunaþroska á tornæmisstigi og sértækar þroskaraskanir. Börn með væga hömlun (n=7) voru flest með CP-einkenni. Þau gengu án stuðnings en ekki án erfiðleika og mörg þurftu spelk- ur. Flest voru þau einnig með sértækar þroskaraskanir, staðfestar með þroskamælingum, en þó ekki á stigi þroskahömlunar. Þau börn sem metin voru með alvarlega hömlun (n=25) voru börn með víðtæk frávik í vitsmunaþroska, hreyfifærni, sjón og/eða heyrn. Athuganir á vitsmunaþroska staðfestu vægar, miðlungs eða alvar- legar þroskahamlanir og/eða einhverfu. Einnig voru í þeim hópi börn með verulega hamlandi CP-einkenni. Í hópi mikillar höml- unar höfðu öll börnin fleiri en eina greiningu, eitt barn lést á rann- sóknartímabilinu vegna afleiðinga fötlunar sinnar, fjögur börn voru með flogaveiki, eitt barn var blint og eitt barn var með kuð- ungsígræðslu vegna heyrnarleysis. Frekari útlistun á greiningum Tafla I. Klínískar upplýsingar um börnin og mæður þeirra. Upplýsingar um mæður og meðgöngu Almennar upplýsingar um börnin Greiningar barna á nýburaskeiði Lyfjagjafir í legu á vökudeild Næring, þyngd og öndunaraðstoð á vökudeild Aldur móður Sjúkdómar á meðgöngu Lyfjanotkun á meðgöngu Reykingar á meðgöngu Gjöf barkstera fyrir fæðingu Gjöf sýklalyfja fyrir/í fæðingu Sýkingarmerki í kringum fæðingu: Hiti CRP-gildi Belghimnabólga Meðgöngulengd* Fæðingarmáti Kyn Einburi/fjölburi Apgar eftir 1 og 5 mínútur Þyngd, lengd og höfuðummál við fæðingu Þyngd undir 10. hundraðs- hlutamarki** Glærhimnusjúkdómur Lungnabólga Loftbrjóst Langvinnur lungnasjúkdómur Jákvæð blóðræktun Opin fósturslagrás Sjónukvilli, gráða tilgreind Þarmadrepsbólga Heilablæðing, gráða tilgreind PVL Lungnablöðruseyti Sterar í æð (dexametasón) Innúðasterar (flútikasón- própíónat, budesonid) Prostaglandín-hemlar (indómetasín, íbúprófen) Aldur þegar fæðingarþyngd var náð Aldur þegar fæðugjöf í sondu hófst Aldur þegar fullu fæði var náð CPAP og tími á CPAP (Hátíðni)-öndunarvél og tími á öndunarvélAðgerðir í legu á vökudeild Opin fósturslagrás Sjónukvilli Þarmadrepsbólga *Skráð sem vikur og dagar, þannig er meðgöngulengd barns sem fætt var eftir 25 vikna og tveggja daga meðgöngu rituð sem 252 vikur. **Ákvarðað út frá fæðingarþyngd, meðgöngulengd og vaxtarferlum fyrir fyrirbura (small for gestational age, SGA). CRP: C-reactive protein CPAP: Continous positive airway pressure Tafla II. ICD-10 greiningar minnstu fyrirburanna með hömlun. Taflan sýnir fjölda barna með hinar mismunandi greiningar þroskafrávika og mat á alvarleika hömlunar. CP Þroskahömlun Þroskaraskanir Einhverfa Atferlisvandi Sjónskerðing Heyrnarskerðing ICD-10 greiningarnúmer G80-82 F70-79 F80-83/88-89 F84 F90/98 H52-54 H90-91 Væg hömlun 7 6 6 1 4 1 Alvarleg hömlun 25 14 14 17 7 5 7 4 Samtals 32 20 14 23 8 9 8 4 Hlutfall af heildinni (n=189) 17% 11% 7% 12% 4% 5% 4% 2%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.