Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 55

Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 55
LÆKNAblaðið 2020/106 107 stjorn@laeknanemar.is Þrátt fyrir hagvaxtarskeið í íslensku samfélagi undanfarin ár standa nú yfir umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir á Land- spítala. Þetta bitnar á allri starfsemi spítal- ans og hætt er við því að þrengt verði enn frekar að vísindastarfi og kennslu. Í grein í Læknablaðinu frá því í nóvember 2019 fara Guðmundur Þorgeirsson og Þórður Harðarson yfir hlutverk Landspítala sem háskólasjúkrahúss.1 Þar kemur fram að fjárframlög til vísindastarfs á Landspítala séu 0,7% af veltu spítalans en samkvæmt nýrri vísindastefnu er stefnt að því að þetta hlutfall verði 3% á næstu árum. Til samanburðar miða mörg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum við að rannsóknar- framlög séu 6% af veltu. Þar fyrir utan hefur umframkostnaður við kennslu og fræðahlutverkið í heild verið metinn allt að 20-30% á háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum.2 Ljóst er að sá kostnað- ur er mun lægri á Landspítala þó ekki liggi fyrir nýlegar tölur. Gerð var úttekt á heildarkostnaði Landspítala vegna þessa árið 2006 og reyndist sá kostnaður þá vera um 11% af heildarrekstrarkostnaði spítal- ans.3 Mikilvægt er að þessi kostnaðarauki sé viðurkenndur sem hluti af fjárlögum til spítalans. Í skýrslu NordForsk frá árinu 2017 kemur fram að á 12 ára tímabili hefur Landspítali dregist verulega aftur úr öðr- um sjúkrahúsum á Norðurlöndum þegar kemur að vísindastarfi.4 Tilvitnunum í rit- rýndar fræðigreinar frá Landspítala hefur farið fækkandi og hlutfall birtra greina þar sem fyrsti og/eða síðasti höfundur er frá Landspítala hefur lækkað. Fjöldi tilvitnana er gæðavísir og með þessari þróun hafa gæði ritrýnds efnis frá Landspítala fallið úr því að vera í efsta sæti á Norðurlöndum niður fyrir heimsmeðaltal. Þetta er dap- urleg þróun og mikið áhyggjuefni, ekki síst fyrir vísindamenn framtíðarinnar. Að þessu sögðu velta greinarhöfundar fyrir sér hvort vísindum og akademísku starfi sé gert nægilega hátt undir höfði á Landspítala og hvort frekari sparnaðar- aðgerðir ógni þessum þáttum enn frekar. Vísindastarf er forsenda nýrrar þekk- ingar og þétt samofið námi og kennslu. Landspítali hefur lögbundnar skyldur sem háskólasjúkrahús og það er brýnt að þeim sé fullnægt. Í þessu samhengi má einnig minna á samstarfssamning Háskóla Ís- lands og Landspítala frá 2018 en þar segir að tilgangur samningsins sé að styðja og efla Landspítala sem háskólasjúkrahús, þar sem þjónusta, menntun og vísindi eru samofin daglegu starfi.5 Nauðsynlegt er að menntun og klínísk kennsla hafi vægi í starfsemi spítalans. Í klínísku námi koma læknanemar við á nær öllum deildum spítalans og er yfirleitt vel tekið. Á sumum sviðum má þó spyrja sig hvort fyllilega sé gert ráð fyrir nemum. Þannig má nefna að á Landspítala í Foss- vogi er ekkert afdrep eða lesaðstaða fyrir nema þrátt fyrir að heilu dögunum sé var- ið þar í verknámi. Mörg svið leggja mik- inn metnað í nám og kennslu læknanema en oft á tíðum kemur kennslan nemum fyrir sjónir sem einstaklingsframtak. Klínískt nám byggir þannig mjög á óeig- ingjarnri vinnu og ómældum tíma sem deildarlæknar, sérfræðilæknar og annað starfsfólk leggja fram. Samkvæmt kjara- samningi LÍ gildir um sérfræðilækna að regluleg kennsla læknanema, sérnáms- lækna og/eða annarra nema á heilbrigðis- sviði umfram skilgreindar starfsskyldur hefur vægi til launahækkunar6 og að okkar mati ættu þessi ákvæði sömuleiðis að gilda um deildarlækna. Brýnt er að Landspítali hlúi að sínu fræðahlutverki, geri starfsfólki kleift að sinna kennslu og skapi til þess hvata. Hvað vísindastarf varðar má einnig velta fyrir sér hvort það fái nægilegan sess í daglegu starfi á spítalanum. Af hverju hefur birtingum frá Landspítala fækkað eins og raun ber vitni? Upplifun margra nema er sú að þau sem stunda vísindastörf samhliða klínískri vinnu og hafa ekki akademíska ráðningu geri það að miklu leyti af hugsjón og fái lítið svigrúm til þess á vinnutíma. Á tímum samdráttar og auk- ins álags á starfsfólk gefur það auga leið að slíkt starf mun sitja á hakanum. Einnig vekur það spurningar hjá ungu fólki sem er meðvitað um hættu á kulnun í starfi hvort það sé þess virði. Ef vísindastarf og kennsla eru ekki órjúfanlegur hluti af dag- legu starfi og ef ekki er gert ráð fyrir því í formi vinnutíma, kjarabóta og fjármögn- unar er hætta á að læknar framtíðarinnar sjái sér ekki hag í að sinna rannsóknum og kennslu. Ef Landspítali á að standa við útgefna vísindastefnu og vera leiðandi í rannsóknum og menntun þarf að gera bet- ur – fyrir framtíðina. Heimildir 1. Þorgeirsson G, Harðarson Þ. Um hlutverk háskóla og háskólaspítala. Læknablaðið 2019; 105: 522. 2. Mendin E, Anthun KS, Häkkinen U, Kittelsen SA, Linna M, Magnussen J. Cost efficiency of university hosptals in the Nordic countries: a crosscountry analysis. Eur J Health Econ 2011; 12: 509-19. 3. Landspítali. Hvað kostar að vera háskólasjúkrahús? 2006 landspitali.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7783 - janúar 2020. 4. Comparing Research at Nordic Higher Education Institutions Using Bibliometric Indicators covering the years 1999-2014. Nordforsk Policy Paper 4/2017. 5. Samstarfssamningur Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala (LSH). Reykjavík 2018. 6. Kjarasamningur Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra. Reykjavík 2017. Landspítali háskólasjúkrahús? Sólveig Bjarnadóttir formaður Félags læknanema Þórdís Þorkelsdóttir fyrrum formaður Félags læknanema F R Á F É L A G I L Æ K N A N E M A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.