Læknablaðið - feb. 2020, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2020/106 67
R A N N S Ó K N
Mynd 4. Samanburður á
MACCE- frírri lifun sjúklinga í
ósæðardælu og viðmiðunarhópi
(Kaplan Meier) (p<0,001, log-
rank próf).
Tafla IV. Samanburður skammtíma fylgikvilla, legutíma og 30 daga dánartíðni.
Gefin eru upp meðaltöl ± staðalfrávik eða fjöldi (%).
Ósæðardælu-
hópur
(n = 99)
Viðmiðunar-
hópur
(n = 2078)
p-gildi
Minniháttar fylgikvillar, samtals 62 (62,6) 985 (47,4) 0,004
Nýtilkomið gáttatif 46 (46,5) 638 (30,7) 0,001
Uppsöfnun á fleiðruvökva 21 (21,2) 259 (12,5) 0,017
Húðsýking (ganglimur/
bringubein)
11 (11,1) 197 (9,5) 0,717
Lungnabólga
17 (17,2)
121 (5,8) <0,001
Þvagfærasýking 13 (13,1) 61 (2,9) <0,001
Alvarlegir fylgikvillar, alls 38 (38,4) 272 (13,1) <0,001
Hjartadrep í eða eftir aðgerð 5 (5,1) 77 (3,7) 0,684
Heilablóðfall 3 (3,0) 20 (1,0) 0,143
Bráður nýrnaskaðia 6 (6,1) 17 (0,8) <0,001
Miðmætisbólga með djúpri
bringubeinssýkingu
2 (2,0) 18 (0,9) 0,525
Fjöllíffærabilun 21 (21,2) 41 (2,0) <0,001
Bringubeinslos 6 (6,1) 26 (1,3) 0,001
Legutími á gjörgæslu (dagar) 7,1 ± 7,3 1,7 ± 2,7 <0,001
Heildarlegutími (dagar) 17,2 ± 14,5 10,5 ± 7,3 <0,001
30 daga dánartíðni 22 (22,2) 28 (1,3) <0,001
aSkilgreint sem KDIGO flokkur nr. 3. Upplýsingar um bráðan nýrnaskaða vantaði hjá 19
sjúklingum.
Tafla V. Tíðni fylgikvilla sem tengdust ísetningu eða notkun ósæðardælu. Gefinn
er upp fjöldi sjúklinga (%). Enginn sjúklingur fékk fleiri en einn fylgikvilla.
Fylgikvilli Fjöldi (%)
Blæðing frá ísetningarstað 4 (4,0)
Blóðþurrð í neðri útlimum 2 (2,0)
Blóðþurrð annars staðar en í útlimuma 1 (1,0)
Rof á ósæðardælublöðru 3 (3,0)
Blóðflögufæðb 2 (2,0)
Sýking á ísetningarstað 1 (1,0)
Bilun á dælu 1 (1,0)
Samtals 14 (14,1)
aBlóðþurrð í innri líffærum, í þessu tilviki blóðþurrð í brisi. bSkilgreind sem fækkun
blóðflagna um meira en helming frá upphafsgildum.
Mynd 4. Samanburður á MACEE-frí lifun sjúklinga í ósæðardælu og viðmiðunarhópi (Kaplan Meier) (p
<0,001, log-rank próf).
Figure 4. Comparison of MACCE-free survival between groups (Kaplan Meier) (p <0,001, log-rank test).
Tafla IV sýnir fylgikvilla vegna ísetningar ósæðardælu. Blæð-
ing frá ísetningarstað dælunnar var algengasti fylgikvillinn (4%)
en blóðþurrð í ganglim, sýking á ísetningarstað og bilun á dælu
greindust aðeins í einu tilfelli hver (1%). Enginn sjúklinganna 99
fékk fleiri en einn fylgikvilla samtímis.
Tafla V sýnir samanburð á tíðni skammtímafylgikvilla og
legutíma ásamt 30 daga dánartíðni. Marktækt fleiri sjúklingar
í ósæðardæluhópi fengu minniháttar fylgikvilla (62,6% á móti
47,4%, p=0,004) og sama var upp á teningnum fyrir alvarlega
fylgikvilla (38,4% á móti 13,1%, p<0,001). Legutími á gjörgæslu og
heildarlegutími var marktækt lengri hjá ósæðardæluhópi og auk
þess var 30 daga dánartíðni hærri í ósæðardæluhópi (22,2% á móti
1,3%, p<0,001).
Á mynd 3 sést langtímalifun sjúklinga, og var hún verri í
ósæðardæluhópi (p<0,001, log-rank próf). Heildarlifun eftir eitt ár
var 69,5 og 97,9% í hópunum, 56,4 og 91,5% eftir 5 ár og 41,0 og
76,2% eftir 10 ár.
Á mynd 4 sést MACCE-frí lifun í sömu hópum, og var hún
sömuleiðis verri í ósæðardæluhópi (p<0,001, log-rank próf). Fimm
ára MACCE-frí lifun var 46,9% á móti 83,0% hjá viðmiðunarhópi.